Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
7.5.2010 | 09:43
Bústaður 10
jæja þá er það bústaður á eftir með Pétri, Adda og Bjarna B. Djöfull verður það sveitt. Sveittara en hamborgarafabrikkan og Pétur í innanhúsfótbolta til samans.
Staðsetning bústaðarins er hernaðarleyndarmál og verður ekki gefin upp að svo stöddu. Það eina sem ég get sagt er að hann er norðan alpafjalla.
Þarna verður ps3, pókersett dauðans, nóg af mat(allt óhollt), áfengi, jacuzzi, tónlist og klósettpappír.
Ég meina....hvað annað þarf maður!
Ég spurði Pétur hvort ég ætti að koma með gítarinn. Þá brast hann í stál og hnífur, sungið með gamalli skrækróma hæðnis-djókrödd og fylgdi því eftir með að segja mér að troða þessum gítar þangað sem sólin ekki skín[ritskoðað].
Ég held ég skilji bara gítarinn eftir heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Breytt 6.5.2010 kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2010 | 23:56
Forca Reunión Unión
Er búinn að stilla upp mínu síðasta byrjunarliði í fantasí deildinni fyrir enska boltann. Ta da da dammm. Ég þarf á kraftaverki að halda því það er sirka 27 stiga munur á mér og Póska.
Ég þarf að velja kaftein sem rokkar og hann að velja einn sem mun sökka.
Ég læt ekkert uppi en mun koma með niðurstöður á sunnudaginn eða mánudaginn varðandi hver vann. 90% líkur að ég tapi en það eru alltaf þessu 10% sem ég held í.
Gangi mér vel.
btw liðið mitt heitir Reunión Unión
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 21:18
They Took Our Jobs, DEY TURK ER JURBS, DURKUR DUUR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 15:07
6-6 leikur. síðasta markið á mín 93 er massívt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 13:11
ástæða nr 27 á listanum yfir af hverju mér er ílla við Hollendinga
það er greinilega í lagi að vera barnaperri í Hollandi svo lengi sem þú ert þáttastjórnandi. Ætli Jackson hafi vitað af þessu loophole-i?
Creepy Dutch TV Host - Watch more Funny Videos
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.5.2010 | 09:35
Roy keane, heimskari en Robbie Savage?
Ég sá einu sinni Roy Keane beran að ofan spilandi tennis upp í golfklúbbnum mínum, La Cala, út á Spáni. Hann var þar með Sunderland liðið sitt í æfingarbúðum.
Hann var ekkert svo ógnvekjandi. Bara heimskur tsjallli sem hefur örugglega ekki lært staf í lífi sínu. Ég held því enn fram að ég gæti hamsað hann undir réttum kringumstæðum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 09:15
Bústaðar mjúsik
Við félagarnir erum að fara í sumarbústað um helgina. Var að fylla ipoddinn af allskonar 90' mjúsik.
Dr. Alban
Haddaway
2 unlimited
Snap
Ice T
og þannig stöffi til að rifja upp gömlu grunnskóladagana.
Mun blanda því við:
Nirvana
Metallica
Gund n roses
Prodigy
Pearl Jam
Red hot...
o.s.frv
sem kom aðeins seinna. Þessu tvennu blanda ég svo saman við:
Killers
Kings of Leon
Modest mouse
clap your hands and say yeah
the strokes
o.s.frv.
ásamt fortíðinni:
Pink Floyd
Doors
Stones
með smá dasshi af öllu þessu nýja sem er í spilun núna.
Það ættu að koma ansi skrautlegir playlistar út úr þessu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2010 | 19:49
Skipaskaginn
Spilaði 18 út á skaga og var í zóni þar til á 13 braut. Spilaði frá hvítum og fæ 4 högg á völlinn. Var á +1 eftir 12 og búinn að einpútta 7 sinnum sem þýddi 29 pútt status quo.
Tók þá eitt símtal og datt úr zóni. Hversu heimskulega sem það þýðir þá var það nóg til að breyta rythmanum.
Þrípúttaði fyrir skolla á þrettándu. Þrípúttaði aftur á næstu fyrir dobbúl. Kiksaði tvö högg á fimmtándu og fékk skolla. Náði svo að stöðva blæðinguna á sextándu með einpútti fyrir pari. Aftur einpútt á sautjándu fyrir pari en endaði á skolla eftir lélegt járnahögg.
Endaði því á +6 með fjögur glötuð högg á þrem brautum í röð. 29 pútt sem er flott og vippin heldur betur að ná gamla tötsinu. Ég snerti ekki pútterinn fyrr en á fjórðu braut því ég vippaði alltaf í gimmie færi. Eitt gott Sand save á þriðju í gimmie færi. Strákurinn!
Ásinn var flottur fyrir utan þessar þrjár brautir. Vippin supreme. Púttin góð en járnin ekki alveg nógu góð, enda var ég ekki að hitta grínin(þess vegna var endalaust að einpúttum eftir stutt vipp).
Völlurinn er frábær. Grænn sem aldrei fyrr, nánast eins og að koma á flottan völl á spáni. Grínin fín og framkvæmdirnar sem eru þarna í gangi mjög spennandi og flottar.
Þangað mun ég fara aftur eins fljótt og ég get. Prima aðstæður.
highlight dagsins: 8/11 up&down þmt eitt Sand save.
Lowlight dagsins: að hitta bara 5 grín og vera endalaust að koma mér í up&down stöður. Sem sagt, járnin ekki alveg rétt stillt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar