Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

samlokugerð fyrir lengra komna

Jæja börnin góð. Til að gera góða samloku þá þarftu fyrst og fremst að troða eins miklum osti inní brauðið eins og þú mögulega getur, sjá mynd 1 

 Mynd 1

DSC00088

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo mikin ost þarftu að eðlileg samloka mun valda lokinu á samlokugrillinu talsverðu álagi, sjá mynd 2

Mynd 2 

DSC00086

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Góður vitnisburður um vel heppnaða samloku og staðfesting á því að viðkomandi hafi farið rétt að í einu og öllu er að sjálfsögðu að grillið sjálft verði hálf ónýtt og að minnsta kosti brotið á tveim stöðum.

Efra lokið ætti að hanga kæruleysislega af hjörum sínum og ostur ætti að þekja um 40% yfirborðs neðra loks. Ostur ætti einnig að vera kominn niður á borðið og hafa náð að skríða að lágmarki 5 cm frá grillinu.

Ef viðkomandi nær að þekja 60% af yfirborðinu þá telst sá hinn sami umsvifalaust til lítt þekktrar Elítu sem kallar sig ,,The sixtí cover ost", fær aðgang að frekara námsefni um Samlokugerð og fær einu sinni á ári að koma í partí til að fylgjast með samlokugerð í beinni í þrívídd.

 

En að öllu gamni slepptu þá gerði ég mér þessa samloku og braut grillið. Talandi um friggin kick ass osom samloku.

Hardcore samlokugerð 101 - Kennari þetta árið......ÉG

Welcome to OsomsandwichmakingVille, population.......ME 


Bústaðarleiðbeiningar

Leiðbeiningar varðandi góða bústaðarferð.

1. Sá sem fyrstur er inn í bústaðinn getur umsvifalaust kallað besta herbergið.
2. Besta herbergið er ekki endilega það stærsta.
3. Besta herbergið er ekki endilega með besta rúminu.
4. Besta herbergið er ávallt og án undantekninga það sem fjærst er klósettinu.

Þessu komst ég að eftir helgina. Þar sem allir voru sammála um að mér yrði best treyst fyrir lyklinum að bústaðnum þá opnaði ég og var fyrstur inn. Ég gerði þá þessi viðvaningslegu mistök og leið fyrir það alla ferðina.

5. Vertu fljótur að bjóðast til að elda matinn því það innifelur yfirleitt bara að skella einhverju á grillið með bjór í hönd, flippa því yfir á hina hliðina og flengja því svo á diska þegar fagurbrúnum lit er náð.

6. Ef eigi tekst að tryggja sér kokkastarfið þá lendir sá hinn sami bara í því að taka til og vaska upp. Sem er tífalt ömurlegra.

Ég lenti í því að þrífa þar sem ég nennti ekki að elda. Samt endaði ég á því að elda tvisvar. Hmmmm djöfull var ég tekinn í þurrt.

Að öðru leyti ertu golden


að vera bestur

Ég er frekar sáttur við þessa lokaumferð í enska boltanum og hvernig þetta spilaðist mér í hag í fantasí deildinni okkar.

Við erum sem sagt 20 gæjar í deild að berjast um sigurinn. Þetta hefur verið á milli mín, Póska og Birgis í góðan tíma. Í lokin börðumst ég og Póski um þetta þar sem hann hafði tögl og haldir á þessu mest allan tíman.

Svo kem ég og í raun rústa síðustu umferðinni og fer úr öðru og enda í fyrsta.

Það munaði 23 stigum á okkur fyrir síðustu umferðina. Nánast ómögulegt að vinna þetta upp gefið að Póski spili þetta skynsamlega.

En viti menn, allt sem þurfti að ganga upp, gekk upp. Ég endaði ekki bara á að vinna þetta heldur með friggin 19 stigamun!

Ég valdi náttla öruggasta manninn sem kaftein, Lampard og hálfpartinn bjóst við því að póski myndi gera það líka því lampard er búinn að vera bestur í leiknum og því lang öruggasti kosturinn. Póski valdi Malouda.

Svo gerði ég eina ókeypis breytingu, seldi gæja sem á endanum fékk 6 mínus stig og keypti gæja sem fékk 7 stig. Ein besta skipting sem ég hef gert.

Póski gerði þrjár breytingar sem kostuðu hann 8 stig.

Þetta var 42 stiga sveifla. Ég endaði með 2201 stig og er númer sirka 160 á landinu og númer 75þúsund í heiminum af 2,3 milljónum. Nokkuð gott.

Ég sýni Póska mikla samúð þar sem ég hef lent í því áður að gera eina breytingu í lokaumferð sem kostaði mig sigurinn. Svo er hann einnig harðasti Manjú aðdáandi sem ég veit um þannig að......

allavega þá er ég bestur í fantasí deildinni þetta árið og er kominn með braggin rights...... .ekki bara fyrir næsta ár heldur.......indefinitely!


Bústaðarferð

Við keyrðum upp í Miðhúsaskóg á föstudeginum. Þar sem enginn vissi nákvæmlega hvar þetta væri þá lögðum við þetta á hann Pétur að kynna sér leiðina fyrirfram og koma okkur á áfangastað.

Þegar við vorum komnir vel á leið þá fórum við að spurja hann út í leiðina og hann var alveg með þetta á hreinu.

,,Ha, já, jú jú, þetta er ekkert mál! Ef við finnum þetta ekki þá keyrum við bara að Geysi, snúum við og beygjum til hægri".

Eitt besta plan sem ég hef heyrt.

Keyra að Geysi, snúa við og beygja til hægri........og hvað svo!!!!

Við rötuðum þetta nú samt í fyrsta. Flottur bústaður og flott veður. Við fórum svo ekkert úr bústaðnum alla helgina.

Það var grillað, það var drukkið, það var spilað ps3, það voru rifjaðir upp gamlir dagar og það var hlegið.

Það var mjög gaman að vera aftur samankominn með strákunum úr grunnskólanum. Adda hafði ég ekki séð í 11 eða 12 ár.

Legendary bústaðarferð

ps. þessi færsla hefði geta verið uþb tíu sinnum lengri en sökum ritskoðunar þá er þetta the cut version.


ÉG VANN!!!!!

Langaði bara að óska mér til hamingju með sigurinn. Og jafnframt þakka Póska fyrir góða keppni. 

sd


smá tíser

Hendi inn færslu á morgun um bústaðinn. Mjög ritskoðaða reyndar.

Svo langar mig líka aðeins að tala um hve góður ég er í fantasí fótbolta. Strákurinn vann nefnilega deildina í síðustu umferðinni. Nei bara sona....ekkert lítið ánægður með það.


shit

Eins og gefur að skilja þá verða engar færslur hér á morgun. Á von á því að koma með djúsí bústaðarsögur hér inn á sunnudagskvöld. Þangað til, þá skil ég ykkur eftir í góðum höndum þessarar kisu sem er að tékka svo kostulega á þessum bláu inniskóm. Ég held ég sé bara að míga á mig úr hlátri. 

funny pictures of cats with captions
see more Lolcats and funny pictures


Lög sem verða í aðalhlutverki um helgina

Fuzzy-Grant lee buffalo
Fade into you-Mazzy star
zombie-cranberries
Backdafuckup-Onyx
Slam-Onyx
Breath/firestarter-Prodigy
kkk bitch-Ice-T
Evil Dick-bodycount
Enter sandman etc -Likkan
Mama kin/patience-Guns
Rain/big fat stone-Jet black joe
eitthvað sull medley með Dr Alban/Haddaway/Snap/2 unlimited

Og tonn af öðru stöffi

Ég spái að eftir uþb 4 mín tops verði Addi og Pétur komnir úr að ofan.

Samt þegar ég hugsa þetta aðeins lengra þá er sá tímapunktur akkurat þegar Fuzzy er að enda og Fade into you með mazzy star að byrja. Ekki kannski girnileg sena að sjá tvo fullorðna karlmenn bera að ofan við þessi tvö lög.

Við skulum gefa þessu allavega 8 mín, eða þangað til að Onyx stígur á svið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband