Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
16.5.2010 | 20:05
Sunnudagur
Fórum eldsnemma í bakaríið og snæddum morgunverðinn þar ásamt útlendingum og fólki sem enn var ekki farið heim til sín eftir fyllerí kvöldsins áður.
Það var notalegt.
Sáum svo íþróttaálfinn og Sollu stirðu í kringlunni. Það var nú meira frenzíið. Shit. Enginn smá troðningur í lokin þegar þau buðu öllum ókeypis íspinna.
Sebas var fremst og tróðst næstum undir. Solla stirða bjargaði honum og gaf honum íspinna. Það var fljótt gleymt og upplifunin var allt í allt mjög góð.
Bjuggum okkur til pitsu, sáum gosbrunninn í Perlunni og tókum svo fullt af myndum af okkur.
Þetta var dagurinn okkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2010 | 23:49
einn fúll á móti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2010 | 21:56
Fyrsta mót sumars
Lék völlinn á +4 sem eru 36 punktar og er akkurat á forgjöf. Lenti í 10.sæti í punktamótinu en í 5-6 í höggleiknum.
Ég spilaði ágætis golf en grínin eru svo fáránlega léleg að það var bara happa glappa hvernig kúlan skoppaði á grínunum. Allir voru sammála um að þetta var bara rugl, flatirnar eru langt frá því að vera keppnishæfar. Ég meina, þegar stigameistarinn notar 36 pútt og Simmi fjórpúttar þá veistu að þessi grín eru ekki mótafær.
Ég fékk minn fyrsta örn í sumar, hann kom í kjölfarið á fugli. Ánægður með -3 á tveim brautum. Svo fékk ég einn þrefaldan skolla þar sem ég tók lélega ákvörðun og þurfti að taka víti í kjölfarið.
Ánægður með ásinn, járnin, vippin og púttin. Ekki ánægður með ástand vallar. Ekki nóg með að grínin komi ílla undan vetri þá eru fullt af framkvæmdum sem ekki hafa verið kláraðar.
Það er mánuður í stigamótið hérna og ég vona að þetta verði betra þá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2010 | 12:38
Fyrsta mót sumarsins
Búinn að þrífa kylfurnar og til í slaginn fyrir fyrsta alvöru mótið í sumar. Opnunarmót Leirdalsvallar á Gkg.
Það er rok en samt sól. Það er skemmtilegt en ekki kannski líklegt til að skora lágt.
Sjúgum til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2010 | 22:12
osomness meets lazyness meets sexyness
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2010 | 14:21
kef tekið í nef
Kominn heim eftir vel heppnaða keflavíkurferð með Alfreð og Guðjón Henning. Það var tekið skins á þetta og skemmst er frá því að segja að það hlóðust upp 8 stykki og Guðjón hreppti þau og leikurinn búinn.
Upphófst þá mikil barátta um annað sætið sem ég, að sjálfsögðu, vann.
Alfreð greyið sat eftir með sárt ennið(hóst, hóst) og tapaði. Maðurinn bara skugginn af sjálfum sér. Varla heill, hvað þá hálfur maður.
Ég spilaði bara fínt golf, engin vandræði svo sem nema að það datt ekki eitt pútt. Átti 3mtr arnarpútt á fyrstu sem ég skildi eftir meter stutt. Basic.
Ásinn góður, Járnin fín, vippin góð en pútterinn kaldur.
Það var bara helvítis rok þarna eins og alltaf á þessum stað. Kalt rok. Það kostaði mann nokkur högg. Ég kom inn á +6, Guðjón á +4 og Alfreð á +8. Ég var með 8 skolla og tvo fugla.
Fín upphitun fyrir morgundaginn. Upphafsmót Gkg. Þar verð ég í stjörnuholli með þessum tveim og svo Kjartani Dór. Á eftir okkur kemur svo parahollið. Tvö pör sem ég vona bara innilega að mæti ekki í eins joggingöllum eða eitthvað álíka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2010 | 10:40
What's my mothafokking name?
Var mættur kl 6 uppí gkg á morgunæfingu hjá afrekspungunum. Tókum 18 holur í blíðviðri þar sem ég og Alfreð töpuðum fyrir The Ólafs brothers.
Ég og Alfreð vorum ekkert að spila sérstaklega vel, ég á +7 og Ace á +4 sem telst ekki til eftirbreytni. Haukur var óstöðvandi og ég mun umsvifalaust heimta lyfjapróf fyrir næstu keppni.
Ég var með tribble og dobbúl sem er æðislegt.
Ásinn hjá mér er rock solid en járnin eru ekki jafn nákvæm og áður. Er að púlla þau soldið til vinstri. Svo vantar mig enn soldið tötxzch í vippum og púttum.
Þegar það dettur inn verð ég óstöðvandi maskína.
Svo er stefnan að taka 18 holur í Keflavík á morgun kl 8-ish með Alfreð og Guðjón Henning.
Svar við ofangreindri spurningu má skilja eftir í kommentakerfinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 10:27
Sleigh Bells er hljómsveit sem kikkar rass. Á eftir að verða mjög vinsæl
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 10:27
nýja lagið með Blur er bara helvíti lazy ass flott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar