Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
3.5.2010 | 13:09
dauðadæmdur
Ég er svo doomed!
Ég er svo royally fucked!
Það er verið að byggja KFC stað hérna rétt hjá þar sem ég bý. Það er svo fáránlega mikið í leiðinni heim að ég nánast heyri mig fitna.
Sumir heyra grasið gróa....ég heyri sjálfan mig fitna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 11:05
Sebastian
Er undarlegt að vera búinn að eyða nánast hverri mínútu með barninu sínu yfir helgina og sakna hans svo strax eftir að hafa skutlað honum í leikskólann?
Húsið er eitthvað svo tómlegt án hans.
Ég sé bara bíla á strái, custom made latarbæjar skegg úr svörtu límbandi hér og þar á gólfinu og svo föt út um allt.
ps. strái! segir maður það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2010 | 11:01
what up
Detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði!
Hver fann eiginlega upp á þessu orðatiltæki?
Mér finnst það eiginlega bara vera soldið sjúkt.
Sá hefur örugglega ekki átt marga vini. Það eitt er víst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2010 | 23:15
rétt notkun orða
Ip tölur dagsins komnar upp í 96. Náum við 100 fyrir miðnætti!!!
rass, brjóst, klám, xxx, typpi
there....þetta ætti að duga. Þetta ætti að laða allavega 4 aðila inn í viðbót.
[update, takmarki náð kl 23:50....klámið selur eins og ég vissi]
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2010 | 21:42
akkuru og Ken tímabilið
Sebas er á ,,akkuru" tímabilinu. Sem er vel pirrandi. Hann segir þetta við allt.
Dæmi um samtal:
Seb: ,,viltu súpa vatnið mitt?"
Ég: ,,ok"
Seb: ,,akkuru?"
True story
Þetta getur tekið á þar sem hann náttla samkjaftar ekki og maður er í þessari baráttu daginn út og daginn inn.
Seb: ,,papa! koddu!"
Ég: ,,ok, ég er að koma"
Seb: ,,akkuru?"
Svo er hann líka alveg með á hreinu að maður að nafni Ken eigi nánast allt sem hann sér í fyrsta sinn. Sama hvort það sé bíll, hús eða hvað sem fyrir augu hans ber.
Hann segir nefnilega alltaf ,,Ken á 'etta" sem í raun þýðir ,,hver á þetta" á íslensku.
Ætli það sé nokkuð Ken Adams! (sjá mín 5:10)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2010 | 11:33
par 3
Ég var að átta mig á að á par 3 brautunum var ég á +6! Það er talað um að maður viti nokkurn vegin hvernig maður er að spila útfrá því hvernig par 3 brautirnar spilast.
+6 á par 3, +1 á par 4 en svo -1 á par 5 brautunum.
Friggin par 3 brautirnar.
Ég var bara ekki að hitta þessar god dem stuttu brautir. Svo loks þegar ég hitti þá þrípúttaði ég, reyndar á lélegu gríni sem kom okkur öllum á óvart en það er eitthvað sem er taboo að tala um án þess að fá ,,væl" komment fyrir.
anyways, datt þetta allt í einu í hug.
Erum á leiðinni á Hótel Holt í brunch. c ya
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2010 | 22:12
swiss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2010 | 21:10
Fyrsta mót sumars í 7. sæti af 254
Vaknaði kl 6 eða réttara sagt, SEBAStian vaknaði kl 6 og var ekkert að gúddera snús takkan eins og svo oft. Þannig að ég tók early start á daginn sem var bara fínt. Brunaði af stað út á Hellu kl 7 á mitt fyrsta mót í sumar. Mættur 8 og tók 30 mín upphitun.
Var bara í stuði og átti 2 mtr pútt fyrir fugli á fyrstu sem ég krækti. En til að gera langa sögu stutta þá endaði ég á +6 og er jafn í 7-10 sæti eins og stendur af 254 keppendum. Held að það skýrist endanlega um kl 22 þegar allir eru komnir í hús. Ósennilegt að þetta breytist.
Alfreð er í þriðja á pari vallar. Það eru svo heimamenn í tveim efstu sætunum á 2 og 1 undir pari. Svo er annar heimamaður í fjórða á +3 og svo annar gæji líka á +3 og einn á +5.
Svo ég, annar strákur og Ólafssynir(Haukur og Siggi Rúnar Gkg félagar) á +6
skorið var:
par-skolli-par-skolli-fugl-fugl,par,skolli,par = +1
par,skolli,par,dobbúl,par,par,skolli,par,skolli = +5
Dobbúllinn kom eftir vanmat á vindi á par 3 braut. Varð of stuttur og átti eftir snúið vipp sem ég nelgdi yfir. Púttið til baka var ömurlegt og náði ekki að bjarga næsta pútti.
Þessi sex högg yfir par skrifast bara á almennt 30% lélegri spilamennsku en á æfingahring. Þegar maður kemur í mót þá er spennan meiri og pínu öðruvísi tilfinning í sveiflunni. Þannig var ásinn ekki jafn öruggur, samt aldrei í veseni. En í kjölfarið voru innáhöggin sem ég átti eftir pínu erfiðari. Þess vegna skildi ég eftir aðeins fleiri metra í holuna og þ.a.l. erfiðari pútt. Basic.
Það sýnir sig bara á að ég notaði friggin 36 pútt!!! sem er viðbjóður. Bara tvö einpútt, tvö þrípútt og rest tvípútt.
Ég spilaði með þrem hökkurum sem hétu bibbi, nonni og finnsi. tæplega fimmtugir æskuvinir úr árbænum sem gerðu ekkert annað en að skjóta hvorn á annan allan hringinn. Varð soldið þreytt. Ég kom í hollið þeirra vegna forfalla Gumma Hrafnkels sem er einmitt vinur þeirra. Hann beilaði.
Allavega, sæmilega sáttur bara við fyrsta mótið og vonandi minnkar þetta 30% misræmi á æfingarhringjum og mótahringjum með sumrinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar