Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
21.3.2010 | 15:47
árekstur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2010 | 11:54
Jónsi
Bendi áhugasömum á þessa slóð
http://this.is/drgunni/mp3/Jonsi%20-%20Animal%20arithmatic.mp3
þetta er lag með Jónsa á nýja disknum hans
Hresst lag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2010 | 11:53
sunnudagur
Við Sebas vöknuðum kl 8 og læddumst útí bakarí. Það var lokað!
Hvers konar fokkin bakarí opnar bara klukkan 9? Friggin lélegt bakari skal ég segja þér.
Við fórum því útí kópavog og versluðum þar við ágætis bakarí.
Erum bara að chilla og bíða eftir leiknum kl 13:30
Svo ætlum við að kíkjá hundasýningu.
Allt að gerast
Bless
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2010 | 00:27
Að fyllast innsperíngu
Var að horfa á hina epísku snilld 300. Hún er geðveik. Ein af mínum uppáhalds.
Alveg eins og þegar ég sá Karate Kid í Félagsheimili Blönduósar og þegar ég sá Rocky á sama stað, þá fyllist ég andagiftar.
Ég kom Karate sparkandi út af fyrri myndinni. Ég kom boxandi út af seinni myndinni.
Núna vil ég helst etja Blönduósi gegn Reykjavík í epísku stríði.
THIS.......IS.........BLÖNDUÓS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2010 | 22:24
Lostprophets
Ég fór út að hlaupa áðan í rigningunni og golunni hér í Garðabæ. Ég smellti ipodnum í plastpoka og hélt á honum alla leiðina.
Ég mappaði 4km í google earth og hljóp þá á 24 mín. Djöfull var það erfitt á köflum því sirka 40% af leiðinni var í mótvindi, 25% var í upphalla(allt í lokin) en rest bara fínt. Þetta fína var bara í byrjun.
Ég harkaði þetta í gegn á playlistanum einum. Hann er gulls ígildi. Ég rípítaði ,,last train" nokkrum sinnum á erfiðu köflunum. Þurfti á því að halda.
Ég skellti því lagi í djúkarann hér á hægri hönd sem fyrsta lagi ef fólk vill tékka á hvers konar lag kemur mér í gegnum erfiða hjalla.
Þetta viðlag er svo hetjulegt að ég fist pumpa ósjálfrátt við það og segi ,,yeah" sirka fjórtán sinnum. Upphátt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2010 | 21:24
Dalalíf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2010 | 15:57
Ný könnun
Tók þessa annars óáhugaverðu skoðanakönnun út um tónlistina á brettinu og smellti einni sjóðheitri á könnuna.
Hvaða Þór og Danna mynd finnst þér skemmtilegust?
btw meirihluti svarenda vildi hafa sambland af allskonar tónlist á brettinu. LAME.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2010 | 10:16
Stóra planið
Það verður strákadagur í dag. Mamma ætlar að labba upp Esjuna þannig að ég, Sebas og pabbi ætlum að hanga saman í dag.
Ætlum fyrst í litla íþróttaskólann til að hleypa Sebas soldið. Þar hoppar hann og skoppar í klukkatíma eða svo.
Svo er á dagskránni að fara í Hfj og skoða skipin. Sebas er mjög spenntur yfir því.
Kringlan er svo ómissandi partur af góðum laugardegi.
Hápunktinum verður svo náð er ég og Sebas hjálpum afa við að panta rómantíska ferð til Parísar fyrir hann og ömmuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2010 | 10:12
Nýtt líf
Ég datt inn í myndina ,,Nýtt líf" með Þór og Danna í gærkvöldi. Ég var ekki búinn að sjá hana í yfir 10 ár. Og því búinn að gleyma hve mikil snilld hún er.
Þessi mynd er sannkölluð frasa maskína. Frasi eftir frasa.
,,hvar hafiði verið?" ,,Hér og þar.....a-ð-a-lega þar"
,,SIGGI! SIGGI MAJÓNES"
,,ertu að segja að ég sé ekki RÓLEGUR"
,,áttu eld?" ,,nei, en ég á svona bursta"
,,alvöru karlmenn drekka bara ROMMMM og..... .VISSSSKÍ"
og margir aðrir sem ég man ekki í fljótu bragði.
Eggert og Karl fara gjörsamlega á kostum án þess að vita af því. Það eina neikvæða við þessa mynd er hve snubbóttan endi hún hefur. Allt í einu endar hún bara án þess að spurja kóng né prest.
En auðvitað er þetta hámark aulahúmorsins. Þeir sem ekki fíla það bíta bara í skjaldarendur og geta dáðst að myndatökunni eða lýsingunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar