Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Þessir hlaupa til að gleyma

Dramað byrjar fyrir alvöru á 1:05. Ég verð þó að segja að það vantar nú eiginlega allt malt í þessa tvo á mín 2:28.


löggulíf

Það ber að fagna því að Löggulíf er komið með eitt atkvæði. Hef einn grunaðan en atkvæði er atkvæði.

Ég var nývaknaður þegar ég sá þessa mynd. Samt hló ég svo mikið að ég táraðist

funny pictures of cats with captions

Þetta er fyndnara ef þú fattar paródíuna. Til að kunna meta þessa mynd til fullnustu, smellið á slóðina að neðan.

http://en.wikipedia.org/wiki/So_Long,_and_Thanks_for_All_the_Fish 


að vera raunsær eður ei

Við vorum að vinna í pre-shot rútínunni á æfingu í gær ásamt því að fara soldið í burtu frá tæknihugsunum í sveiflu í átt að spilasveiflu.

Derrick lét okkur gera nokkrar hugaræfingar og slíkt og svo enduðum við á því að spila síðustu þrjár holurnar á vellinum útí eyjum þar sem fyrsta stigamótið verður næsta sumar.

Við vorum sem sagt að ímynda okkur öll höggin og reyna að vera actually á staðnum í huganum.

Þetta gekk bara vel. Maður tók upphafshögg og svo járnahögg í netið. Fór svo og vippaði og púttaði til að klára holuna.

Eftir að hafa klárað holurnar mínar þá tékkaði ég á því hvernig strákunum hafði gengið.

Þeir allir frekar kokhraustir og voru 2-3 undir pari, sem mér fannst merkilega gott miðað við þennan mótvind sem geisaði á vellinum.

Ég sjálfur fékk par á 16 og 18 en fór beint í sjóinn á sautjándu og endaði á tripple bógí þar.


Betra að vera öruggur

Ég vaknaði kl 5:20 og staulaðist frammúr. Settist fyrir framan tölvuna og skannaði tíðindi dagsins á veraldarvefnum. Ég er með upphafssíðuna igoogle.com og þar fæ ég alltaf Useless knowledge of the day.

Það sem starði á mig kl 5:25 var neðangreint:

"A heart attack most often occurs in the morning, when mental and physical stress are at their peak."

Ég var búinn að lofa að mæta á morgunæfingu kl 6 til að spila fótbolta við strákana í afrekshópnum.

En þar sem ég fann hjartað slá hraðar við þessi useless tíðindi dagsins þá skreið ég bara aftur undir sængina og svaf til 11.

Betra að taka enga áhættu með svona mál.


attenborg

Sá þátt á rúv í gær sem heitir life og er gerður af BBC. Þetta er um hvernig dýrin komast af og slíkt. Náttúrulífsþáttur uppá sitt besta. David Attenborough lýsir og þetta er hin mesta skemmtun.

Í raun helber snilld að fylgjast með hvernig mismunandi dýr veiða sér til matar og hvernig þau ala upp afkvæmin sín. Um þetta snýst lífið víst að sögn.

Hljómar kannski lame en treystu því, þessir þættir eru flottir.

Myndatakan er út úr þessum heimi. Strax á eftir þættinum var sýndur 10 mín þáttur um hvernig þau fóru að því að taka þetta upp. Exreme aðstæður og þriggja ára ferli.

Ég mun ekki missa af þessum þætti næsta mánudag. Og jafnvel poppa.


6k

Hljóp 6km í gær á normal hraða. Tók mig 40mín. Djöfull var sennheiserinn að gera gott mót. Ég átti erfitt með að halda aftur af mér á brettinu. Mig langaði helst til að öskra með tónlistinni. Ég ad lippa og lúftgítarast/trommast bara í staðin.

zip THIS

djös crap er þetta zip drasl. Ég ætlaði að smækka fullt af fælum með 7zip forritinu og ló and behold....47mb urðu að 46mb. Jeiiiiiii.

Þetta er allt annað mar....sparaði heilt megabæt.

Ég rannsakaði þetta og kemur á daginn að þegar maður zippar tónlist eða vídeó er lítið hægt að smækka það. Það er annað með word skjöl og slíkt, það minnkar mun meira.

tónlist t.d. er núþegar svo rosalega smækkuð með þessu mp3 formati þannig að....CRAP.


Sennheiser

Ég keypti mér Sennheiser HD 202 heyrnatól, eða TcZennhæzA eins og ég kalla þau.

Ég lýg engu um að þetta er það besta síðan skorið brauð. Ég hef náttla ekki keypt mér alvöru heyrnatól síðan ég var unglingur þannig að þetta er rosalegt transition fyrir mig.

Að fara úr þessum ódýru litlu lame títiprjóns tólum sem ég átti í TcZennHæzA þrumubassa tólin er engu líkt.

Ég fór í Pfaff í morgun og fjárfesti í þessu. Ég sagði við gæjann að mig vantaði heyrnatól. hann fór þá beint í tólin niðri lengst til hægri eins og af gömlum vana. Ég var fljótur að stoppa hann af því þau voru á yfir 60 þúsund kjéll. Sölumennirnir kunna þetta. Þeim er klárlega sagt að fara beint í þessi dýru tól.

Ég sagði honum að ég væri með kröfur. Milli 5 og 10 þús, mun hlaupa með þau, bassinn þarf að skila sér og svo þurfa þau líka að vera sexí.

Gæjinn rétti mér þá þessi Sennheiser HD 202 og plöggaði í fyrir mig. Ég heyrði lag svo tært að ég meig nánast í mig. Ég keypti þau á núll punktur einni.

Svo þegar heim var komið þá prófaði ég þau á Ipoddnum mínum og bara hljóðið þegar maður skrollar á milli laga var fáránlega tært.

Mig actually hlakkar til að fara að hlaupa á eftir.

Allavega.....Sennheiser er málið.

http://pfaff.is/heyrnartol/lokud/?ew_2_cat_id=42600&ew_2_p_id=8832


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband