Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Mál málanna

Ég hef verið að pæla í ákveðnu máli undanfarna daga.

Hef velt því fyrir mér tvist og bast og fæ í raun ekki frið fyrir því.

Ég er mjög dapur yfir þessu máli.

Málið er þetta:

Mér finnst svo óréttlátt að það verði enginn Jay Leno jr næstu 80 árin í heiminum. Mér finnst það svo mikil synd. Mér finnst það sorglegt.

Jay Leno og konan hans Mavis geta ekki eignast börn nefnilega og þar af leiðandi verður enginn eftirprentun af honum Jay til að vera skemmtilegur og segja brandara næstu 80 árin eða svo.

Mér finnst nefnilega Jay svo góður maður. Ekki bara fyndin heldur geislar af honum ára af góðleika og hjartahlýju.

Og það er ekki bara að ég skynji þetta í gegnum sjónvarpið heldur hef ég actually verið í salnum í einum þættinum hjá honum.

Að hann geti ekki fjölgað sér hryggir mig.


kosning

Það er gaman að sjá að fólk fílar allar Þór og Danna myndirnar jafnt. Þær fengu allar 5 atkvæði.

Núna er spurt að hinni aldagömlu klisjuspurningu, hvort segiru pulsa eða pylsa?

Ég persónulega segi pulsa því mér finnst það vera nær fólkinu. Meira svona verkalýðs thing.

Pylsa finnst mér alltaf vera svo yuppí eitthvað. Soldið snobb thing. Kannski að því að það er soldið kvennlegt orð, sbr orðið pils. Sem er reyndar hvorugkyn....hmmmm.


Fokkdýrt

Mig vantar að kaupa þrjá wedga. Titleist Vokey spin milled 52°, 56° og 60°. Ekki enn viss með hvaða bounce ég þarf og óska eftir ráðleggingu með það. Ég held að brautirnar hér á landi séu frekar blautar en harðar. Þó ekki alveg að átta mig á því. Ef svo er þá væri betra að vera með meira bounce en ekki.

Hver kylfa kostar um 23.500 út í búð.

Hef ekki efni á þessu sem stendur.

Vill einhver sponsa mig eða gefa mér fyrirfram brúðkaups/fimmtugs eða sextugsgjöf?


Progress

Fór út kl 21:42 í gærkveldi og hljóp öfugan hring í myrkrinu í Garðabæ. 4k in da house. Að fara þennan hring svona öfugt er ekki málið. Of mikið upp í móti. Ég er að mjaka mér hægt og bítandi hærra yfir sjávarmál nákvæmlega 35% leiðarinnar. 23% voru í niðurhalla og rest jafnslétta ((c) Google earth). Það sem verra er að þessi 35% eru akkurat loka partur leiðarinnar. Sem btfw var einnig í mótvindi.

Þetta var ógéðslega erfitt. Ég var í 23 mín með þetta versus 24 síðast. Henti mér svo niður og tók 105 kviðæfingar og nokkrar armbeygjur.

Er nokkuð ánægður með mig á þessari stundu. Hef ekki misst út dag og meira segja tekið auka æfingu á laugardegi. Ætlaði sem sagt bara að hlaupa 5 daga vikunar og frí um helgar.

Hef hlaupið núna samtals 50km og mun enda með 55km eftir æfinguna á eftir á samtals tveim vinnuvikum.

Rúmlega 1000 kviðæfingar, 500 bakæfingar og slatti af brjóst og handaæfingum.

Ætla að vona að þetta skili sér í betra formi á endanum. Það væri yndislegt að geta komið í veg fyrir að Stigameistarinn hringi mig alltaf í coopers testinu. Það yrði bónus.


Guðbjartur

Sebas eignaðist vin hér í götunni. Hann heitir Styrmir og elti okkur inn án þess að segja orð. Hann er þessi þögla týpa en þeir skemmtu sér konunglega.

Rauði þráðurinn í þeirra samtali var prump.

Það var skemmtun að fylgjast með þeim.


Rage Mix

Vek athygli á Rage Mixinu sem ég setti í djúkarann hér á hægri hönd. Mæli sérstaklega með mín 3:15 og onwards.

BULLET IN DA HEAD!


Harður heimur fyrir lítinn pung

Fór með Sebas í klippingu í morgun. Það gékk mjög vel.

Það sem gékk síður vel var að láta hann skilja að við þyrftum að geyma sleikjóinn sem hann fékk í verðlaun þangað til eftir leikskóla.

Hann var sárasti litli maður í heimi. Augun fylltust af tárum og það blikaði í þeim sorg sem aðeins lítill duglegur drengur getur upplifað eftir að hafa orðið viðskila við verðlaunin sín fyrir að hafa verið duglegur.

Ég skil hann mjög vel. Þetta var ekki réttlátt. En hvað getur maður gert. Þetta er harður heimur. Ég sit núna og japla á sleikjónum hans. Djók.

Mér leið nú bara ílla fyrir að hafa skrifað þetta. Ég endurtek...djók.

Ekki gat ég látið hann fara í leikskólann með sleikjó.

Ég sat í góðar 10 mínútur út í bíl fyrir framan leikskólann og útskýrði þetta fyrir honum þar sem hann hágrét. Ekki frekjulega, heldur innilega.

Ég náði honum á mitt band þegar ég greindi frá því að það gengi ekki að fara inn til allra krakkana með sleikjóinn því þá myndu þau öll vilja fá að smakka.

Með ekka samþykkti hann að það yrði nú ekki sniðugt. Á endanum sættumst við á að geyma hann í bílnum með það skilyrði að ég kæmi hlaupandi og næði í hann á eftir með sleikjóinn í hendi.


Playlisti götunar

Á Ól í Barcelona 92. Derek Redmond var talinn sigurstranlegur. Hann reif hins vegar eitthvað í löppinni snemma í hlaupinu. Hlaupið ónýtt og allur þessi áralangi undirbúningur til einskis.

Eða hvað.

Þegar spænska vinnufólkið á vellinum ætlaði að leiða hann í burtu þá beit hann skyndilega í sig að þurfa að klára hlaupið hvað sem það kostaði.

Það tókst. Með hjálp frá eldri manni sem ruddist allt í einu úr stúkunni, framhjá öryggisvörðunum og inn á brautina til að hjálpa honum.

Þetta var pabbi hans.

Í fyrsta lagi, svona gerast meiðslin. Ég legg til að allir kynni sér myndbandið sem ég póstaði hér að neðan um hvernig maður eigi að hlaupa rétt.

Í öðru lagi, hver þarf brjálaðan playlista þegar maður hefur svona móment til að peppa sig upp á brettinu.

ps. brilliant vídeó fyrir utan síðustu sekúndurnar þar sem þetta dettur í eitthvað crappí guðatal. 


lærðu að hlaupa!

Þetta er allt spurning um að lenda frekar nálægt táberginu en ekki hælnum og svo "the heel to butt ratio".


Playlistinn minn á brettinu

Chop Suey - System of a down
First it giveth - Queens of the stone age
Freestyler - Bomfunk MC´s
Plug in baby - Muse
Stockholm Syndrome - Muse
Toxicity - System of a down
Arc Arsenal - At the drive-in
Pattern against user - At the drive-in
Cosmonaut - At the drive-in
Sugar, we´re goin down - Fallout boy
Last train - Lostprophets
Shinoby vs the dragon - Lostprophets

Chemical brothers mix
Foo fighters mix
Rage against the machine mix
Pixies mix
Muse mix
System of a down mix
Nirvana mix
Korn Mix

Ég straujaði Ipoddinn minn og setti allt stuff aftur inn á hann. Start fresh. Því hann var alltaf að slökkva á sér og vesen.

Gerði þennan nýja playlista fyrir brettið. Þetta eru nokkur mismunandi lög sem ég, að sjálfsögðu, er búinn að klippa og snyrta niður að hætti Sir Mixalot. Svo eru þarna nokkur mix þar sem ég tek mestu hetjupartana og keyrslupartana úr öllu catalogginu hjá viðkomandi hljómsveit. Mæli sérstaklega með Rage mixinu. Mun setja það í djúkarann hér til hægri á morgun fyrir áhugasama.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband