Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
29.3.2010 | 18:12
....að fara reiður í ræktina
Fór brjálaður í ræktina í dag. Var ekki góðu skapi sökum undangenginna atburða. Ég hljóp 10km á nkl 70 mínútum. Tók 50% fleiri kviðæfingar en venjulega, gerði 20% fleiri bakæfingar og gerði 50 arbeygjur í tveim reppum í stað fimm reppa.
Ég var brjálaður
Ekki slæmt að hlaupa 100% lengra en mitt lengsta hlaup hingað til!
og það sem er flott við þetta er að ég get núna hlaupið endalaust. Hefði getað verið þarna í allt kvöld.
Ef maður er svona mótiveraður þá stoppar mann ekkert.
Reiðin er enn ekki runnin af mér og ég á leiðinni á golfæfingu. Það er hins vegar EKKI góð blanda. Kannski að ég ætti bara að hlaupa á æfingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2010 | 12:37
Statistinn ég
Ég kom fram í Réttur 2 á stöð 2 í gærkvöldi. Ég lék réttarritara. Frekar töff.
Ekkert smá stoltur.
Mér líður að sjálfsögðu eins og stórstjörnu og vil bara fá slíka meðferð hér eftir hvert sem ég fer. Ætla að skila inn lista til allra golfklúbba sem halda mót áður en ég mæti á staðin. Á listanum munu standa mínar kröfur um hvað ég vil að verði á staðnum þegar ég loks mæti, korteri of seint á teig.
1. Þrjár berbrjósta stelpur sem kaddí
2. Hundrað random áhorfendur sem klappa eftir hvert eitt og einasta högg sem ég tek.
3. Fjórtán svarta svani sem eiga að elta aðra kylfinga allan hringinn
Það var gaman að leika þetta statista hlutverk. Ég var þarna í 11 klst og mun koma fram í þrem þáttum á endanum. Þessum og svo tveim öðrum, einu sinni sem réttarritari og svo sem áhorfandi. Hvort þetta verði í 4,5 eða 6 þætti veit ég ekki.
Ég treysti því að fólk fylgist spennt með á sunnudagskvöldum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2010 | 16:04
Rækitin
Ég fór í ræktina á föstudaginn. Það var erfitt að halda haus með helgina og allt fjörið bíðandi eftir mér. Einbeiting var eitthvað sem mig skorti og það var því erfitt að halda sér á brettinu. Ég hljóp bara 4km en tók þá því mun meira á því með lóðunum. Pumpaði í byssurnar hægri og vinstri.
Mér fannst fyndið að ég var svo að struggla á brettinu að það varð mér umhugsunarefni. Í fyrsta lagi var það að ég gat ekki beðið eftir að byrja allt helgarfjörið. En svo var það líka að stelpan við hliðina á mér var með tyggjó og lyktin af því var svo góð að mig langaði að dána einhverju ógéðslega góðu instantlí. Mig langaði að slaka einhverju fáránlega djúsí í andlitið á mér. Fá mér t.d. súkkulaði köku með skittles ofan á eða eitthvað álíka.ummm lyktin var svo góð.
Þessi tyggjólykt gerði það sem sagt að verkum að mig langaði ekkert að vera að hlaupa lengur. En ég strugglaðist 4k og fannst ég hetja.
ps. hver er með tyggjó uppí sér á hlaupabretti!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2010 | 12:45
Repost
Verð að henda þessu aftur inn. Orðið lengra en síðast. Maður skilur náttla bara sirka helming af þessu útaf þessari sora ensku en samt frekar fyndið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2010 | 12:28
Tónleikarnir
Fórum á Dikta í gærkveldi. Það var brjáluð stemming. Get nú samt ekki sagt að tónleikarnir í heild sinni hafi verið súper.
Pétur Ben tók einhver 5 lög einn á sviðinu. Þetta var ekki kannski rétti vettvangurinn fyrir hann fannst mér. Í fyrsta lagi þá fíla ég ekki tónlistina hans og í öðru lagi þá bara passaði engan vegin að hafa hann á stútfullum Nasa með gröðum unglingum sem vildu rokk. Hann er samt eitur svalur karakter. David Bowie meets Mick Jagger. Í útliti það er.
Mammút er svona band sem lofar góðu. Þau eru ung og soldið lúsí gúsí á þessum fyrsta disk sínum. En viti menn, þau kunna ekki að spila á tónleikum. Þetta var ömurlegt. Ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum að ég prumpaði nánast í mig.
Trommarinn er fáránlega brothættur. Bara hreint út sagt ekki góður. Bassaleikarinn hrikalega timid. Passív og hrædd jafnvel. Gítarleikararnir bara svona lala, enginn neisti þar heldur en söngkonan ömurlega léleg. Hún er klárlega ekki góð söngkona greyið (en samt með stór brjóst).
Hún notast við þekkta hækju sem er þannig að þegar maður er ekki góður söngvari þá hreyfir maður sig til að hitta á tónana. Hún var þannig alltaf að baða höndunum út og einhvern vegin að berjast með þeim. Hún heldur að þetta sé orðinn sinn stíll eflaust og heldur að hún sé svöl, litla skinnið. Fyrir vikið er þetta bara eftirlíking af Björk, og það lélegt eintak. Svo er hún með svona öskurapa stæla í þokkabót. Ekki gott.
Eins og ég var spenntur fyrir að sjá mammút. Þau hafa sem sagt ekkert þroskast, né orðið betri í hljóðfæraleik síðan diskurinn kom út. Ó jæja.
Svo kom dikta og fokkin sprengdi þakið af húsinu. Þeir eru ógéðslega þéttir og flottir. Enginn betri en þeir á landinu í dag. Punktur. Þeir eru líka fyndnir og góðir skemmtikraftar.
Það eina neikvæða við þeirra framkomu var playlistinn. Þeir byrjuðu af fáránlegum krafti með Let's go og svo nokkrum þéttum lögum. Svo eftir um 3-4 lög komu 5 lög í röð sem voru róleg og/eða svona eldri síðri lög. Þetta datt alveg niður. Ekki góð tónleikalög. En svo komu um 7 í röð sem voru géðveik.
Ég stóð þarna og var hrærður þegar þeir tóku Thank you. Það lag er soldið Sebastian fyrir mér og ég tengi það við skilnaðinn þannig að ég átti erfitt með mig. Setti það jafnan á í bílnum þegar ég þurfti að skila stráknum af mér, sem er það erfiðasta sem ég hef þurft að ganga í gegnum.
En það reddaðist.
Pétur Ben 3/10
Mammút 4/10
Dikta 8/10
Stemmingin 10/10
Samtals rúmlega 6 af 10 í einkun. Samt, vægi Diktu hífir þetta upp í 8 því þetta var mjög skemmtilegt. Líka gaman að sjá fullu krakkana láta eins og smábörn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 22:16
Dik-i-ta
Er á leiðinni á Dikta tónleikana. Fyrst spilar Pétur Ben sem ég er ekkert spenntur fyrir. Svo mammút sem er kúl, ung en ágæt. Svo loks Dikta.
Sjáumst þar
btw fékk mér í tánna í gærkveldi í fyrsta sinn síðan í nam.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 20:17
óhultur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 13:55
Golfhringur nr 1
Fór níu vetrargríns holur í mýrinni í gær. Það var brilliant. Mér leið eins og belju á vorin. Ásinn var smá feiminn fyrstu tvö höggin en svo small allt og ég er geðgt sáttur við spilamennskuna á þessum fyrsta hring í fyrsta sinn með þessi nýju járn og nýja ás!
Djöfull er ég spenntur fyrir þessu sumri.
Um leið og ég áttaði mig á að ég var með feimnu sveiflunni sem þorir ekki alveg að klára mjaðmahreyfinguna þá lagaði ég það og ásinn kikkaði inn.
Það er svo gaman að spila vetrargrínin því maður drævar alltaf bara inn á grín. En ég lengdi nú í brautunum þar sem ég gat. Fór aftar. Svo púttaði maður náttla ekkert, vippaði bara. Einu sinni oní fyrir fugli. Sem var svít.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 13:48
Er þetta ekki bara málið í staðin fyrir hinn hlaupastílinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2010 | 16:00
Mittens ekki sá tæknivæddasti í heimi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar