Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Fermingagjafir

nú eru fermingar á næsta leyti og ungir krakkar farnir að iða í skinninu útaf væntanlegum gjöfum og almennum hagnaði sem hlýst af fermingarveislum.

Hvað ætli krakkar fái núna í gjafir? Það er svo langt síðan maður fermdist að ég hef ekki guðmund um hve miklu fólk eyðir í þetta.

Ég man að ég fékk á sínum tíma fullt af allskonar crappí gjöfum og svo nokkrar góðar.

Ég fékk græjur frá mömmu og pabba. Sér keyptar í einni bæjarferðinni í höfuðborgina. Goldstar græjur með tvöföldu kasettutæki sem svo var notað óspart við að taka upp mix snældur. Það bræddi úr sér á endanum. Geisladiskaspilarinn virkar ennþá.

Þetta var á þeim tíma sem menn voru rétt hættir að vilja plötuspilara og því ekkert um það crap. Kata systir sem er tveim árum eldri var einmitt með plötuspilara.

Mig var búið að langa í þessar græjur í langan tíma og var löngu búinn að kaupa fullt af geisladiskum til að vera nú tilbúinn. Sá fyrsti.....Master of Puppets með Likkunni. Svo átti maður náttla fullt af snældum og spilaði það bara á ghettoblaster á meðan fermingaraldurinn lét bíða eftir sér.

Svo fékk ég rakvél, sem btw er nánast enn óþörf sökum taðskeggs gena minna.

Svefnpoki, sem ég síðar brenndi inní tjaldi eina verslunarmannahelgina í miðgarði. Við nenntum ekki að pakka tjaldinu saman og brenndum bara allt draslið. Mökk ölvaðir, og keyrðum svo til Akureyrar og sáum strax eftir að hafa gert það þegar rökkva tók þá nóttina.

Svo fékk ég orðabók sem ég notaði aldrei. Fyrir utan að flétta upp orðinu ,,friggin useless".

En ástæða þessara færslu og punkturinn í öllu þessu er næsta gjöf sem ég minnist á. Það tíðkaðist á þessum tíma að gefa fermingarbörnum PENNA!. Ég fékk ekki bara einn, heldur fjóra!

Þið getið ímyndað ykkur ánægjuna hjá litla fermingardrengnum, sem btw fermdist í leðurjakka með kögri, þegar hann reif upp hverja gjöfina á fætur annari og niðurstaðan alltaf sú sama.

FRIGGIN PENNI!!!!!


Þetta hlýtur að vera heimskasta kona ever

Þessi kona reynir að stela kúlunni hans Schwartzel á sautjándu brautinni. Hann var í öðru sæti að berjast við Ernie Els um titilinn þegar þetta gerðist. Ekki eins og þúsund skrilljónir myndavéla sé á þér gæskan!

Fôlk er misviturt

 

 


ný könnun

Það er komin ný könnun í loftið. Spurt er um hvernig tónlist þú hlustar á við hlaup. Hvort sem það er á brettinu eða þá í útihlaupi.

Samkvæmt fyrri könnun þá er nokkuð ljóst að fólk er ekki hrætt við að prumpa á hlaupabrettunum. Fínt að vita það. Að prumpa fékk yfirgnæfandi kosningu. Okey þá.

note to self: þróa tækni sem gerir mér kleift að halda niðrí mér andanum á meðan ég hleyp.


atvinnuviðtal dauðans

Fór í atvinnuviðtal í morgun.

Highlights:
Sagðist hafa fengið 10 í ensku í íllræmdu(samræmdu prófin)
heimtaði nýjan síma
sagðist vera vinnustaðagrínari(taldi það upp sem galla).

Hverjar eru líkurnar á að fá þetta starf?

Að öllu gamni slepptu þá gekk það bara vel. Spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu. Fyrsta starfið sem ég virkilega vil vinna við síðan ég kom aftur til landsins.

ps. ég sagði samt allt ofangreint í viðtalinu á einhverjum tímapunkti.


Ég hlustaði á þetta viðtal

Ég hef hlustað á þetta viðtal á www.marca.com og þetta er satt. Hann segir þetta í alvörunni! Mér finnst þetta ótrúlegt. Annað hvort er hann heimskur eða ástandið virkilega svo slæmt að honum sé alveg slétt sama.

Allavega, linkurinn er hér að neðan

http://www.marca.com/2010/03/17/futbol/futbol_internacional/premier_league/1268845564.html

Fróðlegt verður að sjá hvernig viðbrögð Benitez verða.


mbl.is Benítez fær á baukinn frá Riera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróun playlistans

Maður er að þróa þessa hlaupabrettis playlista áfram. Í dag prófaði ég nokkrar hljómsveitir. Ég verð að segja að Lost prophets eru að gera gott mót.

Sérstaklega ,,Last train" og svo líka ,,shinobi vs the dragon".

At the drive-in er líka úber. Lögin Arc Arsenal og cosmonaut eru 100% nkl eins og ég vil hafa hlaupabrettislög.

Ég vil annað hvort mikla keyrslu og/eða hetjulög. Viðlagið í last train er algjört hetjumóment. Svo og My hero með Foo Fighters.

Ég var líka með Dance,dance með Fallout boy. Það er fínt.

Take me out með Franz Ferdinand var ekki að virka. Ekki heldur ,,Oh my god" með Idu.

ps. Ekki klikka svo á að prófa ,,Wait and bleed" með slipknot. Það er þriller.


Bumbubani

Ég skildi ekkert í því að á hlaupabrettinu þá var volume-ið á sjónvarpinu alltaf komið í max 100. Hæsta styrk. Frekar pirrandi og ég skildi ekkert í því hver væri svona heimskur eða heyrnalaus.

Ég sjálfur var náttla með tónlist í eyrunum þannig að þetta skipti mig svo sem ekkert miklu máli. Bara svona að pæla.

Svo tók ég eftir því í dag að þetta var í raun mín sök.
.
.
.
.
.
wait for it
.
.
.
.
.
Þú veist að þú ert orðinn of feitur þegar þú ert farinn að ýta á volume takkan á brettinu MEÐ FRIGGIN BUMBUNNI!

Þá hef ég sem sagt án þess að taka eftir því, rekist óvart í takkan með bumbunni.

Ég skammaðist mín og byrjaði að hlaupa umsvifalaust mun hraðar.


Fantasí

Það er hörð barátta í fantasí deildinni minni. Þar berjast 20 menn um að standa uppi sem sigurvegari í lok leiktíðar enska boltans. Ég hef verið að skiptast á fyrsta sætinu við Póska og Bigga núna undanfarið.

Þetta hefur allt verið í járnum.

Í síðustu umferð átti Aston Villa tvöfalda umferð þannig að allir þrír hugsuðum við þetta taktískt og seldum Fabregas og keyptum inn einn gæja frá AV og settum hann sem fyrirliða.

Þeir keyptu Milner en ég A. Young. Mothafusking Milner skoraði svo og fékk bónus. A. Young gerði ekki rjésgjét.

Slæm ákvörðun sem kostaði mig fyrsta sætið. En þetta er ekki búið. Það eru nokkrar umferðir eftir.

Ég er með ás uppí hendinni fyrir næstu umferð. Sjúgum til hvað gerist.


Sterk fylgni

Þá veit ég það. Það er jákvæð fylgni milli þess hve góður þú ert í golfi og svo skotbolta. Því lægra skori sem þú nærð í golfi því meiri líkur eru á því að duga sem lengst í skotbolta.

Simmi vann fyrsta skotboltann á æfingu áðan. Svo tók Alfreð, stigameistarinn, næsta session.

Við fórum sem sagt í skotbolta í staðin fyrir að hlaupa þar sem það var leikur á vellinum og allskonar hindranir á hlaupabrautinni.

Tökum cooperinn bara í næstu viku.

En ég bætti mig í armbeygjum og planka. Tók 51 og bætti mig um eina. Bætti mig svo um 5 sek í plankanum.

Ég fæ því auka viku til að hlaupa af mér spikið fyrir cooperinn. Þarf á því að halda.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband