Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Svaðilfarir Sigga og Sebbsters

Ég og Sebas fórum í sunnudagsrúnt slash leiðangur. Rúntuðum út á flugvöll og skoðuðum flugvélarnar. Ég fór með hann í Skerjafjörðinn og sáum við vélarnar þaðan. Ég ætlaði að vera extra góður og fór hinu megin líka. Nauthólsvíkurmegin.

Þegar þangað var komið, benti ég honum á vélarnar.

,,Pabbi, þú ert bara alltaf að sýna, og sýna, og sýna"
,,já, vildiru ekki skoða flugvélarnar?" spurði ég hlessa
,,jú pabbi, en það er búið núna"

OKAY sheez! maður bara að reyna að vera góður hérna.

Fórum þvínæst út í Hafnarfjörð og skoðuðum höfnina. Þar fræddist hann um fiskana, hvernig þeir eru í sjónum, eru veiddir, hreinsaðir og fluttir í búðina þar sem við svo kaupum þá og étum. Sagði ég honum.

,,En pabbi, ég vil bara borða hrygg" (við vorum með hrygg í matinn í gær)

Fórum svo í Toys R Us þar sem við keyptum Drekaleiftur. Sem er, fyrir þá sem ekki eiga börn, Lightning McQueen bíllinn en með þrumum í hliðunum.

Að lokum fórum við á KFC í Mosó þar sem yfirlýsingar um að hann væri hættur að vera hræddur við rennibrautina reyndust ekki á rökum reistar. Ég fór meira að segja með honum í brautina, en einn niður, vildi hann ekki.

Ég beið eftir honum niðri og kallaði á hann.
,,Nei, pabbi" sagði hann sallarólegur ,,það er hákarl þarna niðri og ég ætla bara að leika með drekaleiftur hérna uppi"

,,ok kallinn minn"


Brandara Ari strikes again

Ég og Sebas fórum í Smáralind og sáum óvart jólasýningu. Heyrðum góðan brandara.

Einu sinni var Nonni að baka piparkökur og hann týndi úrinu sínu. Hann leitaði í piparkökudeginu, ekkert þar. Þá leitaði hann í brauðdeginu, ekki þar. Það skipti engu máli því hann fann úrið svo í hádeginu.

bada dobbúl bing!


Málvísinda genius

Sebas talar 4 tungumál. Hann talar náttla spænsku og íslensku sem innfæddur og apar enskuna upp úr teiknimyndum og kann afmælissönginn. Hann sagði svo allt í einu jeg spiser frikedeller á dönsku við matarborðið áðan!

Spænska,íslenska,enska og danska. Ekki slæmt fyrir þriggja ára gutta.


Besta síða ever?

Þessi síða kemur sterklega til greina sem besta síða internetsins.

http://kimjongillookingatthings.tumblr.com/


Thom York Íslands

Hrafn í Ensími er svo mikið Thom York Íslands. Sá þá á ÍNN í þættinum Rokk og tja tja tja.

Þessi þáttur er btw eitthvað svo vandræðalegur. Fólk er svo mikið að reyna vera eitthvað sem það heldur að eigi að vera í svona þætti.

Af hverju er það ekki bara venjulegt.


Besta sena ever?


Nýtt lag frá SIR

Nýtt lag frá hljómsveitinni SIR

Setti það efst í djúkarann hérna til hægri. Það heitir Liðast.

Sá mig knúinn til að henda einu af nýju lögunum hérna inn.

Enn og aftur vantar söng, en það gerir svo sem ekkert til, þetta er hvort eð er soldið út í kvikmyndatónlistarrokk.....hmmm....er ég búinn að skapa nýtt genre?

Þetta lag verður á næstu skífu SIR sem kemur út í lok des eða jan undir merkjum Gogoyoko. Hún mun heita Monolog og innihalda aðeins þróaðri lög heldur en á Analog(enda nýbúinn að mastera midi hljóðfærinn í cubase :)

Ég lýsi eftir söngvara. Verður að vera með pung.


Agent not so Fresco

Fíla ekki nýju Agent Fresco skífuna. Ágæt á köflum og hef í raun bara yfir tveim hlutum að kvarta. Söngurinn er pirrandi og þeir eru alltaf að reyna að vera svo off beat, sem er pirrandi.

Málið er bara að þetta tvennt tröllríður skífunni og er allt í öllu. Fyrir vikið finnst mér hún ekki skemmtileg. Beta er sammála. Við fílum bæði rokk en það er þessi rödd sem nánast drepur okkur. Alltof pretencious og whiney.

Held ég fíli titillagið best, enda alltaf verið hrifinn af notkun radda, hvort þá sem bara í röddun eða bara eins og þarna, sem nokkurskonar kór.


SIR selur lag á gogoyoko

Það var einhver svo sniðugur að gefa mér afmælisgjöf í gær með því að kaupa lag á www.gogoyoko.com/artist/SIR

Einhver keypti ,,Blús fyrir Betu". Þetta er harður blús í blúsriffum þó stundum sé þó erfitt að greina blúsinn þarna, eins og tengdó kvartar sáran yfir.

Þetta eru ekki dýrar afmælisgjafir en flest lögin kosta 0.7 evrur þó eitt kosti 0.2 og tvö 0.9

Ég hef þó eina stelpu grunaða um verknaðinn. Beta var óvenju lymskuleg á tímabili í gær ;þ

PS svo fer að líða að því að ég hendi inn full tilbúnum lögum með söng þarna inn. Þarf bara fyrst að finna söngvara!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband