Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
8.12.2010 | 21:05
Klókur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2010 | 18:32
Skaftið
Sebas er dottinn í efnishyggjuna. Ég keypti handa honum Drekaleiftur í Toys R Us um daginn og núna stoppar hann ekki og vill að ég kaupi endalaust allskonar stöff handa honum.
Hann er farinn að færa sig upp á skaftið.
Ekki nóg með efnishyggjuna heldur þá reynir hann að ráða í hvaða röð jólasveinarnir koma til byggða.
Hann reynir ávallt að lobbía fyrir því að Gluggagæjir komi sem fyrst.
Hann verður rebel eins og pabbi sinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2010 | 12:03
mynd af klippingu
Fyrir þá sem voru að velta fyrir sér hvernig klippingin lítur út.
Sirka eins og John Goodman í The Big Lebowski. Nema bara ófríðari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2010 | 15:19
Klipping
Fór í klippingu í dag. Ákvað að gefa Grjóna á Rauðhettu smá frí eftir nánast 10 ár. Fór í Sjoppuna í Bankastrætinu. Hún var fín. Soldið hip og kúl fílingur.
Borgaði 4500 fyrir klippinguna.
Lít út eins og herrmaður meets pönkari meets nývaknaður málhaltur Færeyingur.
Semí sáttur bara. Nokkurn vegin lúkkið sem ég var að leitast eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2010 | 08:04
Framtíðin í tónlist
http://www2.gibson.com/Products/Electric-Guitars/Firebird/Gibson-USA/Firebird-X.aspx
Framtíðin er mætt.
Gibson Firebird X.
Þarna er verið að færa hardware yfir í software. Allavega skref í áttina. Það er verið að láta effecta og auka stöff sem gítarleikarar þurfa að hræra í á sviðina inn í gítarinn.
Framtíðin kostar reyndar 5500 usd en eins og með allt nýtt(ekki samt þeir fyrstu með þessa hugmynd í framkvæmd) þá er þetta bara fyrsta skrefið.
Svo eftir x ár þá koma aðrir gítarar, ódýrari, betri og þróaðri.
Hef alltaf verið að pæla í því af hverju fólk væri ennþá að vesenast með allt þetta hardware þegar það getur verið með software. Eins og ég hér heima. Bara einn með gítar og tölvu með öllum hugsanlegum effectum og hljóðum sem hugurinn girnist í staðin fyrir að kaupa einn effecta pedal á kannski 10þ með einum effecta.
Af hverju ekki bara hafa eitt forrit með milljón hljóðum!
Ég ræddi þetta við annan eiganda Stúdíó Sýrland og hann endurspeglaði það sem ég vissi. Þessir kallar vilja snobba fyrir gamla tímanum, halda í allt eins og þeirra hetjur gerðu þetta. Bara eðlilegt svo sem. Það virkar alveg og er töff.
En það er líka þannig að því meira software í stað hardware, því auðveldara að skapa tónlist, ódýrara og því minni þörf fyrir svona sérhæfða fagmenn eins og hann. Hann var eitthvað að segja að tónlistarmenn heyrðu og finndu muninn, bollocks. Bittu fyrir augun á þeim og testaðu þá. Væri áhugavert að sjá hvort þeir heyrðu mun þá.
Allavega........góði jólasveinn, nenniru að gefa mér þetta í skóinn?
Bloggar | Breytt 6.12.2010 kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2010 | 08:04
Alltaf hrifinn af þessu lagi
Bloggar | Breytt 6.12.2010 kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2010 | 16:49
yol
Jólaskapið hjá mér kviknar sjálfkrafa um leið og fertugustu og annari ilmvatnsauglýsingunni þar sem töluð er enska með frönskum hreim lýkur.
Það er bara þannig.
En í alvöru talað, er ekki komið nóg af þannig auglýsingum! Mér finnst þetta eitthvað svo 2 years ago.
Núna sum sé er allt að komast á blússandi siglingu fyrir jólin og auglýsingum og stöffi rignir yfir mann.
Ég er hálfnaður með jólasmákökurnar hennar Betu og nánast búinn að kaupa allar gjafir. Nánast.
Við náum í jólatréið þann ellefta einhversstaðar út í rassgati inn í skóg. Mjög gaman. Ég vona bara að það fari bráðum að snjóa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2010 | 21:32
Könnun
Það gleður mitt litla hjarta að einhver nenni að hlusta á lögin og kjósa.
Endilega kjósið hér til hægri ef þið nennið.
Takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2010 | 14:32
Þroskaheftur Færeyingur
Ég er með málgalla. Eftir að ég kom heim frá Spáni þá beygi ég ekki nöfn. Eða allavega stundum, eða oft, eða ég veit ekki alveg, því ég tek ekki eftir þessu.
Beta tekur hins vegar eftir þessu og skammast sín niðrí tær. Hún segir að ég hljómi eins og þroskaheftur færeyingur.
Vorum á KFC og ég sagði við Sebas
,,Sebs, farðu með Íris, hún hjálpar þér"
Svo segi ég t.d. ,,farðu til Elísabet".
Veit ekki, hitt hljómar eitthvað svo asnalega núna. Hún heitir Elísabet og ég segi bara alltaf Elísabet.
,,Halló, ég heiti Sigursteins og ég er þroskaheftur Færeyingur já"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar