Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Slow mó stöff


listin að hlaupa

Búðir voru opnar til 22 á Laugaveginum í gær og stemming niðrí bæ. Maður ætti að fara oftar þangað og labba um.

Er svo að pæla í því að vera einn af þeim sem hleypur endalaust kl korter í lokun fyrir jól. Til að komast í fréttirnar. Þessi obligatory skot af fólki hlaupandi eru náttúrulega uppáhalds sjónvarpsefnið mitt.

Ég bíð spenntur eftir þessu öll jól.

Spurning um að hlaupa bara út um allt stefnulaust og vonast eftir því að sjá rúv kameru nálægt.

Hver kemur með!


Dinner.....AND a show

Fórum út að borða í gær. Enduðum niðrí bæ eftir mikla leit af einhverju ætilegu nær Grafarholtinu. Það er bara ekkert í boði hér í úthverfunum nema level 1 staðir.

Level 1: Kfc, subway etc.
Level 2: S.Maria, Scandinavian etc.
Level 3: Ítalía, Caruso etc.
Level 4: Argentína, Perlan, Lækjarbrekka etc.

Það mætti svo kannski bæta við Level 0 og setja bensínstöðvar þar inn. Og kannski Level 5 og setja matinn hennar Betu þar. Nei, þetta eru opinberir stuðlar og þá ber að virða goshdarnit.

Enduðum á S.Maria sem er lítill mexíkóskur staður á Laugaveginum. Hann kom á óvart skal ég segja ykkur. Amatör-lega skipulagður er kemur að uppröðun borða og slíkt, heimskulegar veggskreytingar en merkilega góður matur.

Ótrúlega asnaleg uppröðun í fyrri salnum. Þegar einhver opnar hurðina og gengur inn þá frýs helmingur fólksins út af trekki og kulda. Svo er ekkert næði, þrátt fyrir ágætt pláss þá er eins og allir séu oní öllum. Kannski voru það bara skotarnir í hinu horninu sem sköpuðu þetta illusion með því að vera með sterka framkomu og tala hátt. Gaman af þeim.

Réttur nr 10 var ógéðslega góður. Mér sýndist flestir réttir vera á 1490kr sem er fínt verð.

Ótrúlega góður matur og gott verð. Mæli með þessum stað.

Sáum svo John Frusciante lookalike sem var áhugavert. Alltaf gaman að sjá sterka karaktera. Þeir lífga upp á tilveruna. Þessi var slíkur.


LAG HANDA BETU

ATH!!!!!!!!!!!

Ég setti inn nýtt lag tileinkað Betu í djúkarann hér á hægri hönd. Það er efsta lagið og nóg er að smella bara einu sinni á það og það spilast.

Sagan á bakvið lagið er sú að Beta drakk svo mikið Pepsi Max á tímabili að mér hreinlega blöskraði.

Ég samdi þennan texta við lag Bicycle Thief gæjana sem heitir Cereal Song.

Upprunalegi textinn er um ást á Heróín og Kókaín og þá fíkn sem fylgir í kjölfarið. Það lag má actually líka finna hér í djúkaranum. Er neðarlega. Mjög fallegt lag.

ALLAVEGA

ÞETTA LAG ER FYRIR BETU MÍNA

PS hún er hætt að drekka Pepsi Max og komin yfir í 7-UP(án djóks). Næsta lag á dagskrá...endurgerð af what´s up með 4 non blondes.


Nýtt lag

Henti inn nýju lagi í djúkarann hér til hægri. Það heitir Protein. Það er hresst. Það er hægt að hrista rassinn við það. Ójá.

Mæli enn með því að hlusta á það í sæmilegum gæðum. Annað hvort heddfóns eða þaðanafbetra.


Prump

Komin tími á endursýningu á þetta kennslumyndband. Frá mín 2 er kennt hvernig best er að prumpa og komast upp með það. 


JÓLAÖL 2010

Ég gerði blindandi bragðtest á jólaölsblöndum sem í boði voru í Nóatúni.

Beta var sérlegur aðstoðarmaður.

Ég snéri út í horn og hún ráðstafaði öli í þrjú glös og var tilbúin á pennanum til að punkta niður niðurstöður.

Viðfangsefnið:
Egils Malt og Appelsín
Jólaöl frá Egils
Jólablanda frá Vífilfell

Niðurstöður voru afgerandi.

Í fyrsta sopanum fann ég eiginlega strax fullkomna blöndu. Það reyndist vera Jólaölið frá Egils.

Næsti sopi var alltof mikið appelsín orienteraður og það var hitt Egils stöffið.

Þriðji sopinn var með of mikinn maltkeim en ég er reyndar soldið meira fyrir það þannig að sú blanda lenti í öðru sæti á eftir klárum sigurvegara sem var Jólaölið frá Egils.

Vanalega blanda ég sjálfur og hef þá 67-73% malt(fer eftir stemmingu) og rest appelsín.

En mér fannst gaman að sjá hvað þessir amatörar hjá Egils og Vífilfell væru að bjóða landanum. Mun halda mig við eigin blöndu eftir þetta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband