Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
15.12.2010 | 08:16
Þrek
Er loks byrjaður að hreyfa mig pínu eftir blóðtappann í sumar. Fór út að jogga og men ó men hvílíkt þrekleysi. Lungun á mér eru á stærð við hnetu eftir þetta vesen.
Fór svo á þrekæfingu hjá gkg í gær. Tókum tvo upphitunarhringi í kringum völlinn og blóðtappafóturinn var orðinn stífur sem tréklumpur eftir það.
What gives!
Mér var sagt að ég gæti reynt á hann upp að sársaukamörkum, en maður veit ekkert meir og er pínu hræddur um hann. Mér fannst hann stækka, þrútna og þyngjast um helming.
Ég einbeitti mér því bara að efri skrokknum á meðan strákarnir hlupu upp og niður tröppurnar á áhorfendapöllunum.
Sund er klárlega málið fyrir fótinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2010 | 17:23
stuff of legends
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2010 | 10:10
Jólin hjá Siggaling
Gaf sjálfum mér jólagjöf. Keypti smá leikfang á www.thinkgeek.com
http://www.voxamps.com/amplug/
Þetta er sem sagt mini amp sem maður skellir í gítarinn og voilá, maður er instantlí orðinn gítarhetja með Vox magnara. Ég valdi mér Classic Rock, það var líka til Metal, Lead og AC30.
Maður getur annað hvort smellt heyrnatólum í voxinn og dundað sér í friði með alvöru rokksánd eða plöggað hátalara í þetta og vakið nágrannana.
Með það í huga keypti ég mér líka mini amp sem heitir Myamp
HELL YEAH!!!!!!!!!!!!
Keypti hann nú reyndar bara útaf því mig vantaði hátalara í laptoppið mitt því ég er búinn að sprengja þá hátalara.
Er búinn að vera rokkandi í allan dag, ber að ofan fyrir framan spegilinn.
Veit að jólin eru ekki officiallí komin en ekki séns í helvíti að gæti beðið. Við skulum kalla þetta bara skógjafir. Eru ekki tveir jólasveinar komnir til byggða? Tvær gjafir handa Siggaling. BEM!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2010 | 23:41
Baggalútur
Fórum á jólatónleika með Baggalút í kvöld. Alltaf gaman á tónleikum. Þetta var gríðarlega vel spilað hjá þeim. Þeir eru færir hljóðfæraleikarar gæjarnir í Hjálmum. Það eru 5 stykki sem ég taldi eða svo sem eru í Hjálmum sem leika undir hjá Baggalúti.
Lögin eru náttla bara meh. Ekki minn smekkur en Beta hefur gaman af þessu. Sem mér finnst æðislegt. Hún hreyfði alla sætaröðina með taktföstum fótahreyfingum. Fínn rythmi í stelpunni.
Það voru þrír ágætir sprettir hjá þeim fannst mér. Tveir af þeim komu þegar fjórir gítarar voru í einu að yfirkeyra salinn í hljóðvegg dauðans. Tveir Gibsonar og tveir Fenderar(Stratt og Tele). Gummi P á flottum Gibson Les Paul, Kiddi í Hjálmum einnig á Les Paul, Bragi á Stratt og söngvarinn í Hjálmum(sem ég kalla Mjálmar því hann mjálmar svo þegar hann syngur) á Tele.
Þriðji spretturinn kom þegar trommarinn byrjaði loks að berja almennilega á húðirnar.
En þetta var gaman.
Það var fyndið að fylgjast með stóra gæjanum í Hjálmum á hljómborðinu. hann er svo stór. Maður fær það á tilfinninguna að hann hafi valið sér vitlaust hljóðfæri til að spila á því hann er alltaf svo beygður yfir orgelið.
En ég komst að einu í kvöld. Mikið djöfull er ég góður lagasmiður. Mín lög eru þó skemmtileg og töff. Það er ekkert meh við þau. Eða....allavega finnst mér það. Sem er það eina sem skiptir máli.
Næstu tónleikar...Jónsi þann 29.des.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.12.2010 | 16:33
Já! loksins lag með Mugison sem ég get kvittað undir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2010 | 08:22
Jólatré
Jólatré komið í hús. Það stækkaði um helming þegar við komum því inn í íbúðina. Það virtist svo fínt þarna út í skógi.
Þetta minnir mig á þegar ég bjó í 49 fermetra kjallaraíbúð og keypti mér sjónvarp. Man ekki tommurnar en það virtist svo normal eitthvað í Elko. Bakstraði því heim og það fyllti nánast upp í íbúðina. Sirka 45 fermetra sjónvarp! Gat horft á sjónvarpið frá öllum hornum íbúðarinnar.
Note to self: hlutir virðast minni ef séðir í stórum sal eins og í Elko eða út í skóg. Ef þér líst vel á hlut, veldu þá hlutinn við hliðina sem er helmingi minni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2010 | 07:15
Ná í jólatré
Ætlum að fara upp í Haukadal og ná í jólatré á eftir. Ég, Beta, Sebas, amma og afi. Það verður stuð. Það verða jólasveinar, heitt kakó og piparkökur. Svo verðum við að vaða í gegnum skóginn og leita að flottu tréi. Saga það svo niður og flytja heim.
Djöfull ætla ég að taka Griswold á þetta og velja allt of stórt tré. National Lampoons Christmas vacation er náttúrulega uppáhalds jólamyndin mín. Líka Betu. Og pabba.
Þetta verður stuð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2010 | 07:11
í skóinn
Stekkjastaur kom í nótt. Sebas skrifaði bréf til hans og bað um Batman bíl. Til allrar lukku var hann duglegur og fékk slíkan grip. Þetta var samt ekkert Eureka móment, heldur bara meira svona ,,jess, hann kom, kúl, farinn að leika".
Krakkar nú til dags eru orðnir svo jaded
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010 | 22:30
Lambhúshetta
Hvað er málið með orðið ,,lambhúshetta"!
Það meikar ekki sens.
Ég gróf þetta upp http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5357
...en er useless info.
Spurning um að byrja kalla þetta bara ,,súperhúfa" í staðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar