Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Bíórýni

Horfðum talsvert á arineldinn(sjónvarpið) yfir jólin. Miðað við venjulega allavega. Sáum nokkrar myndir.

Curious case of Benjamin Button:
Frábær mynd. Reyndar búinn að sjá hana áður en ég og Beta grenjuðum samt sitthvorumegin í sófanum. Þessi fær hæstu einkun frá mér. 5 af 5.

Fanboyz:
Ágæt roadtrip mynd þar sem feiti leikarinn heldur myndinni uppi. Eins og svo oft áður. Brainless afþreying sem fær 3 af 5.

Aviator:
Hef séð hana tvisvar áður en lagði samt á mig að vaka til 3:30 eina nóttina og klára þetta kvikindi. Hún er helvíti góð. ,,The way of the future". Hún fær 4,5 af 5.

Cloudy with a chance of meatballs:
Frábær mynd sem Beta, ég og Sebas höfðum mjög gaman af. Mjög kvik og hnyttin. Og þegar þú skartar Mr. T í einu hlutverkinu þá veistu að þú getur ekki gert neitt rangt. 4,7 af 5.

Le Petit Nicolas:
Ágæt mynd. Aðeins of barnaleg fyrir mig en fullkomin fyrir Betu. DJÓK! Það var allavega ég sem ráfaði um íbúðina á meðan Beta sat og horfði. Mynd sem ég nennti ekki alveg að horfa á alla. 3 af 5.

Raggi Bjarna með hangandi hendi:
Mjög skemmtileg innsýn inn í hans líf og þennan gamla tíma. Beta sá einhverja sem hún þekkti í myndinni, enda mun eldri en ég. DJÓK! Shitt, ég verð lamin þegar hún kemur heim á eftir. 4 af 5.

Þáttur um Pál Óskar:
Ég ber svo mikla virðingu fyrir þessum performer. Hann er alltaf jákvæður og hress. Enda by definition...gay. Hann er natural....og gordjöss náttúrulega. 4 af 5.

Up in the air:
Jorge Clooney er góður í þessari fínu mynd. Ágæt tilbreyting frá öðru stöffi. Mæli með henni. 3,9 af 5.

Man ekki eftir fleiri myndum, en í download möppunni eru enn ,,The informant" með Matt Damon ,,The Rocker" með Office gæjanum og ,,Megamind" myndin sem er í bíó. Jólin eru enn ung. Aldrei að vita nema ég skelli mér ekki í Íslenska drauminn líka. Kominn tími á hana.


Fantasí

Djöfull vona ég að Nasri verði á skotskónnum í kvöld. Hann verður fyrirliði hjá mér í fantasí football þessa umferðina.

En skemmtilegt er frá því að segja að núna er ég í uppsveiflu í þessari blessuðu deild eftir langa og stranga byrjun. Var í neðstu sætunum í deildinni okkar (sem ég vann í fyrra) til að byrja með en náði að klifra upp í 13.sætið og sveif þar lengi vel. Tók núna kipp og er kominn upp í fimmta sætið.

Takmarkið er að sjálfsögðu að verja titilinn en fyrst þarf ég að skáka kempum eins og Póskari, the Blöndals og Hafsteins klaninu. Allt klassa leikmenn sem eru með þetta í blóðinu. Það tókst í fyrra í síðasta leik tímabilsins, þannig að þetta er ekki óvinnandi vegur.

Eitthvað læðist að mér sá grunur að strákarnir í fyrstu sætunum séu farnir að líta í bakspegilinn og svitna. Því þar sjá þeir ríkjandi meistara koma sem naut í flagi á eftir þeim.


Maðurinn á bakvið samsærið?

Var að fatta að það var Dóri sem var maðurinn á bakvið síðustu bregðuna í gær. Hann hringdi dyrasímanum.

Glöggir muna eftir því að fyrir einhverjum mánuðum síðan þá var hann á bakvið það er ég tábrotnaði. Hann hringdi í Betu og ég rauk upp til að svara og rak mig í. Litla táin er ennþá aum og ég hlýt að hafa brotið hana.

Samsæri?


listin að bregða

Hvað var málið með gærdaginn!

Ég og Beta vorum að labba í snjónum þegar skokkari kom aftan að okkur og fór frammúr. Mér brá svo íllilega að ég skrikaði til og öskraði upp yfir mig.

Ég og Beta fórum í Skógarlundinn til að líta eftir Pjakki, kétti mömmu og pabba. Pabbi er þjófahræddur og hafði komið fyrir allskonar gildrum í húsinu. Ætla ekki að koma upp um hvað það var en er ég steig inn í húsið þá tók ég sirka 17 skref á einni sekúndu. Hljóp á staðnum. Mér brá svo að ég dó næstum því.

Ég og Beta vorum í lyftunni heima og ýttum á 2 (vorum fyrst í kjallaranum). Svo opnaðist lyftan og ég ætlaði að stíga út. Þá hafði einhver verið á fyrstu hæð og ýtt þar. Hann ætlaði því að ganga inn þegar ég, á crusecontrol, ætlaði að labba út. Mér brá svo rosalega að ég sakaði hann um samsæri og spurði hann fyrir hvern hann ynni.

Ég var að stilla upp tuffspjaldinu sem ég gaf Betu í jólagjöf. hmmm hvar er besti staðurinn....jú, ofan á dyrasímanum. Rangt! Ég var varlega að balansa spjaldið ofan á símanum á veggnum, mjög viðkvæmt ferli, hvað gerist? Dyrasíminn hringdi og mér dauðbrá.

Fjórar bregður í gær! Samsæri? Þetta var allavega undarlegt. En hressandi.


Fullkomin jól

Sváfum fram á hádegi og vöknuðum við Stephen Fry ,,Good morning SIR".

Átum svínahryggsleifar og horfðum á Pál Óskar þátt.

Fórum út og löbbuðum í snjónum sem endaði í snjókasti. Ég vann.

Fórum svo inn í póker þar sem hart var barist. Á endanum vann ég, sem eru undur og stórmerki þar sem Beta vinnur mig nú oftast í póker (á meðan ég vinn hana alltaf í Friends spilinu).

Núna er það rúntur. Kíkjum á Pjakk fyrir mömmu og pabba, Yngva og Lindu hennar Betu og svo niðrí bæ.

Svo heim í kósýheit par excelans. Éta mat og hjúfra sig fyrir framan arineldinn. Og þegar ég segi arineld þá meina ég að sjálfsögðu sjónvarpið.


Gjafir

Ég gaf Betu Kökuhníf sem er eins og alvöru sög í laginu. Gaf henni svo bókina ,,skinny bitch in the kitchen" sem er matreiðslu bók. Líka spjald með skífu á til að hitta, ekki ósvipað pílukasti nema þarna á að taka rör og spýta á spjaldið. Á spjaldinu eru svo ákvarðanir sem þú verður að standa við.

En alvöru gjöfin var svo mp3 spilari.

Við vöknuðum í gærmorgun og ég henti á mig útihlaupabuxunum mínum. Sem voru nýþvegnar. Komst að því að mp3 spilarinn hennar Betu var í vasanum og hafði farið í þvott og því ónýtur.

Hún varð svo leið greyið að ég þóttist fara út að hlaupa en fór þess í stað beint í bílinn, brunaði í BT og keypti nýjan handa henni. Mér tókst að vera bara 20mín að þessu og áður en ég kom aftur inn þá nuddaði ég snjó framan í mig og tók nokkur hlaup upp og niður stigan til að gera þetta trúverðugara. Það virkaði. Hana grunaði ekkert.

Ég fékk grand vekjaraklukku sem vekur mig upp með rödd Stephen Fry´s. Hún er með um 130 frasa sem hann segir eins og "I am delighted that you have survived another night." og "It appears to be morning. Very inconvenient, I agree. I believe it is the rotation of the Earth that is to blame, Sir."

Þetta er sem sagt þjónninn Jeeves og klukkan heitir Good morning SIR. Svo er líka fídus sem bíður upp á að hlusta á hann tala á kvöldin svo maður sofni. Svona soothing og róandi. Fékk líka rakakremið sem ég bað um.


OCD Santa

52kBs

Jól: Part Deux, The revenge

Núna tökum við seinni helming jólanna. Erum hjá tengdó þar sem stórfjölskyldan mun koma saman og slafra í sig hátíðarmat.

Sebas vaknaði kl 7 í morgun, enn klæddur sem Spiderman. Ég þurfti svo að ljúga því að búningurinn væri orðinn það skítugur að ég yrði að þvo hann. Þá rétt sligaðist hann úr honum. EN með því skilyrði að hann tæki hann með sér til mömmu og hún þrifi hann.


Trommusett dauðans

Trommusettið sem við gáfum honum vakti lukku. Við keyptum það í Toys R Us, og bara af því að það var auglýst með heyrnatólum.

Við hugsuðum ,,ok, hann elskar að gera tónlist og hamast eins og rokkari þannig að trommusett er málið, EN með heyrnatólum. Nokkuð seif".

Þetta átti því að vera bulletproof.

Nei, nei...þessi heyrnatól voru plast MÍKRAFÓNN en ekki heyrnatól.

Þannig að í staðin fyrir að heyra ekki neitt í honum þegar hann hamrar settið þá heyrum við AUKA mikið því hann getur actually sungið í tækið þannig ómi enn hærra.

Frábært.

Takk Toys R Us


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 153126

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband