Leita í fréttum mbl.is

Gjafir

Ég gaf Betu Kökuhníf sem er eins og alvöru sög í laginu. Gaf henni svo bókina ,,skinny bitch in the kitchen" sem er matreiðslu bók. Líka spjald með skífu á til að hitta, ekki ósvipað pílukasti nema þarna á að taka rör og spýta á spjaldið. Á spjaldinu eru svo ákvarðanir sem þú verður að standa við.

En alvöru gjöfin var svo mp3 spilari.

Við vöknuðum í gærmorgun og ég henti á mig útihlaupabuxunum mínum. Sem voru nýþvegnar. Komst að því að mp3 spilarinn hennar Betu var í vasanum og hafði farið í þvott og því ónýtur.

Hún varð svo leið greyið að ég þóttist fara út að hlaupa en fór þess í stað beint í bílinn, brunaði í BT og keypti nýjan handa henni. Mér tókst að vera bara 20mín að þessu og áður en ég kom aftur inn þá nuddaði ég snjó framan í mig og tók nokkur hlaup upp og niður stigan til að gera þetta trúverðugara. Það virkaði. Hana grunaði ekkert.

Ég fékk grand vekjaraklukku sem vekur mig upp með rödd Stephen Fry´s. Hún er með um 130 frasa sem hann segir eins og "I am delighted that you have survived another night." og "It appears to be morning. Very inconvenient, I agree. I believe it is the rotation of the Earth that is to blame, Sir."

Þetta er sem sagt þjónninn Jeeves og klukkan heitir Good morning SIR. Svo er líka fídus sem bíður upp á að hlusta á hann tala á kvöldin svo maður sofni. Svona soothing og róandi. Fékk líka rakakremið sem ég bað um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 153171

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband