Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Pakkar og læti

Pungurinn loksins kominn í bólið eftir ævintýralega skemmtileg og velheppnuð jól. Okkur fannst eins og það væri aðfangadagur.

Hamborgarhryggurinn heppnaðist fullkomlega! Allt nema Sauerkrautið í raun, það kom eitthvað fönkí út. En vert er þó að hrósa kokkinum fyrir einstaklega djarfa viðreynslu við Sauerkrautið. Ekki allir sem komast svona nærri bragðinu í fyrstu tilraun.

Sebas beið spenntur eftir pökkunum. Hann fékk að opna einn fyrir mat og það reyndist vera Ironman kall. Vakti lukku.

Svo eftir mat fékk hann fullt af dóti. Í raun allt of mikið náttúrulega. Hann fékk Vidda úr Toy Story, trommusett frá okkur, bílskúrsbílastöð frá Cars, og fullt í viðbót. En það sem vakti mesta lukku var Spiderman búningur. Hann gjörsamlega apeshittaði. Hef aldrei séð hann svona. Mjög fyndið.

Hann opnaði þann pakka og sá búninginn og byrjaði strax að rífa sig úr sparifötunum. Hann var kominn á sprellann á núll punktur einni.

Hann var Spiderman það sem eftir lifði kvölds. Hann spurði hvort hann mætti sofa í þessu.....og hvernig gat ég sagt nei.

Þannig að það er þreyttur og glaður spiderman inn í pabbabóli núna einhversstaðar lengst inn í draumalandi.

Ég og Beta erum sjálf þreytt eftir þennan hamagang og hjúfrum okkur undir sæng inn í stofu hlustandi á Bubba á bylgjunni.


Jólakveðja í boði www.sir.blog.is

°‎★ Gleðilega hátíð pungar fjær og nær ★* 。 • ˚ ˚ ˛ ˚ ˛ •
•。★ Megi næsta ár verða komandi ★ 。* 。。* 。。* 。
*。*˚★˚★˚★˚★˚★˚★˚★˚★˚★˚★˚。 • ˚ ˚ ˛ ˚ ˛ •
 ˚ ˚ ˛ ˚ ˛ • • ˚  ★* 。 • ˚ ˚ ˛ ˚ ˛ •★* 。 • ˚ ˚ ˛ ˚ 
° 。 ° ˛˚˛ _Π_____*。*˚★* 。 • ˚ ˚ ˛ ˚ ˛ • • ˚ ˚
˚ ˛ •˛•˚ */______/~\。˚ ˚ ★ 。* 。*˚★* 。 • 
˚ ˛ •˛• ˚ |田田|門| •˚ *★ ˚ ˚ ˚ ˛ ˚ ˛  ★ 。

Jólin koma snemma hjá Sebas

Í ljósi þess að Sebas er hjá mömmu sinni yfir aðfangadag þá höldum við jólin í dag með öllu tilheyrandi.

Fyrst er að gera matinn, svo jólabaðið, svo éta, svo pakkarnir.

Þetta verður stuð.

Honum verður svo skutlað á morgun til mömmu sinnar þar sem hann fær að gera þetta allt aftur.

Þetta er smá púsl svona yfir hátíðirnar því hann kemur svo aftur til okkar á annan og fer beint í matarboð á Lækjarbrekku, nýbúinn að vera í jólaboði hjá mömmu sinni og vinum.

Þetta er full dagskrá

En hann er heppinn því hann fær sirka tvöfaldan skammt.


Viltu vera í hljómsveit með stráknum

Ég stofnaði hljómsveit í dag. Hitti gítarleikara og spjallaði við trommuleikara. Við erum að tala um æskudraum sem ég er að reka á hol. Hey! ef maður gerir ekki eitthvað sjálfur þá gerist ekkert.

Fyrst var það atvinnumaðurinn í golfi, núna rokkstjarna.

Maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni.

Ef einhverjir áhugasamir eru þarna úti sem vilja spila með mér þá er tækifærið núna. Best er að hafa samband bara á g o l f g u s (at) g m a i l . c o m
Hvort sem það er gítar/bassi/söngur/synthi eða trommur. Láttu mig vita.

Hverjir eru með í heimsyfirráð eða dauða?

P.S. kostur ef þú veist um húsnæði eða ert Slash eða Lars Ulrich


viðburðarríkt

Fórum í kringluna með Sebas og það var nokkuð stappað. Gaman. Sebas fann gjöf handa Betu og handa mér. Gjafirnar officiallí komnar í hús allar með tölu.

Bökuðum svo eftirréttinn fyrir jólamatinn, gerðum Sauerkraut sem er náttúrulega nauðsynlegt meðlæti með Hamborgar-hryggnum. Pökkuðum inn gjöfunum, skúruðum og stofnuðum hljómsveit(meira um það síðar).

Sauerkrautið (http://en.wikipedia.org/wiki/Sauerkraut) er meðlæti sem amma mín frá Þýskalandi(í raun gamla Prússlandi) gerði alltaf á jólunum. Mamma hefur alltaf gert þetta líka og núna var Beta að gera þetta í fyrsta sinn. Ég smakkaði og fannst vanta soldið meira kúmen. Ég hellti hálfri dósinni í pottinn og smakkaði aftur. Of mikið kúmen. DEM!

Núna mega jólin koma fyrir mér


N'Sync-Off

Fyrir stelpurnar þarna úti 


update

smá update á ástandið.

Beta kom heim með Fabrikku borgara. Score!
Er klæddur, járnbragðið farið, kominn með bíl til umráða og til alls líklegur.

Nóttin er ung


Harður

sebs

dagur

Bara að láta alla vita þá eyddi ég morgninum í að gera þvottavélar, skrúbba vask, skrúbba baðkar, skrúbba spegla, skrúbba klósett og loks sjálfan mig.

Át hálfa dagsgamla upphitaða grænmetissamloku með rauðlauk í hádegismat sökum skorts á mat í ísskápnum. Mér finnast grænmetissamlokur vondar, ég hata rauðlauk og borða vanalega meira en hálfa samloku.

Núna er ég sem sagt bíllaus, með ógéðslegt járnbragð upp í mér eftir rauðlaukinn, enn ekki búinn að klæða mig, kalt, einn heima og drullu svangur.

Það geta ekki allir dagar verið góðir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 153171

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband