Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
5.10.2010 | 19:17
10
Við erum að tala um töluna tíu. Hún birtist mér svona fyrir sjónum undir kópavogsbrúnni í morgun. Tíu gráðu hiti kl 10:10 og ég að hlusta á X(tíu) - ID(bjöguð tía).
Eins gott að það sé ekki tíundi október. Þá hefði liðið yfir mig.
ps. það tók mig tíu mínútur að semja þessa færslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 19:05
Klippi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2010 | 16:43
Ný könnun
Yup
ps. mér fannst best þegar einn áhorfandinn öskraði á Luke Donald
"Luuuuuke, use the foooorce!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2010 | 14:42
EU!
Ekki veit ég af hverju allir eru að fagna svona rosalega mikið. Eftir allt þetta golf þá var það regnhattur Overtons sem vann, ekki Evrópa.
allavega skv vísindalegri könnun á þessari síðu.
En án djóks þá vorum við að fara úr límingunum hérna. Ég, pabbi og mamma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2010 | 15:01
næsta framlag íslendinga í eurovision?
Ég setti næsta lag inn í djúkarann hér til hægri. Efsta lagið sem heitir Vínber er komið í rotation á öllum betri útvarpsstöðum landsins.
Það heitir Vínber því þegar ég leyfði Sebastian að heyra það þá spurði hann mig hvort þetta væri vínber þegar hann heyrði part 2:33 og áfram. Það er eins og gítarinn væli ,,vínber".
Sebas er svo með þetta.
Mér finnst talsverður munur á gæðum á þessu lagi og fyrsta laginu. Er klárlega að læra betur og betur á þetta forrit. Samt er ég bara kominn með uþb 7% þekkingu á því. Við erum að tala um að það eru haldin námskeið í þessu forriti.
Eins og glöggir hlustendur hafa tekið eftir þá er enginn söngur.
Tvær ástæður:
Í fyrsta lagi þá er ég ekki með nógu öfluga græju til að taka upp góðan söng.
Í öðru lagi þá finnst mér enn svo spennandi að taka upp gítar að lögin eru bara sóló eftir sólo með smá rythma inn á milli.
Það er ekki eins og ég sé mikið að semja lögin per se, heldur er ég bara með forritið opið og djamma nokkra gítarparta inn og raða saman með slagverki. Þegar kemur að því að meika það í útlöndum þá sem ég almennileg lög með söng. Læt ykkur vita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2010 | 11:05
Ný könnun
Ég var engu nær eftir kosningu um hljómsveitarnafnið. Þið sökkið. Eða...kannski sökka ég og var ekki með nein almennileg nöfn? hmmm
Ég held þá áfram að ganga undir nafninu Led LikkuSmash í ipoddnum mínum enn um sinn.
Nú er komin ný könnun.
Hver vinnur Ryderinn.
Kjósið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2010 | 10:59
Re active
Ryderinn teygir anga sína til mánudags. Það er orðið ljóst. Það er fínt. Því lengri tíma sem þetta skemmtilega mót tekur því betra.
Maður horfir bara á Elsu fc og Rassana spila á meðan í ensku.
Ekki nenni ég að horfa á OMGþeirsökkasvomikiðPOOL, það er núll skemmtun.
ó btw, djöfull gengur mér ílla í fantasy. Hvað er uppi? Held ég viti það. Á síðasta tímabili þegar ég vann deildina var ég pro-active. Núna er ég Re-active og geri breytingar og kaupi menn eftir að þeir geri eitthvað gott. Áður fyrr keypti ég leikmenn áður en þeir gerðu gott og fékk stigin. Basic. Þetta er engin tengiskrift gott fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2010 | 10:54
Siggi Adams
Já, veruleikinn hjá Bryan Adams og mér er svipaður. Ekki alveg eins en svipaður.
Bryan söng:
I got my first real six-string
Bought it at the five-and-dime
Played it 'till my fingers bled
Was the summer of 69
Ég syng:
I got my first real six-string
Bought it at the Toys R Us
Played it ´til my index finger got really really stiff and painful
Was the autumn of 10
Var að til 2 í nótt að rippa upp nágrenið með hasarhetjusólóum og roughneckriffum.
Er mjög stífur í vísifingri. Ég fagna því og líður vel fyrir vikið. Lækningin er að spila meira. Þá hættir hann þessu væli og mýkist upp á ný. Pottþétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2010 | 10:17
AnchorSix
Ég segi nú bara eitt, milk was a bad choice!
Ég vaknaði kl 6:29 og staulaðist fram. Kveikti á tækinu og beið. ekkert. Svo kom, ,,útsendingin hefst kl 7". Greit.
Ég var með sængina með mér og ætlaði bara pínu að leggja mig á meðan.
Vaknaði aftur kl 9
Með dúndrandi hausverk því hljóðið í sjónvarpinu var á, plús ég var í einhverri fönkí stöðu með hálsinn.
Hefði átt að sofa bara til 8 eða 8:30 og vaknað ferskur.
DEM!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar