Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
9.10.2010 | 08:22
Fótbrot
Hvað var í gangi í gær? Var einhver að pynta vúdúdúkku sem líktist mér?
1. Ég fór út með ruslið og skar mig á glerbroti til blóðs. Þunns blóðs sem var lengur en ella að storkna.
2. Ég stóð upp úr bílnum á einhvern máta þannig að það small eitthvað í vinstra hnéinu. Það er ennþá vont.
3. Ég hlammaði mér í sófann og tók ekki eftir því að það var hardcover bók sem lá uppi á bríkinni. Hornið á henni stakkst inn í bakið á mér og myndaði þennan líka fallega marblett sem er svipaður að stærð og Texas.
4. Beta skrapp út en skildi eftir símann sinn. Hann hringdi og mér brá svo að ég stökk upp úr sófanum og ætlaði að svara með snatri. Það vildi ekki betur til en svo að ég, ekki bara rak, heldur dúndraði litlu tánni á vinstri fæti í fótinn á borðinu. Ég lá óvígur á gólfinu af sársauka og Sebastian kom og bauðst til að kyssa á báttið. Ég náði ekki að svara.
WASSAP PÍPÚL!!!
PS. held ég sé litlu tá-ar brotinn. Mig verkjar og ég kenni þeim sem hringdi um fótbrotið. Held það hafi verið Dóri, vinur Betu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2010 | 21:55
The Strat
Hef verið að kynna mér gítara. Djöfull langar mig í Fender Stratocaster, standard. Ef einhver á þannig hvítan, svartan eða brown sunburst þá má hann selja mér hann.
http://www.fender.com/products/search.php?partno=0148100572
eða
http://www.fender.com/products/search.php?partno=0144702306
eða
http://www.fender.com/products/search.php?partno=0139312332#
Fíla engan vegin Telecasterinn.
Tékkaði á Gibson. Það eina flotta sem þeir eiga er Les Paul.
http://www2.gibson.com/Products/Electric-Guitars/Les-Paul/Epiphone/Les-Paul-Standard-Plus-Top.aspx
Finnst hann samt ekkert rosalega flottur, ágætur. Grunar samt að hljóðið í honum sé flottara en í Stratocaster.
Á náttúrulega eftir að prófa þessa gítara, er bara að tala um lúkkið :)
Þessir gæjar kosta uþb 145þ hér á Íslandi en um 700-900 bökks í usa.
Mun pottþétt kaupa mér alvöru gítar, einhvern tíman í framtíðinni. Sennilega Stratocaster. Þangað til, þá saxa ég bara áfram á Iaxe Berhringer öxina mína.
But someday....Fender Strat....It will be mine, oh yes, it will be mine.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2010 | 21:07
Villisveppur
Við horfðum á fyrri myndina með Villa og Sveppa á dvd í kvöld með Sebastian. Sebas fannst hún meiriháttar og ég og Beta vorum sammála um að þetta væri snilldarmynd.
Skemmtilega vitlaus fyrir fullorðna líka.
Stefnum svo á að fara á hina myndina í bíó á sunnudaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2010 | 17:20
Bláaglíman 2010
Það er ein heljarinnar veisla á morgun þar sem gkg crew-ið heldur Bláuglímuna 2010. Það verða haldnar þrautir af ýmsum toga, golf og drykkjartengt.
Fyrst smá golf svo verður dottið í það.
Ég mun kíkja á þetta fest um kvöldið, svona rétt áður en allir deyju ljúfum áfengisdauða í einhverjum runna út á velli.
Ég má ekki drekka en mun veita andlegan stuðning og hjálpa öðrum til við þá iðju eftir fremsta megni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2010 | 19:33
blast from the past
Hversu gott var þetta lag! Vídeóið soldið dramatískt en hey, þetta var the næntís mar. Það eldist bara furðu vel. Tregablandinn drama. Svíkur ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2010 | 10:35
Ég og gömlu kallarnir
Það fer vel á með mér og öllum gömlu köllunum í sundi. Þeir eru hressir flestir hverjir. Einn prumpaði við hliðina á mér í dag. Sem mér finnst óafsakanleg hegðun.
Fór hálfan Kay og núna með 300mtr non stop bringusundi. Í gær var 200mtr non stop þannig að þetta er allt að koma. Fyndið að sjá hve lungun voru orðin lítil eitthvað. Það sýnir sig í skriðsundinu þar sem ég verð að anda í annari hverri stroku í stað þriðju hverrar.
Maður er smátt og smátt að byggja þolið og lungun aftur upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2010 | 08:35
fallegur flutningur á fallegu lagi
Bloggar | Breytt 6.10.2010 kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2010 | 13:21
Ricky Gevais
Ég bara verð að pósta þessu enn á ný. Þetta animal stand up með Ricky Gervais er málið. Tékkið líka á politics og fame. Sést allt á youtube.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2010 | 10:44
freebee
Dánaði hálfum kílómeter á nótæm.
Fékk frítt í sund því ég er svo magnaður.
Í öðrum fréttum er það helst að tölvukerfi sundlaugar Garðabæjar liggur niðri í augnablikinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2010 | 08:21
Snertir brjóst dómara í þýsku deildinni
he later got a red car...WITH HER NUMBER ON IT!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar