Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

haust

Ég eyði morgnunum oftast í Garðabæ. Ég hef tekið eftir því að það haustar miklu meira hér heldur en í Rvík. Hvað veldur?

Laufblöðin nánast farin og þau fáu sem eftir eru orðin gulbrún.

Það er nánast ennþá sumar í grafarholtinu!

nánast.


dagur

Hvort ætti dagurinn í dag að vera ,,nigga please!" eða ,,Muu the interupting cow" dagur?

Gæti líka sett aaa fyrir framan setningar. Eins og Lilli klifurmús.

aaablessuð og sæl. aÉg heiti aaaSigursteinn.

Svo mikið hægt að gera, svo lítill tími.


know what I´m saying

Í dag er ,,know what I´m saying" dagurinn hjá mér. Reyni að segja þetta eftir allar setningar.

Eins og t.d. ,,hey, við ættum að fara út í Nóatún og kaupa kjúkling, know what I´m saying"

Þetta gefur til kynna alls konar mismunandi merkingar á allt sem maður segir.

Talandi um merkingar, Beta gefur bara frá sér eina og mjög skýra merkingu á þessum tímapunkti. Hún er sú að ef ég segi þetta einu sinni enn, þá verður varanlegt merki á enninu á mér eftir hringin hennar.


Boffinology

Er byrjaður núna á nýrri bók sem heitir Boffinology. Hún er um vísindasöguna. Réttu söguna, ekki þessa sem allir læra um í skóla.

Eins og t.d. að Arkimedes sagði í raun aldrei Eureka og hataði að fara í bað.

Eins og t.d. að Thales, faðir allra vísinda, ætti í raun að vera bara frægur fyrir að hafa dottið í skurði. Ekkert annað.

Eins og t.d. að Isaac Newton dulbjó sig og hékk á slísí krám í London.

Sagan á bakvið söguna getum við sagt. Mjög skemmtileg lesning og fróðleg.

Ég las t.d. um hvernig franska vísindaráðið mældi nákvæmlega mælieininguna ,,meter". Þeir mældu vegalengdina frá miðbaug til Norðurpólsins farandi í gegnum París og sögðu að einn tíundi milljónasti hlutur af þeiri vegalengd væri meter. Sagan á bakvið þetta ferðalag var sem sagt áhugaverð.

Mæli með þessari bók


Steven Adler trommari GNFR

Búinn með Steven Adler bókina. Hann er stofnmeðlimur Guns n fokkin Roses en var rekinn eftir fyrstu plötuna sökum eiturlyfjanotkunar.

Hann er trommari og mjög ligeglad. Hann lét soldið ráðskast með sig á meðan hinir gæjarnir voru too cool for school.

Eiturlyf, að láta ráðskast með sig og verandi eini gæjinn sem þorði að segja Axl að þegja, gerði að verkum að hann varð ekki langlífur í grúppunni. En á endanum losaði Axl sig við alla meðlimina.

Það er ótrúlegt að lesa um að þessi gæji sé enn á lífi því hann er friggin ENN að nota eiturlyf. 25 ár að dópa sem vitlaus væri. Hann er að sjálfsögðu búinn að OD-a milljón sinnum, fá slög, reyna sjálfsmorð nokkrum sinnum og er núna hægur, með hálf lamað andlit og málgalla.

Sorglegt hve fólk getur verið heimskt og eytt lífinu í eitthvað svona rugl. Hann á engin börn og er í stormasömu sambandi með einhverri gálu. Og enn að reyna að meika það.

Ég veit ekki, en mér finnst eins og það hafi verið rétt ákvörðun hjá Axl á sínum tíma að reka hann.


Nýtt lag

Setti inn nýtt lag sem heitir Octave. Það er efsta lagið í djúkaranum hér til hægri. Mæli með að fólk hlusti á þetta í heyrnatólum.

Ég féll í ást af bassahljóði sem ég fann í guitar rig 4 og gerði þetta lag útfrá því. Hljóðið heitir Octave Bass og lagið fær nafnið af því. Stillti hann að vísu soldið hátt en mér finnst þetta vera kúl.

Lagaði líka aðeins Vínber lagið. Vínber II er sem sagt smá betrumbæting á Vínber I.

Tvö frumsamin af SIR í boði hússins.


30 sec to mars

Sáum þetta sýnishorn í bíó í dag. Elska góð sýnishorn. Elska þessi powerful lög sem drífa sýnishornin áfram. Þetta eru 30 seconds to mars. Helvíti flott. Elska kórinn í lokin.

ps. þarf væntanlega ekki að taka fram að þetta skila sér best í heyrnatólum. Ekki í lélegu metalic hljóði laptoppar.


Sveppa í tvívídd

Fórum með Sebas, Stefán Orra(5 ára) og pabba í bíó. Fórum á Sveppa myndina. Hún var fín. Góð stemming í gangi á þessari barnasýningu, mikið um frammíköll og athugasemdir. Allt vel þegið, enda bara fjör.

Skil samt ekki af hverju þetta er í þrívídd. Það er akkurat engin ástæða til því ekkert í myndinni gerir út á þvívíddina. Engin skemmtileg þvívíddar sena.

Bara verið að öppa verðið og hæpið á þessu.

Hefði bara verið fullkomið í tvívídd.


Teiknimyndasögur

Fórum í bæjarrölt í gær. Ég, Beta og Sebas. Fórum m.a. í Kolaportið.

Keypti það fjórar bækur.

Lukku Láki - Billi barnungi
Hin fjögur fræknu - og gullæðið
Palli og Toggi - Allt í lagi
Alli Kalli í eldlínunni

Alli Kalli er þessi gæji
http://en.wikipedia.org/wiki/Achille_Talon

og Palli og Toggi eru þessir gæjar
http://en.wikipedia.org/wiki/Quick_%26_Flupke

Þessar bækur veita mér svo mikla innsýn inn í æsku mína sem maður var löngu búinn að gleyma. Er ég blaða í gegnum þær koma allskonar flashback móment tilbaka. Þegar ég var sem pjakkur í heimsókn hjá ömmu á Skagaströnd og hafði ekkert betra að gera en að skoða þessar bækur á meðan fullorðna fólkið talaði saman.

Bæði lyktin af bókunum og myndirnar.

Helber snilld. Alveg ótrúlegt að ég kannast við alla friggin myndarammana í bókunum. Ég hlýt að hafa legið yfir þessu tímunum saman.

Þessar fjórar bækur kostuðu 2100 en ég prúttaði þær niður í 1500. Kjéllinn harður.

Ætla að fara oftar í kolaportið og skima eftir þessum bókum. Þær eru gulls ígildi fyrir mig.


Guitar Rig 4 presets

Var að niðurhlaða presets í guitar rig 4 forritið mitt í gær. Þessi presets eru sem sagt stillingar á ömpum í þessu gítarforriti þannig að út koma mismunandi hljóð.

Eins og t.d. eitt presettið heitir Plug in baby og það er stillt þannig að þegar ég nota það með gítarnum þá kemur nákvæmlega sama hljóðið og Muse gæjinn notar í þessu lagi.

Mjög kúl að hljóma eins og öll þessi frægu lög.

Ég niðurhlóð sirka um 150 nýjum stillingum. Mikið af Muse, sem eru með mikið af svölum hljóðum. Maður fattaði ekki hve þessi Matt Bellamy er mikill gítar wiz fyrr en maður prófaði þessi presets. Það er eitt að vera góður á gítar en það er annað að vera góður að tvíka ampana þannig að út komi svalt hljóð.

Gítar riffið úr Plug in baby var einmitt valið nú á dögunum svalasta riffið frá aldamótum. Burt með Smoke on the water og félaga og inn með nútímann var hugmyndin á bakvið þessa kosningu.

Svo náttla Metallica. Ekkert svalara en að hljóma nákvæmlega eins og Master of Puppets eða Enter Sandman.

Niðurhlóð náttla Slash, Hendrix, AcDc og öllum þessum klassísku köppum.

Þetta sparar mér að þurfa að tvíka ampana sjálfur. Get náttla gert það líka til að finna einhvern svalan hljóm. En til að byrja með þá fíla ég að hljóma eins og Kirk Hammett og Slash á góðum degi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband