Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

golf

Fórum 9 holur í mýrinni áðan. Ég, Beta og Pabbi. Frábært veður. Íslenskt haustveður upp á sitt besta. Rok og rigning.

Fyrsta sinn sem ég spila golf eftir blóðtappann. Ekki snert kylfu í 2 mánuði. Gekk bara vel. Tötsið soldið rygðað en það er fljótt að koma aftur. Bara verst að tímabilið er búið.


Stoltur faðir

Fórum öll þrjú á Who Knew tónleika á Bar 11. Djöfull voru þeir flottir. Sennilega eitt besta og þéttasta band landsins um þessar mundir. Kalt mat.

Þeir hafa þjappast vel saman á þessum nýafstaðna þýskalandstúr.

Hittum Hauk félaga og fagmann á staðnum. 

Sebas var með hlífðarheyrnartól og fílaði sig bara vel. Þetta var samt tvísýnt því hann var ekkert sérlega vel stemmdur heima kl 18. Svo snéri ég honum í bílnum og fékk hann á mitt band.

Ég hélt á honum allan tíman. Vorum þarna frá 18:55 til 20. Er frekar lamaður í hægri hendinni.

Who Knew er sveitt band. Ótrúlega flottir á sviði. Og sviðið var ekki stærra en hálfur hægri skórinn minn. Bassaleikarinn þurfti að sitja við hliðin á sviðinu það var svo troðið.

Sebas horfði bara rólegur á og tók þessa senu inn. Hans fyrstu tónleikar. Þegar við komum út þá var hann eitt bros og talaði non stop um tónleikana. Who Knew orðin uppáhalds grúppan hans.

stoltur faðir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Takið eftir að hann er í rokkarabolnum sínum. Trommur, gítarar og fleira stöff framan á bolnum. Þetta var dealbreaker, annað hvort í þessum bol eða förum ekki.

Hljómsveitin var þarna að setja upp búnaðinn. Þegar hún byrjaði hoppuðum við upp á stól, aftast og sáum yfir allan skaran. Við kunnum þetta.


Sebas á tónleika

Við ætlum á Who Knew núna klukkan 19 á Bar 11. Þetta er Off venue dagskrá hjá Airwaves. Tökum Sebastian með okkur og skellum á hann massívum hlífðarheyrnartólum sem ég fékk frá pabba.

Spurning hvernig hann fílar þetta. Sjáum bara til. Gæti vel verið að hann höndli þetta ekki og þá bara förum við eitthvað annað.

Gaman að prófa.


draumur

Í öðrum fréttum er það helst að mig dreymdi að Rooney yrði rosalegur þessa helgina. Myndi gefa vel í fantasí.

Ég er ekki með hann í liðinu og ætla að hunsa þennan draum.

Spurning hvort handarbökin á mér verða ennþá til á mánudaginn.


Milk was a bad choice

Eru fleiri að lenda í því að mjólkin endist ekkert hjá þeim. Ég opna hana og hún verður orðin þykk eftir ekki meira en 3 daga. Jafnvel þó það séu kannski 2-3 dagar í útrennslið.

Þetta hefur aldrei verið svona.


Tvö ný lög

Setti tvö ný lög í djúkarann hér á hægri hönd (þarf aðeins að ýta á play takkan, Harpa).

Analog lagið heitir svo því ég nota analog effekta á gítarinn. Soldið um lúmsk hljóð og effekta bakvið lagið. Ef fólk vill heyra allt lagið þá verður það að nota heyrnatól eða vera með bitchin hátalara á laptoppinu sem nemur bassa.

Í Sennheiser heyrnatólunum mínum hljómar þetta sem heimsendir með Boeing 747 flugvélum fljúgandi rétt yfir hausamótunum á helmassaðri gítarhetju. Sem er ber að ofan. OG það leikur vindur um sítt faxhárið hans.

Þetta lag varð til út af því að ég fann þennan gítar effekta sem mér fannst bitchin. Byrjaði að leika mér aðeins. Byggði aðeins í kringum það og er sérlega ánægður með hvernig þetta hleðst upp.

Heyrn er sögu ríkari.

Blús fyrir Betu er tileinkað Betu, eins og liggur í augum uppi. Hún var alltaf að kvarta undan því að trommurnar væru svo léttar og aulalegar(sem er alveg rétt hjá henni). Þannig að ég er hér með alvöru trommur í gangi. Again, heyrnatól eru nauðsynleg til að fá þetta beint í æð. Útaf bassatrommunni. Svo er lagið byggt í kringum blús riff og riff sem ég sereneitaði (http://www.yourdictionary.com/serenade) Betu með á sínum tíma.


Soldið nastí


Bæjarrölt

Fórum í bæjarrúnt í gærkvöldi. Borðuðum á Vegamótum og fengum okkur að sjálfsögðu Louisiana kjúklingastrimla.

Fórum svo í bókarúnt, Mál og menning, Eymundsson og Iða.

Keypti Lukku Láka í Iðu. Vissi ekki af þessum útgáfum þar. Þær eru kiljuútgáfur á 1400-1600kr. Fínt verð. Þær eru að vísu á ensku en það truflar mig ekkert því ég las bækurnar svo sem ekki þegar ég var lítill. Skoðaði bara myndirnar.

Það eina sem ég sakna er lyktin.

Keypti:
The 20th cavalry #21
The Oklahoma land rush #20
On the Daltons trail #19
Jesse James #4

Átti Billi Barnungi sem er bók #1

Keypti svo Wired. Það er orðið möst að eignast það í hverjum mánuði.


allir eins

Sáum Airwaves Off Venue inn í Eymundsson í kvöld. Hljómsveitin hét Sóley eitthvað. Mikið rosalega var það pínlegt.

Ekkert meira fráhrindandi en performer með lítið sjálfstraust.

Þessi stelpa var svona að krúttast eitthvað og hélt að hún væri rosa spes. Það er svo fyndið með þetta krútt fólk, allir að reyna að vera öðruvísi og á endanum líta allir alveg nákvæmlega eins út.

Beta gjörsamlega meikaði ekki að vera þarna lengi. Faldi sig í einu horninu með bók. Ég vildi tékka aðeins á þessu, ekki út af tónlistinni heldur útaf græjunum. Hún notaði einhvern Epiphone, örugglega ES eitthvað. En hún bara klaufaðist eitthvað áfram þannig að við fórum bara.

Bassaleikarinn var samt svalur. Hann var með einhvern Fender bassa.


YNWA


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband