Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

veikur

Það er ömurlegt að vera veikur. Ég er með húðverki. Moþafriggin kuldakast.

Sökkar að vera sökker.


Kings of Leon rýni

Kings of Leon gáfu út nýtt efni í dag. Ég er búinn að vera hlusta á það í nokkra daga(lak á netið) og niðurstaðan er eftirfarandi.

Þetta eru 13 lög sem eru þrem of mikið að mínu mati. Mér finnst 10 lög alltaf vera fín niðurstaða.

6 góð lög, 3 ágæt og rest leiðinleg.

5 af fyrstu 6 lögunum eru góð. Svo er bara 1 í viðbót á næstu 7!

Soldið skrýtið.

Þetta er ekkert sérlega hresst. Ekki miðað við sex on fire og use somebody. Svo ég tali nú ekki um bucket og öll þessi rokklög. Þetta er meira svona down south labbi tónlist. Fyrstu lögin eru samt með sæmilegu tempói.

Las viðtal við þá þar sem kemur fram að Caleb, söngvarinn, er leiðinlegur. Þegar þeir voru ekki frægir var hann alltaf með móral yfir því. Núna þegar hann er frægur er hann með móral yfir því og gerir í því að gera ekki hittara lög. Hann sagði það sjálfur. Þvílíkur douchebag. Þoli ekki svoleiðis hugsunargang. Gerðu bara flott lag og ekki hugsa um aðra.

Hann talaði t.d. um the end sem er fyrsta lagið á skífunni. Hann samdi það fyrir smá tíma en var aldrei ánægður með það því það var of commercial og of mikill hittari. Því kemur það bara út núna.

6 flott labbi lög en það vantar sárlega annað Black Thumbnail eða Charmer.

Conceptið ,,diskur" er náttla löngu úrelt og ég tala nú ekki um ef menn stikka 13 lögum á hann. Hvernig væri nú bara að henda inn lagi hér og lagi þar inn á vefinn svo maður geti keypt. Kannski eitt lag í mánuði eða svo. jafnel eitt á viku. Það er framtíðin. Alveg eins og Lennon vildi gera.


Svíinn ég og Johan Edfors erum like this[ritar Sigursteinn og krossleggur tærnar]

Á Andalúsía Open mótinu gerðist margt skemmtilegt. Ég náði því á vídeó þegar Birgir Leifur setti erfitt pútt í á lokaholunni á öðrum deginum til að rétt meika köttið og geta haldið áfram.

Ég var að rölta þetta með Stebba Má, Sissó og konu Bigga.

Annað skemmtilegt sem gerðist var að á tíundu brautinni fylgdi ég Johan Edfors af því að mér finnst hann svalur. Hann slæsaði upphafshöggið og við fórum öll að leita. Við fundum ekki kúluna og ég sá að þegar staðfest var að hann þurfti að fara aftur á teig þá grýtti hann kylfunni í jörðina og braut í tvennt. Kaddíinn var fljótur til og hirti brotin upp og faldi í settinu. Fáir tóku eftir þessu nema örfáir þ.á.m ég sem stóð þarna í 10mtr fjarlægð. Hann var aldrei víttur fyrir þetta.

Þriðja höggið hans endaði í ömurlegri legu og hann skondraði kúlunni eitthvað áfram í því fjórða. Ég óttaðist hið versta er ég fylgdist með þessum skapmikla kylfingi rölta upp að gríninu.

Ég staðsetti mig við grínið og sá hann slá fimmta höggið inn á grínið og tvípútta fyrir tribble skolla.

Hann var ekkert sérlega ánægður með það.

Hann var heldur ekkert sérlega ánægður með wannabe svíann sem sat þarna og fylgdist með hörmungunum og gerðist svo kræfur að biðja hann um kúluna.

Ég sat nefnilega þarna poll rólegur og þegar hann var að ganga frá gríninu sagði ég með besta sænska hreim sem ég gat framkallað.

,,Júúúannn, Kan jag fa din boll?"

Hann henti honum til mín, svipbrigðalaus.

Þessa kúlu á ég enn. Hún er merkt með rauðum depli.


Paul Lawrie og ég erum like this[skrifar Sigursteinn og krosslegur fingur]

Var ég búinn að segja þér söguna af því þegar Paul Lawrie talaði við mig?

Paul er eini gæjinn sem hefur unnið Opna Breska meistaramótið og talað við mig (fatta ekki hvaða stælar eru í öllum hinum!).

Hann vann Opna Breska árið 1999. Mótið sem Jean Van Der Velde klúðraði eftirminnilega.

Allavega, til að gera langa sögu stutta þá talaði hann við mig.

Ég var að fylgjast með Opna Andalúsíu mótinu árið 2008 þegar Biggi Leifur tók þátt. Var staðsettur á tíunda teignum. Það voru ekki margir áhangendur þarna og basically bara ég, sitjandi á stól aftast á teignum, og kylfingarnir.

Ég var eitthvað utan við mig er ég var að gramsa í plastpokanum sem ég hafði meðferðis þegar títtnefndur Paul Lawrie bað mig um að hafa lægra.

Eins og ég sagði, hann talaði við mig. Tæknilega séð.

Þetta var nú samt meira svona hann að sussa á mig ef ég á að vera alveg hreinskilinn.

ps. á þessu sama móti sem Paul Lawrie talaði(tæknilega séð) við mig, talaði ÉG við Johan Edfors. Meira um það á morgun.


dobbelganger

Djöfull eru þessar sleepwalk rassíur mínar orðnar öflugar!

Án djóks, þá þurfti ég að líta nokkrum sinnum á þessa mynd til að ganga úr skugga um að þetta væri ekki ég. Mér finnst hann ótrúlega líkur mér.

Sá sem getur nafngreint þennan dobbelganger fær tvær fríar ferðir í rennibrautinni í garðinu heima. 

j

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ps. þá er ég ekki að tala um Heiðu í Unun sem einning sést á myndinni. 


...

photobomb that guy - Children are Cruel Beings

 

Celebrity Pictures - Ian McKellen
see more Lol Celebsculture jamming win - Nasty Tricksy Hobbitses
see more Hacked IRL - Truth in Sarcasm

Who Knew

Djöfull get ég ekki hætt að hugsa um Who Knew. Það var svo geðveikt móment í lokalaginu þegar hvað mest gekk á og allt á fullu. Trommarinn var sem óður og allt í einu sá ég eitthvað skjótast upp í loftið hjá honum. Þá var það kjuðinn sem hann mölbraut í hamagangnum.

Ég gat ekki líkamlega hamið mig og öskraði yfir mig af rokksvitapungs euphoriu.

Þetta var geðveikt.

Þeir enduðu sem sagt á lokalaginu á disknum sínum. Sem er svona ekta epic lokalag. Set það hér í djúkarann fyrir neðan SIR lögin fjögur.

Svo tóku þeir eitt glænýtt lag líka. uuuuuþað var aaaageðveikt!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband