Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
14.1.2010 | 15:38
Hero
Ég get ekki mælt með því að hlaupa upp í móti, á móti vindi OG í friggin HÁLKU!
Ég byrjaði með bros á vör. Og hló reyndar smá upphátt þegar Hero kom í mp3 spilarann minn með Foo Fighters. Akkurat byrjunin sem ég þurfti.
,,það var rétt sem þeir sögðu, það er svo fallegt veður og enginn vindur. ahhhhhh þetta er fallegur dagur(eins og bubbi söng)." hugsaði ég með mér fyrstu hundruði metrana.
Svo byrjaði smá uppí móti í hálku. Okey. Smá töff. Ekkert mál, er með Hero í eyrunum.
Var kominn sirka helming leiðarinnar þegar ég áttaði mig á því.
,,Ég er sem lengst frá húsinu, meirihluti leiðarinnar sem eftir er er upp í móti í hálku OG SVO ER FRIGGIN MÓTVINDUR", hugsaði ég þar sem svitinn rann niður rassaskoruna.
Gerði nefnilega crucial mistök. Ég áttaði mig ekki á vindinum og hélt að það væri logn. Nei, nei, þá var ég bara að hlaupa MEÐ vindinum.
Ég komst þó á leiðarenda, henti mér niður og gerði 20 löturhægar armbeygjur alveg niður í gólf með bringu.
Note to self: Alltaf að byrja á móti vindi. Og ef þú ert of heimskur til að átta þig á að það sé actually vindur úti, haltu þig þá bara inni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2010 | 13:57
Gott plan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 12:42
Skin
Mig dreymdi söngkonuna Skin sem er hávaxin, sköllótt og lesbía. Nema hvað að þarna var hún með hár, lítil og EKKI lesbía!
What's going on in the brainhouse!
Ekki að mér sé ekki nákvæmlega sama. Þetta er bara það eina markverða sem komið hefur fyrir mig í dag. Gúrka!
Er að berjast við sjálfan mig um að fara út að hlaupa. ÞAÐ ER SVO LEIÐINLEGT. Gosh darnit. Mun samt fara. Eða ekki. SARG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010 | 16:37
Skilvirk Ugla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010 | 16:30
FundurumU
Fór á fund útí skála í gær á vegum afrekshóps GKG. Þar var haldin tala um áætlun okkar yfir árið og slíkt. Mjög sniðugt og áhrifaríkt myndi ég segja.
Mér var afhent gullmedalían frá Garðabæ þar sem ég mætti ekki á sunnudaginn. ÉG FÉKK ALDREI TILKYNNINGU UM AÐ MÆTA Á SUNNUDAGINN, for the last time! kræst.
Anyways...mér fannst athyglisverðast þetta sem Úlli sagði með að gera alltaf aðeins meira en aðrir. Góður punktur og lógískur. Maður vissi þetta alveg en samt ekki pælt í því og hvað þá framkvæmt það. Spurning um að fara og hypja upp um sig buxurnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010 | 16:19
Massinn ég
Tók hundredpushups.com, viku 4, dálk 3, dag 2. Búinn að endurtaka þessa viku nokkrum sinnum. Hef alveg klárað hana en vill gera armbeygjurnar betur. Dýpri og hægar.
Eftir það tók ég sit ups, vika 5, dálk 3, dag 2.
Var búinn á því eftir það en bara til að sanna að þetta sé allt í hausnum á þér þá henti ég mér strax í armbeygjur aftur þar sem ég lá á bakinu í svitakófi.
Êg var pumped up og ætlaði að gera eins margar og ég gat eftir allt þetta prógram.
Metið mitt hingað til var 36 en kjeppinn gerði 40 stykki! í einni lotu. Personal best!
Eftir massa prógram! (Þeir kalla mig ekki sigga massa fyrir ekki neitt.)
Þetta sannar það bara að ef maður er nógu sækó pumped up þá getur maður alveg gert allavega 30% meira.
Svo var ég nú líka með nokkuð sem Úlli sagði í gær í hausnum á mér.
Afreksfólk gerir alltaf aðeins meira en annað fólk. Þess vegna nær það lengra.
Þetta var ég að gera aðeins meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010 | 15:02
Ipoc classic 160Gb crashing
What's the deelio með þessa Ipodda! Ég á einn classic 160Gb en hann er farinn að krassa sínkt og heilagt.
Allavega lámark einu sinni per notkun kemur apple lógóið. Sama hvort ég sé bara að hlusta á lag eða flippa á milli laga eða artista.
Svo skiptir hann stundum sjálfkrafa um lög í miðju lagi.
Svo vel ég lag og eitthvað allt annað lag kemur undir fölsku flaggi.
Geðveikt bögg.
Ég sendi línu á epli.is til að fá feedback frá þeim. Býst ekki við miklu.
Búinn að uppfæra firmware-ið, troubleshoota og slíkt.
Getur einhver hjálpað mér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2010 | 19:27
nau! tímavélin fundin upp!
Já sæll, ekki vissi ég að Sol Campbell hefði fundið upp langþráða tímavél! Maður er búinn að bíða lengi eftir því að einhver fótboltamaður finni þetta tæki upp.
Hann var sem sagt hjá Arsenal frá 2011 til 2006. Það er með ólíkindum.
Ætli Jóhanna og Steingrímur viti af þessu? Þau vilja fara aftur í fornöld að mér skylst.
Campbell leikur með varaliði Arsenal í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2010 | 12:00
update á mohammed málið
Smá update varðandi mohammed frá mára landinu sem vinnur á bensínstöðinni. Þessi með pókerfésið og really ridiolously hressa frasann þegar ég tók bensín.
Heyrðu, kemur á daginn að gæjinn ER actually bara svona! Hann er ekkert skyldugur að segja þetta heldur kemur hann alltaf með svona random frasa við fólk.
,,hey, viltu eitthvað fleira? kannski tyggjó til að tyggja?" (sagt með svipbrigðalaust pókerfés.)
þannig hljóðaði eitt dæmið sem tekið var.
Þessu var laumað að mér af innherja sem veit ýmislegt um hvernig hlutirnir gerast á eyrinni. Kannski að ég birti fleiri innherjamál frá uppljóstrara mínum þegar fram líða stundir. Hann er vel tengdur.
allavega....gæjinn er þá bara hress. Ég fíla hann. Mun hiklaust fara aftur til hans. Ég mun koma með update á mohammed málið næst þegar ég tek bensín. Spurning hvort ég fái tyggjó frasann þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2010 | 11:48
Garðabær elskar mig
Garðabær gaf mér verðlaun á sunnudaginn! Ég frétti það á æfingu í gær. Þeir sendu út boð en mitt komst aldrei til skila. Mjög svekktur.
Garðabær verðlaunar sem sagt þá sem verða íslandsmeistarar og keppa fyrir hönd Garðabæjar.
Ég mun fara á eftir og ná í gullið mitt á skrifstofu Garðabæjar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar