Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
12.1.2010 | 09:40
hér
Hafiði pælt í nöfnum á mat! Hver kemur eiginlega upp með þessi nöfn? Ætli það sé sérstök nefnd sem heldur fundi. Ef svo er, hvað voru þau að pæla með nafninu.. .............wait for it..............SVIKINN HÉRI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2010 | 08:38
Fantasí football
Djöfull er ég fáránlega sáttur við argentíska snillinginn Tevez! Það fóru bara þrír leikir fram í enska og ég var bara með þrjá leikmenn sem spiluðu. Einn af þeim var tevez og ég setti hann sem fyrirliða.
Hann skoraði þrennu og fékk bónus. Svo fær hann tvöföld stig því hann er fyrirliði.
Needless to say þá hoppaði ég uppí annað sætið í deildinni af 20. Uppí fyrsta sæti í ofurdeildinni. Hangi enn í 3. sæti í opnu blönduósdeildinni en skreið verulega upp heildar töfluna í heiminum. Úr 220.000 sæti af 2.200.000 leikendum uppí sæti 89.019! geri aðrir betur.
Búinn að gera tvær breytingar núþegar fyrir næstu umferð. Sá hundraðasti sem heimsækir bloggið í dag eða næstu 3 daga fær að vita hverjar þær breytingar voru sem verðlaun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 17:22
Ný könnun
það er komin ný könnun. Mun mikilvægari en allar aðrar.
Síðasta könnun fór þannig að líf flestra stendur og fellur með fjölda kannana sem það tekur yfir daginn.
Ég verð nú að lýsa yfir undrun á því. Sláandi niðurstöður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 16:16
Sagan af mér og mohammed á bensínstöðinni
Ég tók bensín á bílinn sem er ekki frásögu færandi nema hvað að maðurinn inn á stöð var svo með'etta.
Gæjinn af erlendu bergi brotinn, um fertugt og kannski frá marokkó eða einhverju öðru mára landi. Honum stökk ekki bros alla afgreiðsluna og augun hans lýstu sorg og vonbrigðum með hvernig lífið hafði farið með hann hingað til.
Hann talaði bjagaða íslensku en ég kross á milli íslensku og friðrik þór friðriks-ísku.
Eftirfarandi er samtal okkar:
Ég: Góðan dagin
Gæjinn:.........
Ég: Borga dælu 10
Gæjinn: Var það eitthvað fleira VINUR!
Ég: Nei! (sagði ég, enn skjálfandi yfir því að hann hafi kallað mig vinur)
Gæjinn: Þá eru það 8700 krónur
Ég rétti honum kortið, hann tekur það og svæpar í gegn. Réttir mér það ekki heldur hefur það hjá sér.
Gæjinn: Kvitta hér
Ég kvitta og horfi svo á gæjan og bíð eftir frekari leiðbeiningum um hvort ég megi yfirgefa stöðina og kannski með kortið þá með mér.
Í einni svipan tekur hann eitthvað framandi múv og rennir kortinu eftir endilöngu borðinu í átt að sér, pikkar það loks upp og réttir mér með neutral sad-svip dauðans.
Ég:Takk fyrir
Gæjinn: Takk fyrir og vertu velkominn aftur. Eigðu góða ferð og njóttu dagsins í dag!
Ég: uuuuuuujá! takk..........uuuuu sömuleiðis.....hehe.....
á þessum tímapunkti var aðeins eitt eftir að gerast. Það var minn uppáhalds þáttur í þessari tragedíu dagsins. AÐ FARA. Í nokkrar sekúndur tókst mér samt að gera allt annað en akkurat það.
Hefði ég verið lag á þessum tímapunkti, væri ég andstæðan við ,,ertu þá farinn?"
Hefði ég verið drykkur, sæti ég þéttingsfast í lófa James Bond. Shaken, not stirred.
Shaken indeed.
Varla þurfa starfsmenn stöðvarinnar að segja þetta við alla! En samt, ekki séns í helvíti að hann sjálfur hafi actually viljað segja þetta óneyddur.
En allavega, gæjinn sýndi lítil sem engin svipbrigði. Var hann bara svona svalur eða svona drepleiðinlegur?
Það sem er samt á hreinu er að ef hann á sér eitthvað uppáhalds lag í þessum harða heimi þá hlýtur það að vera Pokerface með Lady GaGa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 11:09
"Voðalega ertu fundvís. Get ég fengið poka undir þetta"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 10:38
Bemrúda
Fór í smáralindina í gær með Sebas til að hitta stórvin minn Egil Arnars.
Ég hafði ekki séð hann síðan 2004 eða eitthvað álíka. Hann er sami gamli Egill nema bara pínu hávaxnari, ég sver það.
Það var gott að sjá hann og gaman að spjalla. Áttum mikið eftir að tómatsósast(catch up). Bada bing.
Sebas lék sér á meðan í tækjunum og hélt sér uppteknum. Svo fórum við í hagkaup nánar tiltekið, dóta sectionið. The Shitmúda ring. En Sebas var með bleyju þannig að mér var alveg sama.
Við vorum búnir að vera þar í dágóðan tíma að spjalla þegar ég sé í skottið á Sebas, hlaupandi á harðaspretti í átt að útgönguhliðinu. Hann var kominn sirka hálfa leið eða svo og ég sá glitta í eitthvað blátt og glansandi í annari hendinni hans.
Ég tók á sprett og náði honum rétt fyrir framan útgönguna. Honum fannst þetta ógeðslega gaman og var skellihlæjandi þegar ég tók hann upp og henti upp í loftið.
Kom á daginn að hann var með einhverja Latabæjar lyklakippu og ætlaði bara að láta sig hverfa í reyk og láta gamla um að borga hlutinn og róa gæjana í öryggisgæslunni.
Ég ætlaði þá bara að kaupa þetta handa honum þar til ég sá verðmiðann. Lítil Latabæjar lyklakippa kostar 890kr í hagkaup. Sæll. Ekki séns að ég blæði slíku í svona crap. Ég lét þetta þá bara hverfa þannig að Sebas tók ekki eftir neinu.
Ég er að segja ykkur það.....þegar Sebas dettur inn í þennan Bermúda hring í hagkaup, þá koma ótrúlegustu hlutir fyrir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010 | 10:53
svefn og heilsa indeed
Ekki falleg nótt að baki. Svefnsófinn í lundinum er ekki gerður fyrir fólk stærra en 1.50cm því hann bognar niður á við og slíkt. Þannig svaf Sebas þar og ég á gólfinu á tveim næfuþunnum dýnum.
Ég skreið uppí til Sebas um kl 3 því hann lét þennan sófa líta svo girnilega út svona fallega sofandi. Mér snérist fljótt hugur og fór niðrá gólf útaf 300% aukningu á verkjum í baki.
Svo vaknaði Sebas um kl 6 og sagðist vilja lúlla hjá pappa sínum og var byrjaður að skríða niðrá gólf. Ég náði að stoppa hann og skreið þess í stað aftur upp í til hans. Það leið ekki á löngu þar til ég skreið aftur niðrá gólf á þessar næfuþunnu dýnur sem ég hafði á þessum tímapunkti hulið með æfingardýnunni hennar mömmu. Hún gerir kviðæfingar og armbeygjur á henni. GREIT.
Svo vaknaði hann aftur um kl 9 og þá skreið ég aftur upp í til hans í von um að geta framlengt svefninum aðeins lengur. Snar hætti við það þar sem bakið þoldi ekki meira. Svo var hann orðinn svo hress og samkjaftaði ekki þannig að þetta var búið spil.
Við fórum því á lappir, einn ónýtur í bakinu, stirður og lúinn og annar eiturhress, útursofinn og til í tuskið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2010 | 21:18
Shit happens
Við erum búnir að skemmta okkur vel yfir helgina feðgarnir. Sebas er að venjast að vera ekki með bleyju og á sín slys móment.
Dótasvæðið í Hagkaup í smáralind er sérstakur Bermuda hringur fyrir Sebastian. Eða Shitmúda hringur, if you will.
Það nægir honum að vera þar í max 2 mín þá byrjar eitthvað að gerjast og hann kúkar undantekningalaust.
Þá setur hann hendina upp og segir ,,papá stopp, ekki koma, ekki koma".
Í þetta sinn var hann bleyjulaus og ég skúppaði honum undir handakrikan og hljóp útí bíl. Það skipti engu máli þar sem lögmálið segir, ,,once in the shitmuda ring you enter, shit happens".
Ég þurfti því að skafa kúkinn úr fötunum hans með berum höndum og dömpa honum í klóstið sjálfur. Það var æðislegt móment.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2010 | 11:31
Fantasí veður
omfg ég á bara fjóra leikmenn eftir í fantasí liðinu sem actually spila um helgina. Allir aðrir tilheyra liðum sem lentu í frestun út af veðri.
Og einn af þessum fjórum er meiddur! Eins gott að Tevez eigi fáránlega góðan leik. Setti hann sem kaftein.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar