Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
16.1.2010 | 14:18
Vörn er besta sóknin
Reina
Carragher Skrtel Kyrgiakos Insua
Degen Lucas Mascherano Aurelio
Kuyt Ngog
Hvernig er hægt að stilla upp liði sem er meira varnarsinnað!
Setja jóhönnu sigurðar í allar stöður? Hún er alltaf svo mikið í vörn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2010 | 13:18
Fallegt textabrot
You look so neat
Everyday is your birthday
You're such a treat
I'm just a drip in your faucet
Before the party's over
Before the highway road
Before the day begins
There's something I need to say
There's no one else
There is no one quite so perfect
When you're foreign bound
I am the coin in your pocket
Svo sungu meistararnir í Clap your hands and say yeah
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 16:42
Stefnir í rétta átt
Athygli mína vekur að einungis 79% þjóðarinnar eru skráð í þjóðkirkjuna. Það er mun lægra en maður hafði séð fyrir nokkrum árum. Næst stærsta hlutfallið eru þeir sem eru utan trúfélaga (moi), eða 3.5% sirka. Svo Kaþólikkar með rúmlega þrjú og rest er bara í ruglinu.
Til kristinnar trúar eru samtals tæplega 86% þjóðar. Ef maður telur sem sagt allt þetta crap sem heitir krossinn, fríkirkjan og aðrir útúrdúrar(mana hvern sem er til að koma með 9 stafa orð sem inniheldur þrjú ú).
Ásatrúarfélagið er bara með 0.44%
Reykjarvíkurgoðorð er bara með 20 félagsmenn sem samsvarar 0.01%
Hvað í BÉskotanum er Reykjarvíkurgoðorð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2010 | 16:26
Athugasemdir
Ein fyndnasta aulahúmors athugasemd sem ég hef rekist á á FB er neðangreind. Nöfnum hefur verið breytt sökum friðhelgis og FB statusinn er hripaður upp eftir minni, sum sé ekkert kannski 100% réttur(og eiginlega kolrangur). En það skiptir ekki máli. Það er athugasemdin sem er fyndin.
Guðmundur: Við hjúin gengum upp á Esju í gær. Það vildi ekki betur til en að á niðurleiðinni snéri ég mig á ökkla og ligg rúmfastur sem kveif.
Hannes hnyttni: Það gengur bara betur næst.
Bada bem, bada Búmm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 10:19
Opruh komið á óvart
Black eyed Peas komu Opruh á óvart í tilefni þess að hún var að byrja með þáttaröð númer 24. Þetta var opnunaratriðið og hún vissi ekki að þetta hafði verið planað af Harpo staffinu ásamt leikstjóranum Michael Gracey. Við erum að tala um yfir 20.000 manns sem eru þarna að dansa svokallaðan mob dance. Takið eftir hvernig þetta byrjar allt með einni stelpu sem er fremst fyrir miðju í bláum bol. Svo vindur þetta upp á sig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 08:54
BÍÓ rýni
Sá The Year One með Jack Black og Michael Cera. Hún var fín. Þeir tveir náðu að halda henni uppi. Skrýtið að hún hafi ekki notið meiri vinsælda. Þetta er fín afþreying og á skilið þrjár og hálfa stjörnu fyrir vikið.
Sá teiknimyndina Up og hún var fín. Skil samt ekki af hverju hún er bara instantlí orðin ein af betri myndum ever. Er komin á top 3 yfir bestu teiknimyndir sem hafa verið gerðar. Í 72.sæti yfir bestu myndir ever! sem er fáránlega gott. Fyrir mér var hún ekkert annað en góð afþreying og fær þrjár og hálfa stjörnu fyrir vikið.
Sá the invention of lying með Ricky Gervais úr the office. Brilliant concept þar sem hann lendir í því að vera fyrsti gæjinn sem lýgur ever. Hann finnur upp lygina. Fyrir þann tíma sögðu allir alltaf satt alltaf. Gallinn við þessa mynd er að þrátt fyrir að engin ljúgi þá þurfa ekki allir alltaf að segja allt hvað þeir eru að hugsa. Það er soldið þreytandi. Manni finnst eins og hann hefði getað skrifað mun betri díalóga og það vantaði að hann sem karakter fengi betur að njóta sín sem hinn klassíski Ricky Gervais. Brilliant hugmynd en ílla framkvæmd og ég gef henni tvær og hálfa stjörnu fyrir vikið.
Sá svo Anchorman í sirka þriðja skiptið. 457 stjörnur af 5 mögulegum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 08:40
[cue jaws lagið] du ru, du ru, du ru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 21:09
Heimaleikfimi
What's the deelio með þennan texta! Maður söng þetta í gamla daga sem lítið barn. Mér var hugsað til þess skyndilega og mér hálfpartinn blöskraði. Þetta er bara klám og ekkert annað. Ég meina...heimaleikfimi.....ertu að kidda mig.
Að neðan er textinn (eða allavega brot) og það er klárt mál hverju höfundurinn vildi koma á framfæri á sínum tíma.
...gerir mann stífan indeed.
Heimaleikfimi er heilsubót
Hressir mann upp og gerir mann stífan
Hvort sem er undir gras eða grjót
Gólfteppi, eldhúsborð, stóll eða dívan
(viðlag)
Heima heimaleikfimi
hressir mann upp og ... gerir mann stífan
Heima heimaleikfimi
hressir mann upp og ... gerir mann stífan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 21:05
Secret Agent X-9
Á það til að óverdósa á þessu lagi. Það er bara um mínúta þannig að ég held ég hafi endurtekið það sirka 48 þúsund sinnum. Það er frekar skrýtið en sneisafullt af angist og hressleika.
Lagið er um Secret agent X-9 sem aftengir sprengjur í geimstöð.
Lagið er ekki allra en þeir sem ná því sjá ekki eftir því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar