Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

The Xx

Skellti einu besta lagi sem er í umferð í dag í djúkarann hérna til hægri. Það er efsta lagið.

Þetta er hljómsveitin The xx með lagið infinity. Skífan þeirra er ofarlega á öllum listum fyrir árið 2009 og ekki að ástæðulausu. Hún er ,,hambúrgersparkasse marve-less" lí góð.

Þetta lag er lágstemmt og gott. Reyndar er öll skífan lágstemmd. Það skýrist að hluta til vegna þess að húsnæðið sem þau notuðu til upptöku var nálægt brautarteinum. Það var svo mikill hávaði í lestunum á daginn að þau tóku þetta allt upp meira og minna á nóttunni. Og sungu þannig lágstemmd í hálfum hljóðum.

Basic stöff.


RÆS!

Vaknaði 5:20 og mætti á réttum tíma, ólíkt sumum. Þarna voru sirka 20 manns(og kvenns). Hörku mæting og allir hressir, fyrir utan nánast alla.

Tókum 30-40-50-60 metra högg og svo creative vipp inná púttgrínið.

Með creative meina ég að á einni stöðinni átti maður t.d. að vippa í vegginn og framhjá hindrum. Á einni stöðinni var boltinn klíndur uppvið stól og maður hafði nánast enga baksveiflu til að koma kúlunni um 7 metra. Á annari stöð átti maður að vippa ofan á stóran æfingarbolta og svo eitthvað fleira skemmtilegt stöff.

Eftir klukkutíma fór mannskapurinn í skóla og what not. En þar sem aðeins blundur og leti beið mín heima þá varð ég eftir og tók á endanum þriggja tíma session.

Alfreð var í sömu hugleiðingum og saman náðum við góðri æfingu alveg til 9.

Við tókum nokkra 18 holu pútthringi þar sem skorið mitt var -7, -5, -6 og svo í lokin -10. KJEPPINN kann þetta. Endjúransið mar.

Alfreð skoraði þokkalega líka -8, -9, -11, -8. Hann er svo hrikalegur þegar hann dettur í stuð. Hann var m.a. bara -3 eftir fyrri níu, hitti svo allar nema eina á seinni níu og endaði í -11! Ég sem hélt að sigurinn væri í höfn. Nei,nei þá kikkar stigameistarinn inn. Rock Solid.

Heyrðu...svo er það coopers test á fitness æfingu á eftir. Djöfull skal ég taka á því þangað til ég æli.


Endurskoðun forgjafar

Núna fer fram endurskoðun á forgjöf allra kylfinga á landinu. Þetta er árlegt fyrirbæri. Reglurnar eru hér að neðan.

Mitt meðaltal af helming betri hringja hjá mér er 36.41667. Eðlilegt væri að meðaltalið væri 33 punktar. Og þar sem ég er 3.41667 yfir það, ætti forgjöfin að lækka.

Reikna nú samt ekki með því. Þar sem oftast er lítil nenna hjá klúbbum að actually framkvæma eitthvað af viti og á réttum tíma.

reglurnar:

Ástæða til lækkunar á forgjöf:

Meðalpunktafjöldi úr betri helming skráðra skora á tímabilinu er hærri en þrír punktar yfir gráa svæði leikmanns

Eftirfarandi er tafla sýnir hvaða skor (Stableford punkta) kylfingur í viðkomandi forgjafarflokki má að meðaltali vænta þegar hann leikur 18 holur:

0 til 2,4 . . . . . . . . . . . 34 Punktar

2,5 til 5,4 . . . . . . . . . 33 Punktar

5,5 til 9,4 . . . . . . . . . 32 Punktar

9,5 til 13,4 . . . . . . . . 31 Punktar

13,5 til 18,4 . . . . . . . 30 Punktar

18,5 til 26,4 . . . . . . . 29 Punktar

26,5 til 36,0 . . . . . . . 28 Punktar


barnapössun

þessi vika verður barnapössunarvika. Hún byrjar á því að ég passi Emil, aka Emilio Vasques, aka Emil Heskey, litla strákinn hans Péturs.

Svo passa ég stelpurnar hennar Kötu í nokkra daga ásamt því að vera með punginn yfir helgina.

Þetta verður hressandi

og já, í öðrum fréttum er það helst að mig vantar friggin vinnu ef einhver er að velta því fyrir sér.


gkg

Afrekshópur GkG er að fara kikka þetta upp í annan gír. Það eru morgunæfingarnar sem byrja í vikunni.

Vakna kl 05:20 og mæta 6 í kórinn. Vera í klukkutíma í morgunsárið að slá 70 mtr högg yfir völlinn.

Get ekki beðið. Hlakka mikið til.

Í öðrum og heldur daprari fréttum er það helst að ég kláraði fjórðu viku í hundredpushups.com en ætla að endurtaka hana aftur því þessar armbeygjur eru ekki nógu djúpar sem ég er að taka.

Það skiptir engu máli hvar ég er staddur í raun, fjórðu eða fimmtu viku, svo lengi sem það eru framfarir í gangi.


mini bíórýni

I love you man er helvíti góð. Fyndin og meira en bara tjéllingamynd. Hún fær 4 og hálfa af 5 sökum þess að hún uppfyllti nánast nkl það sem ég vildi og bað um.

Frábær afþreying.

Fór á Bjarnfreðarson í bíó með pabba í dag. Sú mynd kom mér á óvart. Hún er bara sorgleg og pínu fyndin. Hún fær 4 af 5 stjörnum. Góð skemmtun en frekar sorgleg eins og ég sagði. Einn huge mínus við þessa mynd er friggin Daníel karakterinn sem er svo leiðinlegur að.....[insert joke].


Jónsa lagið

Þetta er lagið hans Jónsa úr Sigurrós. Hann er að fara gefa út plötu þann 22 mars. Ég verð nú að segja að þetta lag er úber gott. Byrjar hægt en breytist svo í hresst enskt lag. Gaman að taka eftir því að á mín 2:31 byrjar hann að syngja mjög svipaða melódíu og Kings of Leon í laginu the Bucket.

Everyones gathered to idolize me,
I hate the way you talk your Japanese scream
It's been too long since I left the shed,You kick the bucket and I'll swing my legs  


Sóliver

Í dag er sóliver dagurinn. Alltaf þegar ég skrifa sólon þá meina ég Óliver.

Við vorum sem sagt á Óliver, ekki á sólon.

Enginn munur á milli kúks og skíts.

ps. Óliver, aka Skinkuver


Gærkvöldið

Kíkti út með strákunum í keilu og drykk. Það er ávallt góð skemmtun að hitta Pétur og Bjarna Bjarna (betur þekktur sem gull gulls).

Við erum æskuvinir og sögur fljúga hægri og vinstri sem enginn væri morgundagurinn. Alltaf gaman að rifja upp þá gömlu góðu.

Við byrjuðum sem sagt í keilu þar sem Pétur var ótrúlega sterkur. Við tókum 3 leiki og hann vann fyrstu tvo sannfærandi en svo vann ég þann þriðja (ásamt pétri, jafntefli). Bjarni tapaði öllum viðureignunum.

Svo fórum við á rúntinn og strákarnir byrjuðu að rökræða um hvert ætti að fara. Það er alltaf hitamál hjá þeim. Þar sem ég var bara að keyra þá gat mér ekki staðið meira á sama. Bjarni hafði lokaorðið og believe it or not þá vildi hann fara á Sólon. Eða skink-on eins og það er kallað.

Við vorum þarna inni ásamt skinkum og nokkrum hnökkum. Það sem kórónaði þetta svo var þegar ein skinkan tók upp eitthvað krem og bar á sig. Heyrðu!, ég lýg þessu ekki, ég SVER það, þetta var brúnkukrem! Ekkert djók hér á ferð. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Oft ýki ég en þetta er dagsatt.

Pétur var í þröngri skyrtu og í hvert sinn sem hann brosti þá sprungu tölurnar nánast af skyrtunni. Hann er með svo massívan kassa. Hann gékk undir viðurnefninu ,,Bulky" þetta kvöldið.

Bjarni lenti í orðaskaki við einhvern huge gæja á klóstinu (sem var btw grenjandi) því Bjarni er svo mikill fæter.

Pétur þurfti svo skömmu síðar á klóstið en pældi svo í því hvort hann þyrði á klóstið útaf þessum gæja. Ég reyndi eitthvað að hjálpa honum og telja í hann kjark með því að viðurnefna hann ,,Bulky McFearless". Það virkaði ágætlega um stund. Hann stóð upp, tók tvö skref í átt að klóstinu en snéri sér svo við í átt til okkar aftur og sagði eftirfarandi instant klassísku setningu:

,,Ég er kannski Bulky McFearless, en ég er samt með lítið hjarta".


Pétur (adverelse, upprifjun á gömlum tímum)

Hann er ágætur. Hann á það til að detta í frasamaskínuna og framleiða setningar sem verða svo instantlí klassískar. Svo er svo gaman að vera með honum þar sem hann MAN alltaf allt úr fortíðinni. Og með allar tölur á hreinu.

Hann rifjaði upp að í gamla daga var einhver gæji á sveitaböllunum kallaður skemmtanaljónið. Því hann var alltaf í svo miklu stuði.

Svo var hann að rifja upp að hann mætti alltaf fyrr í skólan á Blönduósi til að tala við Egil Páls!

Var kominn hálftíma fyrr en allir aðrir og þá voru krakkarnir úr sveitunum í kring mættir líka.

Læt staðarnumið hér þar sem þetta er ekki beint skemmtileg né fyndin upprifjun fyrir neina aðra en okkur og kannski Egil Páls.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband