Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
16.9.2009 | 10:08
attack of the strings
þegar ég vaknaði í morgun hélt ég að um lömun væri að ræða. Lömun með dass af gnístandi verkjum.
Það er klárt að daginn eftir BC er maður bara þreyttur. En tvo daga eftir BC þá fær maður strengi.
Ég hef aldrei á ævinni fengið jafn mikla og stórfenglega strengi.
Eftir að hafa barist við að koma mér á fætur og keyra krökkunum lét ég renna í bað.
Eldheitt þrumubað. Er með fimmta stigs brunasár eftir hitann. Strengirnir halda samt alveg velli. Virðist ekkert hafa áhrif á þá.
Hefði getað sofnað í baðinu nema hvað ég álpaðist til að skilja nýja muse diskinn eftir á fóninum til afheyrnar. Hann er svo vondur að ég dottaði bara og þróaði með mér myndarlegan hausverk. Hvað halda þeir að þeir séu eiginlega! ruthless ripp off af queen í gangi. Bara fáránlega augljóst.
Nýji diskurinn er sem sagt blanda af 70%Queen, 20% wannabe klassísk tónlist a la Chopin upp og niður tónstiga, 10% ágætt rokk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2009 | 14:10
Bók bókanna
Fór í Eymundsson og keypti hina margumtöluðu bók "The lost symbol" eftir Dan Brown. Ég er búinn að bíða í 6 ár eftir henni og slefa nánast af spenningi. Búinn með prológinn og guð minn almáttugur. Þetta lofar svo góðu.
Nýbúinn að klára The girl with the dragon tattoo sem er bókin sem stig larson skrifaði og gerð mynd eftir sem heitir Karlar sem hata konur. Það er annar titill á bókinni því í amríku höndla þeir ekki svona veruleika.
Bókin fær 4 og hálfa stjörnu af 5 hjá mér. Instant klassík. Frábær í alla staði. Mun kaupa hinar tvær um leið og ég hef tækifæri til. Ein heitir eitthvað um the girl who played with fire og veit ekkert um hina.
Var líka að klára bókina The five people you meet in heaven eða eitthvað álíka(nenni ekki að standa upp og tjékka). Hún var fín, ekkert grand, bara sirka 3 af 5 anal stjörnur.
En þá að máli málanna. The Lost Symbol. Jeeeeeeeeeeee
Mun sökkva mér í hana ekki seinna en NÚNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 10:20
fita
Þess má geta að fituprósentan hjá mér núna í upphafi átaks er 21,7% sem er average skv töflunni og það kom á óvart.
Markmiðið sem hann sagði mér að væri fínt er töfratalan 16% sem hýfir mig niður í Lean flokkinn í töflunni.
lean mean friggin djús pródús machine
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 09:58
gaddi
Ég átti erfitt með að sofna í gærkveldi sökum blöndu af kóki og tilhlökkun fyrir BC (boot camp).
Örugglega sofnað um 2 og vaknaði svo aftur kl 5:30.
Dagurinn byrjaði ekki vel þegar ég ætlaði að vippa hlaupaskónnum fram úr hillunni. Þeir virtust eitthvað helst til litlir. Ég leit á miðan og sá að þetta var stærð 39. FOOOOOOOOOOOOKKKKKKKKK
Skórnir hennar Maríu. Ég hafði séð þá áður og hélt að þetta væru mínir skór. Not so my friend.
Mínir skór eru enn í sólbaði útá Spáni. Tók þá ekki með til Íslands því þetta átti bara að vera nokkra mánaða stop.
What to do, what to do.
Ég átti enga skó sem remotely gætu virkað í útihlaup.
Var því neyddur til að mæta í jogging buxum, pólóbol, regnjakka, húfu og GOLFSKÓM!!!!
Strákunum leist ekkert á þetta fashion statement disaster sem myndi láta þá líta ílla út og Hössi lánaði mér hlaupaskó númer 45! Ég nota númer 43. Smellpassaði miðað við golfskónna.
Note to self: Kaupa hlaupaskó og hætta svo að vera svona heimskur og dobbúl tjékka svona krúsjal hluti degi áður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 09:51
fyrsta æfingin
slkjeooooooooooooooooo dllllllllllllkk lkeeeeeeeeeeee
Nei nei, að öllu gamni slepptu þá stóð ég mig bara framar vonum á þessari fyrstu boot camp æfingu.
Hef aldrei verið jafn þreyttur og núna, og það er bara viðbjóðslega erfitt að hreyfa sig. En í fyrsta sinn á ævinni þá líður mér actually vel eftir púl.
Maður hefur alltaf heyrt aðra tala um hve manni líði vel eftir ræktina og slíkt. Aldrei svo með mig. Alltaf fundist leiðinlegt og ekki fundið fyrir neinni vellíðan.
Núna er þetta öðruvísi. Ástæða.....ég vill gera þetta. Er tilbúinn í refsingu og púl.
Byrjuðum á því að taka upphitunarhring í kringum ármúlan í sirka 3 mín. Svo hlupum við 2,3km í laugardalnum og ég kom annar í mark af nýliðunum á 12:50 sem ég er ánægður með.
Fórum svo inn og tókum þrjár æfingar. Alltaf í tvær mínútur í senn og reyna að gera eins mikið af endurtekningum og maður gat.
Fyrst voru armbeygjur þar sem ég gat 7 og svo 16 í viðbót á hnjánum. Telst bara sem 7. FOKK!!
Svo magaæfingar þar sem ég tók 32 stykki.
Loks froskahopp, eða 2 mínútur í helvíti eins og ég kýs að kalla það. 16 þar og eftir þessa æfingu var ég virkilega búinn með allt sem ég átti. Ælutilfinning og tómleiki summar þetta upp á þessum tímapunkti.
Ég var paraður með konu, sirka 47 ára, lítil og vel búttuð. HÚN FOKKIN GERÐI ALLTAF FLEIRI ÆFINGAR EN ÉG!!!!! sem var alveg óþolandi. Fyrst gerði ég og hún hvíldi, svo kom hún og bætti mitt um 1 eða 2 endurtekningar. Sargasti. Krúsjal mistök að gera fyrstur. Annars hefði ég aldrei stoppað með færri en hún.
Eitt sem hélt aftur af mér. Allan friggin tíman inní salnum þurfti ég að reka við. Við erum að tala um pretty close quarters þannig að það var útilokað að stíga á endur, jafnvel til að lauma einu út. Útilokað. Svo var ég svo þreyttur í rassinum að maður hefði aldrei getað reiknað með vel útfærðri losun, hefði getað endað í stórslysi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2009 | 20:33
coot Bamp
Jæja gott fólk, boot camp á morgun kl 06:30! Nú byrjar alvaran fyrir alvöru.
Það er strax þrekpróf í fyrsta tímanum og við förum út að hlaupa í sirka 3 kílómetra, svo armbeygjur,sittups og froskaeitthvað....veit ekki einu sinni hvað allar þessar æfingar heita, ætli ég fái refsingu fyrir það....
Þetta eru harðir naglar þarna sem þjálfa mann.
Sjáum til hvort ég geti pikkað eitthvað inn hérna á morgun fyrir þreytu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 09:10
tvífarar
Fáránlega líkir tvífarar í þessu safni hér að neðan
http://www.webofentertainment.com/2009/09/as-like-as-two-peas.html
Sumir hreinlega of líkir eins og....
Kofi annan og morgan freeman, Larri king og big nosed monkey.
Personal fav.....Gary busey og Masaque
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2009 | 18:29
Strategic movement coordinator
Pétur summaði soldið upp hvað það er sem börn gera. Það er nefnilega að flytja hluti frá stað A til B.
Sebastian er einmitt núna í þessum gír. Hann finnur eitthvað, pikkar það upp, sýnir mér og spyr svo hvert ég vilji að hann setji hlutinn. Og upprunalegi staðurinn kemur sjaldnast til greina sem loka áfangastaður.
Sem er í raun fáránlegt því hluturinn er nú oftast nákvæmlega á þeim stað sem hann á að vera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2009 | 18:21
fróði
Ég þarf eiginlega að byrja að rukka fyrir alla þessa visku og uppsprettu fróðleiks sem fram kemur á þessari síðu.
Bara verst að mér dettur alltaf bestu færslurnar í hug þegar ég er að keyra. Get ekki þrumað þeim inn á netið instantly og gleymi þeim svo.
Note to self, kaupa diktafón, ýtá rec og lím'ann við kinnina á mér.
Ég man að í gær var ég nánast búinn að drepa nokkra saklausa í umferðinni þar sem ég veltist um í bílnum af hlátri. Ég sá þessa færslu sem minn Ulysses. Sá hana sem mína bestu hingað til. Get svo ekki fyrir mitt litla líf munað hana.
En góð var hún.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2009 | 15:10
nóttin
djöfull var tekið á því í gærnótt. Kom heim kl 7 eða eitthvað álíka. Klessik kvöld með strákunum.
get ekki skrifað meir sökum skel ástands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar