Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
12.9.2009 | 21:19
boot camp
fór á kynningarfundinn fyrir boot camp sessionið sem ég er að byrja á. Tók sex vikna námskeið og sé svo til hvort þetta henti mér.
Þetta lofar góðu.
Get ekki beðið eftir að refsa sjálfum mér fyrir átfest dauðans í allt sumar. Þannig rúlla ég bara. Nýt þess að éta og núna er bara kominn tími til að taka smá skurk. Sem verður bara vibba gaman.
Fyrsti tíminn á þriðjudaginn.
Er þrisvar í viku, klukkan 6:30 á þriðju og fimmtudögum og svo kl 9 á laugardögum.
Mass'ettaaaaaaaaaaaaaaa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2009 | 21:17
kellinn
Tók þátt í móti útá Keili í roki og smá rigningu.
Kom inn á +6 með tvo dobbla. Er sérlega ánægður með spilamennskuna þrátt fyrir þessa síður góðu tölu. Ásinn var smokí joe hottson. Hef aldrei, aldrig, slegið jafn vel með honum.
Enda fékk kjepppinn verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á þrettándu. Um 290-300 metrar í meðvindi.
Fékk 60° Nike wedge. Tiger Woods Nike Forged var það víst heillin.
Var með þrjá fugla og mörg önnur fugla færi sem rétt misstu. Sem sagt, spilaði vel og er ógó sáttur við breytingar sem ég er að vinna í.
Bæði gripið að koma sterkt inn (bara annar hringur sem ég spila með það), og svo aftursveiflan sem er að batna.
Högg dagsins var bæði þetta lengsta upphafshögg og svo innáhöggið á átjándu. Mótvindur og eftir enn eitt frábæra drævið átti ég 126 metra í stöng. Tók fallegasta högg ever með sjöu, þráðbeint og 2 metra yfir pinnan í mótvindinum. Lak svo kúlunni á síðasta snúningnum niður holuna fyrir fallegum fugli á lokaholunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 21:53
bonní mjási
Ég sagði Sebas einu sinni í bílnum að lagið sem var verið að spila væri Bon Iver. Honum fannst það kúl og þekkir það núna þegar það er leikið. Sem er ekki frásögu færandi nema hvað....
Við vorum að hlusta á Bon Iver í tölvunni, eitthvað að dúlla okkur bara. Ég sýndi honum svo mynd af Bon Iver, svona til þess að hann gæti sett andlit við nafn.
Það vildi svo til að á þessari mynd heldur Bon Iver á kettinum sínum.
Þá segir Sebastian og bendir á köttinn "Bonní Mjási" með spurjandi tón.
Ég jánkaði því bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 21:47
skíta á sig
Ég þekki marga sem kunna ekki að skíta almennilega á sig. Það sem ég meina með því er að þegar maður gerir eitthvað sem er síður æskilegt en samt gaman eða gott þá eru margir með of mikið samviskubit á meðan á því stendur og ná ekki að njóta þess.
Tökum sem dæmi að borða eitthvað óhollt. Panta sér pitsu eða fá sér eitthvað feitt að borða.
Margir gera ekkert annað en að pæla í því hvernig þeir ætli að losna við þetta af rassinum samstundis á meðan étið er. Fá samviskubit og njóta einfaldlega ekki matarins, eins og upprunalega var ætlast til.
Annað dæmi er að detta í það. Ekki hollt og slíkt. Fukkit mar. Bara hrynja íða og njóta þess að skemmta sér. Sumir eru endalaust með samviskubit yfir hinu og þessu, ýmist að bjórinn er svo fitandi, verð með svo mikla þynnku á morgun eða þá bara að tjellingin verði brjáluð.
Þriðja dæmið eru reykingar. Þekki nokkra sem eru á bömmer með að reykja og vilja helst ekki að neinn sjái það og svo fram eftir götunum. Aldrei í sátt með það.
Sko, ef þú ætlar að vera svo misgáfaður að reykja, gerðu það þá bara og njóttu þess á meðan. Í staðin fyrir að líða ílla með það.
Með þessu er bara verið að strika út ánægjuna af þessu "óholla" athæfi. Nokkurs konar "nullified affect" eins og það kallast á minni latínu.
Ég segi að þegar maður ætlar að skíta á sig. Gerðu það þá almennilega eða bara slepptu því. Svo skeinir maður sér bara þegar af lýkur(lesist, fer í ræktina etc...).
Það er þannig með mig að ég met einfaldlega ánægju mína meira í dag heldur en á morgun.
Today is blessed, the rest....remembered. Eins og skáldið sagði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 12:32
Mr Smith
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 12:29
goll
Þurftum að rífa okkur upp kl 07 í morgun. María átti að mæta 08 og pungurinn 08:30. Djöfulsins læti í þessu fólki.
Ég skutlaði liðinu á sína staði og fór svo í hraunkot og æfði sem vindurinn til 12. Mjög ánægður með þetta session. Enda var brjálaður meðvindur þannig að öll högg voru bein og löng.
En í alvöru talað þá finn ég þvílíkan mun á höggunum eftir að hafa getað æft í tvo daga straight.
Fer í mót á morgun í Keili þar sem ég mun skíta á mig sennilega. Sennilega síðasta alvöru mót sumarsins hjá mér. Á kannski eftir eitt djók mót, Blái Open, en svo veit maður aldrei. Kannski poppar eitthvað upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 19:47
Klessik
Þvottavélin kom og hún er flott. Whirlpool 6 kíló 1400 snúninga eins og hálfs árs gömul á 35 þúsund kelllll. Kostar ný 130 þúsund. Enginn smá vina díll.
Þakka Hauki frænda fyrir það. Og pabba. Haukur þekkir gæja og pabbi hafði orð á þessu. Svona gerast kaupin á eyrinni.
Nú vantar bara sófasett.
Svo erum við nálægt því að fá íbúð í vesturbænum. Snilldar location. Nánast location dauðans. Það er samt ekki í hendi. En vonandi gengur það eftir. Þá er bara málið að klára mánuðinn hér í garðabæ og fara svo í 107 og koma sér fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 13:50
white lies
Er búinn að hlusta soldið á white lies og líkar vel. Áttaði mig á því hvað það var sem heillaði mig við þessa hljómsveit. Það var botninn. The mid section. Trommurnar og bassinn.
Sjaldan hef ég heyrt band með þvílíkt vel leikandi mid section.
Trommarinn fer á kostum á þessari skífu sem og bassaleikarinn.
Þeir gera þetta.
Ég hef oftast verið gítar og radd þenkjandi hlustandi en þetta kom sem gusa úr heiðskíru.
Augljósir hittarar eru Farewell to the fairground og EST. Svo erum við að tala um lög númer 5 og 7 sem eru sterk. Beisikklí ertu solid frá lagi 1 til 8 og hin tvo eru svo ágæt.
Ps. mæli svo með La roux sem er reyndar á skjön við minn tónlistarsmekk en við getum sagt að hún sé undantekningin sem sannar regluna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 13:43
allt að gerast
Náði tveggja og hálfs tíma æfingu í morgun í fyrsta sinn í langan tíma. Sótti svo Sebas kl 12 og að sögn var hann sem engill og knúsaði viðstadda og át matinn sinn og bað meira að segja um ábót.
Ég er loksins kominn með netið í íbúðina. 16mb hraða lofað en mælist bara frá 5 uppí 9. Alltaf tapast smá en aldrei svo mikið. Þarf að senda einhvern á þetta lið.
Fékk hringingu og mér tjáð að þvottavél væri á leiðinni til mín. Pabbi búinn að redda því fyrir mig. Sem er frábært. Hann alltaf bestur. Veit ekki einu sinni hvaða tegund þetta er og hve mikið hún kostar. Skiptir engu máli. Svo lengi sem hún minnkar ekki vaffhálsmálspeysurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2009 | 17:51
Endur Skoðendur (hilarity ensues)
Ég og pungur fórum á rúntinn og höfðum um klukkutíma til að drepa þangað til náð yrði í Maríu.
Við komum m.a. við útá nesi þar sem gæsavarp mikið er áberandi og að ég held friðað pleis.
Við runnum hljóðlega að staðnum og sáum tvo aðra bíla vera fylgjast með. Svo kallaða endur skoðendur.
Ég drap á bílnum og lét hann renna uppað tjörninni til að trufla nú örugglega ekki.
Þetta vakti mikla lukku hjá Sebas, "muchos patos, papa mira los patos"
Við erum að tala um sirka fimm hundruð milljónir fugla sem þarna voru saman komnir. Allavega minnst hundrað án djóks. Mikið magn.
Eftir fimm mínútna áhorf þá gerði ég krúsjal mistök sem endurskoðenda heimurinn lítur niður á. Ég skrúfaði niður rúðuna fyrir Sebastian. Bara sona....til gamans fyrir hann.
Eitthvað gerðist því við erum að tala um fimm hundruð milljóni fugla(hundrað) sem allir, á nákvæmlega sama augnabliki, skutust upp í loftið og flugu í burt.
Ég bara....vúps.....og leit á Sebas......hann sagði "fokkin ei" (sem hann hefur greinilega pikkað upp eftir móðir sinni, ehem).
Þetta var fögur sjón. Að sjá alla þessa fugla fljúga upp samtímis.
Ekki fannst hinum bílunum þessi sjón jafn falleg.
þar sem mér varð litið á bílana sá ég hvernig þeir voru báðir að dunda sér við að myrða okkur með augnaráðinu. Mjög ósáttir.
Kannski búnir að vera þarna í nokkra klukkutíma með nesti, tóku sér spes frí í vinnunni til að fylgjast með þessum fuglum. Kemur hill billíinn með kana derhúfuna með x-ið stillt á styrk 16 og einn skæruliða í aftursætinu sem hrópaði hátt og skýrt "hola patos" útum opinn gluggann.
Púff............allar endurnar farnar suður á boginn.
Þarf greinilega að endurskoða þetta aðeins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar