Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
19.9.2009 | 14:03
BC III
Fór á æfingu í morgun og þessi var sú erfiðasta hingað til. Byrjuðum á litlum upphitunarhring og gerðum svo útiæfingar þ.a.m. að krjúpa niður og hoppa svo upp. Eftir það voru lærin á mér sem bál, ég var svo þreyttur í þeim.
Svo var okkur sagt að hlaupa annan hring nema bara stærri OG þau mundu taka tímann! 4 mín er flott, lengur en 6 mín er ekki gott.
Ég byrjaði að hlaupa en gjörsamlega gat það nánast ekki. Ég var eins og hreyfihamlaður maður eftir þessi semí froskahopp.
Ég RÉTT náði að skríða upp brekkuna þar sem þjálfarinn stóð með klukkuna og spurði um tímann. 05:45:00 HJÚKK ITTTTT.
Ég var svo glaður að hafa klárað án þess að labba,,,,bara jeeeee (í hljóði að sjálfsögðu enda gat ég ekki stunið upp orði).
Nei, nei, hún segir þá, jæja ekki eftir neinu að bíða, annan hring!
Ég bara,,,,,ERTU GEÐVEIK! hún brosti og sagði mér að hypja mér af stað.
Það var því einungis 5% siggi sem mætti inní sal þar sem, viti menn.......wait for it.......fólk var að hlaupa í hringi. Moþafokk!
Hlupum í nokkra hringi og stopp.
Djöfull var ég ánægður með að vera búinn með þetta. Þetta hlaut að verða auðveldara eftir þetta helvíti.
Nei nei. Parið ykkur fjórir saman og farið í hvíldarstöðu 1. Sú staða er eins og þegar maður tekur armbeygjur en heldur öllum líkamanum uppi, bara tær og lófar snerta gólf.
Snúið þannig í hring og haldið stöðunni, einn byrjar svo að taka eina armbeygju á meðan hinir halda stöðunni. Þannig fer þetta hringinn og svo hækkar talan. Þetta er uppí 10. KOMA SVO TAKA Á ÞVÍ!!!!
Þetta er allt svona. Livin hell.
En ég meikaði það á endanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2009 | 13:52
The Lost Symbol
Búinn með The lost symbol eftir Dan Brown. Tók mig 4 daga.
Þetta er skemmtilegasta bók sem ég hef lesið á ævinni(fyrir utan HGTTG að sjálfsögðu). Fullt hús stiga.
Ég hló, ég grét, og svo byrjaði ég að lesa bókina. Nei án djóks, ég gat ekki látið hana frá mér.
Ég bara á ekki orð yfir því hve skemmtileg hún var. Ég veit ekkert hve GÓÐ hún er því ég er kannski ekki dómbær á það, en skemmtileg er hún. Hot-diggití-dem.
Í stuttu máli sagt er þetta um Frímúrarana. Þeir geyma, eins og margir vita, mikilvæg leyndarmál sem aðeins upplýst og vel gefið fólk er hleypt að sökum þess að þessi leyndarmál væru hættuleg í höndum rangra aðila.
Í hnotskurn þá smýgur einn gæji sér inn í regluna og kemst á æðsta stigið í þeim tilgangi að komast að þessu. Til þess þarf hann hjálp Robert Langdons sem hann kúgar til að hjálpa sér með ýmsum prettum.
Ef þú hefur remotely áhuga á bókum þá er þetta möst ríd. Algjört MÖST.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 16:07
Sir Mixalot Muse Mixture
Henti inn mixi af hápunktum nýja Muse disknum. Það er efsta lagið. Í raun eru þetta bara tvö lög samanskorin á ýmsa vegu.
Fyrir mér eru bara þrjú sterk lög á þessum disk. Kannski eitt mellem og hitt rusl.
Þessir bútar eiga skilið smá exposure sökum gæðarokks stuðuls sem þeir hafa fram að færa.
Svaðalegt að hafa þetta í bílnum á hæsta styrk og öskra með.
Eitt af þessum mómentum sem ég líkamlega GET ekki hamið mig um að öskra með. þannig að þeir sem vilja hlífa sér fyrir þeirri ófögru sjón, ekki rigga þessu lagi í botn á ferð með mig innanborðs. Þá mun ég ÞRÓTA úr mér lungun.
ps. einnig er vert að benda á mix af rock star supernova krappinu sem ég gerði forðum og svo killers mixinu. Þessi mix standast tímans tönn. Sir Mixalot strikes again.
Þetta er allt þarna í djúkaranum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 14:13
Mjási Mjá
Ég á kött sem gerir ekkert annað en að æla. Eingöngu og exclusivlí á sængina hennar Maríu!
Frekar fyndið
Maríu finnst það ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 14:11
Dósitch
Naumast hvað dobbúl dósich af ráðlögðum skammti af íbúfeni rotar mann. Ég þrótaði nokkrar töflur og skolaði því niður með vítamín súpu. BEM. Sofnaði og vaknaði hress kl 13:30
Strengirnir aðeins betri.
Á leiðinni í leiðangur útí bæ. Breyta lögheimili, þinglýsa leigusamning og fleira vesen.
Mætti ekki á æfingu í gær sökum líkamlegs ástands. Gleymdi að láta vita. Úps.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 07:57
sækó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2009 | 10:01
Nagli
Ég er orðinn svo harður eftir að ég byrjaði í Boot Camp.
Svo harður að baðið sem ég fór í var svo heitt að það kviknaði í sjampó brúsanum mínum.
Svo harður að ég breytti símhringingunni úr "kindin Einar" með tvíhöfða, í "Muzzle" með smashing pumpkins. Þegar Pétur hringir þá hljómar hins vegar "stayin alive" með Bee Gee´s bræðrum.
Svo harður að ég.....[sjá chuck norris brandara fyrir meira.]
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2009 | 09:56
Væll
Önnur BC æfingin í morgun. Eitt orð......SARG. Ræðum það ekki meir.
Kom heim, lagðist á gólfið og gat svo ekki staðið upp. Fékk hjálp.
Fór í bað.
Skrifa í stikkorðum.
Gott á mig.
Hætt'að væla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2009 | 21:07
bryður
ég bryð 400 gramma íbúfen töflur hægri og vinstri. Áreiðanlegar heimildir segja mér að það virki soldið á þessa strengi.
Annars hefur það ekkert uppúr sér, því það er strax æfing aftur á morgun í fyrramálið.
should I stay or should I go eins og Addi söng forðum daga.
Svo ég hætti nú að væla í eitt augnablik þá get ég sagt frá því að þessi hot demm diggití nýja bók eftir Dan Brown er, eins og spánverjinn segir, mjólkin(la leche).
Hún er svo mikil snilld, leiðandi mann áfram, kafla eftir kafla. Það er nánast ekki hægt að leggja hana frá sér. Ég fíla svona uppbyggða bók, þar sem kaflarnir eru stuttir og enda nánast alltaf þannig að maður verði að halda áfram sökum spennu.
anyways, eftir að ég skutlaði þeim í vinnuna fór ég í baðið heita, lagðist svo útaf og ætlaði að lesa en sofnaði sem steinn, sigursteinn, og vaknaði allt í einu kl 13:30!!!!!!
Búkurinn á mér virtist feginn smá hvíld.
jæja, það er ekki eftir neinu að bíða, ætla að fara lesa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
skoðanakönnun
Djúkari
Af mbl.is
Íþróttir
- Líður best undir teppi í frostinu á Íslandi
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu