Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Leikur

Ég og María höfum komið okkur upp smá leik á meðan við keyrum í vinnuna. Okkur var litið inní alla þessa bíla og fólkið er svo alvörugefið og þreytt eitthvað.

Þannig að við fengum þá hugmynd að reyna kæta fólkið eða allavega vekja það aðeins.

Við höfum því tekið upp á því að velja alltaf einn bíl og heilsa fólkinu og veifa eins og við þekkjum það.

Manneskjan horfir furðu lostin og veifar hikandi til baka til þessara tveggja lunatics í bílnum sem eru skælbrosandi og á barmi þess að springa úr hlátri.

Svo aðskiljast bílarnir og við fáum krampa eftir að hafa séð mismunandi viðbrögð fólks.

Það jafnast ekkert á við mannleg viðbrögð. Sérstaklega ef þau eru viðbrögð furðu og losta.


Michio Kaku

Hef verið að horfa soldið á Michio Kaku og hans pælingar. Hann talar mikið um framtíðina og möguleika á ýmsum hlutum ss time travel, róbóta, parallel universies og allskonar hluti sem maður hefur áhuga á að fræðast um.

Ég var að horfa á brot á youtube. Þetta er hámenntaður vísindamaður og þarna var hann að tala um parallel universes. Áhorfendur hans eru frá öllum sviðum lífsins. Hann talar svo mikið mannamál og kemur efninu til skila á svo skemmtilegan máta.

Hvernig veit ég að áhorfendur koma frá öllum stéttum lífsins?

Mér varð litið á kommentakerfið fyrir neðan youtube skjáinn. Hvað var fyrsta kommentið?

...Carmen Electra's boobs arein a parallel universe.


Fernando Siggi

Mig dreymdi tvennt í nótt.

Þar sem ég var hálfpartinn búinn að taka ákvörðun um að skippa BC æfingu morguninn eftir vissi ég að Pétur myndi láta skömmum rigna yfir mig. Mig dreymdi það um nóttina að sjálfsögðu.

Annar draumurinn var betri. Ég var valinn í EM hópinn hjá Spánverjum í fótbolta! Djöfull var það góð tilfinning. Ég ferðaðist með hópnum og kynntist skemmtilegum anda á meðal strákana(eins og ég kalla þá). Við fórum til einhvers lands og vorum þar í allskonar kynningar herferðum. Ég man t.d. eftir því að nokkrir gæjar og ég vorum inní bílakjallara að sparka á milli til að vekja lukku nærstaddra. Það var eitthvað minna um að ég spilaði actually fótbolta enda fyrrverandi fyrirliði B liðs yngri flokka Hvatar ekki sá sterkasti í því. En draumurinn var snilld.

Fyrri draumurinn er orðinn núþegar að veruleika. Sá síðari, not so much veruleiki.


Bíódómur

Fórum á Karlar sem hata konur í bíó í kvöld. Hún er góð. Ég er samt ekkert sérstaklega dómbær á það því ég las bókina fyrst.

Þetta er eins og að vera með 5 tíma efni og troða því í tveggja tíma mynd. Mér fannst myndin varla byrjuð þegar henni var lokið.

Mörgu sleppt og öðru hagrætt sökum betra flæðis. Skiljanlega.

Djöfussins klisja er að segja þetta en here it goes....Bókin er miklu betri.

Hún er svo ítarleg og góð. Þar er Lisbeth mun flottari finnst mér. Harðskeittari og meira kúl. Ekki jafn vorkunleg og í myndinni.

Mér fannst samt Mikael vera frábærlega réttur. Þá meina ég að leikarinn og allt við hann í myndinni smellpassar við bókina.

Frádráttur við myndina er sem sagt bara það að meiri tíma vantaði uppá til að byggja betur upp senur þar sem mikilvægar uppgötvanir voru gerðar. Aldrei nógur tími fannst mér. Mörgu troðið inn.

Persónusköpun tókst þokkalega til en hefði getað verið svo miklu mun flottari. Fyrir vikið náði maður ekki jafn miklum tenglsum við karakterana. Sem er skiljanlegt. Alltaf meiri tengsl í bókum heldur en í myndum.

4 af 5 stjörnum.

Mynd númer tvö kemur út þann 2.okt The girl who played with fire. Spurning um að fara fyrst á myndina og lesa svo bókina?


Sigyae Best

Það verður ekki meira Gangsta en að vera á boxer að vaska upp með 50 cent í botni. Hugsanlega ef ég væri í tætí vætís.

Flutningur

Við erum að flytja í vesturbæinn okkar seinna í vikunni. Búin að skrifa undir leigusamning á Nesveginum og erum sátt með þá staðsetningu.

Erum búin að sækja um flutning fyrir Sebas úr Garðabænum.

Maður verður feginn að losna við þessa eilífu bílatraffík frá G.bæ inní Rvík á álagstímum. Á meðan Sebas er enn í Gbænum þá erum við allavega að keyra á móti traffíkinni þannig að við erum strax að spara um 10 mín í keyrslu.

Svo dettur hann inn á einn af þessum leikskólum í nágrenninu og maður getur farið að slappa af, og sparað eldsneytið.

María vinnur í vesturbænum þannig að allir eru í góðum fílíng. Nú er bara spurning hvar ég fæ vinnu. Vonandi ekki í Hafnafirði.

Nenni samt bara ekki að fokkin flytja. Það er svo leiðinlegt. Ætla sennilega bara að leigja bíl og taka þetta allt í einni ferð.


Michael Bolton

Ég er dottinn svo mikið í rappið að það er vandræðalegt.

Kanye, 50 cent o.s.frv.

Mér líður eins og Michael Bolton í Office space.

Geðveikt harður innan dyra en svo á rauðu ljósi þá lækka ég aðeins í þessu og síg í sætið.

"I take u to the candy shop, I´ll let you lick the lollypop, go ahead girl wont you stop, Keep goin 'til u hit the spot"

Þetta er samt alltaf sama formúlan.
Alt kórus, frekar langt verse, kórus, verse,kórus. Bem. Svo er bara málið að hafa laglínuna soldið abstrakt til að vera ekki mónótónískur. Spurning um að fara bara í þennan bransa.

Hugsanleg nöfn: Slim Siggi, 50 isk og Stoney Sigg


Update

Var hos Pedro í allan dag að horfa á super sunday. Fokkin Sínior Owen. Maður er bara Guttet.

LP komnir í þriðja sætið í deildinni sem er bara vel miðað við þessa byrjun.

Það er í raun gúrkutíð og ég er bara að henda þessu inn svo að ég standi við að hafa lámark eina færslu á dag.

BEM!!!!!!!!!!!!!!!!!


Jóga! never again

Eftir tímann var boðið uppá jóga. Ég hugsaði að það yrði flott fyrir golfið mar. Staðsetti mig á gólfinu og beið. Svo kom kennarinn og settist við hliðina á mér.

Allir aðrir snéru að okkur.

FOKK!

Ég var sem sagt fremst og snéri vitlaust.

Þetta voru btw 90% konur. Sem allar horfðu á mig og kennarann til skiptist. Blikkandi augunum.

Kennarinn bauð góðan daginn og ég samþykkti það aumingjalega. Hún leit þá sérstaklega á mig eins og ég hafði sagt eitthvað vitlaust.

Ég mjakaði mér aumingjalega eitthvað aðeins nær hinu fólkinu og var að sjálfsögðu sá eini sem ekki var með dýnu.

Svo tók ég fljótlega eftir því að enginn var í skóm nema ég. Ég hugsaði hve feginn ég var að vera ekki enn í friggin golfskónum eins og í fyrsta tímanum(sjá fyrri færslur um þá lífsreynslu).

Við byrjuðum eitthvað að teygja okkur í allar áttir útfrá óraunsæjum vinklum, ekki ósvipað golfsveiflunni hans Péturs. Wink wink.

Hún sagði okkur frá ýmsum stöðum eins og hundinum. Þessar stöður voru bara drullu erfiðar svona nýbúinn með boot camp æfingu frá helvíti. Svo var líka ekkert mikið verið að teygja sig eins og ég hafði haldið að kæmi sér vel fyrir golfið.

Þegar hún sagði okkur svo að fara í fokkin hundinn í tvö hundraðasta sinn þá fékk ég nóg. Fór í skónna, stóð upp og arkaði út. Þar sem ég var fremstur vakti þetta athygli.

Það voru ekki liðnar nema 15 af 60 mínútum.

Ég fór uppá efri hæðina og teygði á eins og heljarmenni og kláraði svo þær endurtekningar sem ég náði ekki að klára á boot camp æfingunni eins og sannur KARLMAÐUR.

EKKERT HELVÍTIS JÓGA FYRIR MASSANN


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband