Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

TC and KK

Gjemli gjemli lagði sig eftir hádegismatinn sökum vakningar kl 05 í morgun. Toffee Crisp. Fórum svo í tippalindina í leit að buxum úr gallaefni fyrir gjemla. Toffee Crisp.

Ég fór inní fyrstu búðina sem ég sá og keypti fyrstu gallabuxurnar sem ég sá. Nennti ekki að velta þessu eitthvað fyrir mér. Ekki flókið. Toffee Crisp.

JJ75 it is.

Keyptum svo mat fyrir Mjása sem verður sóttur á morgun. Toffee Crisp.

Kíktum á gamla settið og fengum ókeypis mat hjá pabba sem er látlaus snillingur í eldhúsinu. Toffee Crisp. Mig grunar samt að hann kaupi þetta allt tilbúið einhvers staðar. Hann harðneitar. Toffee Crisp.

Tókum svo kvöldgöngu í fossvoginum og keyptum okkur ís. Eða, þ.e.a.s. maría, ég fór að sjálfsögðu beint í Toffee crispið og kókómjólkina. TC and KK on the rocks.

Toffee Crisp.


Nýjar myndir

Henti inn samsoðningi af nýjum myndum inn í albúm 21 á myndablogginu hér til vinstri.

Sem fyrr, þeir sem ekki hafa lykilorðið bara biðja mig um það og ég dúndra því með snarhasti. Hasti sem snar.


Vallarmetið sem stóð í 20 mín

Í öðrum fréttum er það helst að djöfull er ég feitur!vallarmet

Vallarmet

Keppinnn setti nýtt vallarmet á hvítum teigum á GKG í morgun. Myndir voru teknar og heillaóskir veittar.

Ég var reyndar í fyrsta holli sem dregur kannski aðeins úr vægi metsins. Svo stóð það bara í um 20 mín þar sem gæjarnir í hollinu fyrir aftan okkur voru aðeins betri en ég.

Kom inn á 76 höggum eða +5 sem er akkurat forgjöfin mín. 36 punktar í hús.

Endaði samt á skolli og skolli með því að missa á báðum holunum meters pútt. En þau voru að vísu trikkí þannig að...whatever.

skolli,par,fugl,par,par,skolli,par,skolli,par = +2
skolli,skolli,par,par,par,fugl,par,skolli,skolli = +3

Hitti allar brautir nema 1 (92%), hitti 12 grín (66,6%) en var með 35 pútt sem hefðu mátt vera kannski þrem færri. Þá hefði ég verið mjög glaður. Við erum nefnilega að tala um þrjú þrjúpútt sem er mjög lélegt.

Högg dagsins kom á 15.braut. Innáhögg með 8 járni frá 140 metrum sem endaði um 30 cm frá pinna.

Á morgun fer ég út á milli 16 og 17 sem er fáránlega seint. Fáránlega snemma í morgun og seint á morgun. Hressandi.


Æfingarhr

Tók nokkra tugi bolta í morgun og fór svo 9 holur í mýrinni. Fínt veður og allir í stuði bara.

Alltaf gaman að vera uppí skála í kringum meistaramótið. Það er svo skemmtileg stemming í fólki. Sérstakt andrúmsloft sem svífur yfir vötnum.

Mamma lenti í 3.sæti í sínum flokki sem er fínn árangur.

Ég frétti að á morgun yrði ræst út í meistaraflokknum eftir öfugri stafrófsröð. Ef svo er þá er ég í næst fyrsta ráshóp með núverandi meistara Sigmundi og svo Kjartani.

Báðir topp kylfingar og drengir góðir.

Ætli maður fari ekki þá sirka út kl 07:10

Vakna þá 05:30
kominn í hraunkot 06:00
upphitun til 6:35
kominn á gkg 06:50


Vallarmet

Vona að ég verði í fyrsta ráshópnum á miðvikudaginn í meistaramótinu á gkg. Ef ég kem inn á besta skorinu af okkur þremur í hollinu þá set ég vallarmet, í allavega 10 mín eða svo.

Það er nefnilega ekkert met komið frá hvítum þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem spilað verður í móti af hvítu teigunum.

En þá eru annars 24 skráðir til leiks í meistarflokknum og ég er með áttundu bestu forgjöfina.

Þannig að það væri fínt að lenda í áttunda sæti. En markmiðið er að enda á topp 5. Það væri úber. Allt verra en topp 10 væri mjög niðurdrepandi.

Á morgun ætla ég að taka 9 holur í mýrinni kl 11:30 og svo bara chill. Kannski smá æfing, þá aðallega stutta spilið.


Ice Age 3

Fórum í bíó í kvöld á þrívíddarmyndina Ice age 3. Hún er fín afþreying. Nokkuð svalt þetta 3d dót. Hef aðeins einu sinni farið á svona en þá var það ekki bíó heldur eitthvað thing í hollywood á sínum tíma í Universal studios í túristaferðinni í denn.

Myndin fær 3 og hálfa stjörnu og ég mæli alveg með henni.

Mæli hins vegar eindregið með Toffee crispinu sem ég hamraði í kjaftinn á mér á 0.1. ÞAÐ fær 6 stjörnur af 5.

Ég er þannig gerður að ég verð eins og lítill krakki þegar kemur að einhverju sem kemur biðröðum við. Flugvellir, búðir og BÍÓ.

Var t.d. mættur um klukkutíma of snemma að ná í Maríu og Sebas um daginn. Get bara ekki setið kyrr. Hæpast upp. Eins og lítill krakki.

Ég iðaði í skinninu við að verða fyrstur inn í salinn í kvöld. María stóð á hliðarlínunni og fylgdist hlæjandi með. Hún er orðin vön þessu og bara lætur þetta yfir sig ganga.

Ég get ekkert gert að þessu. Ég verð bara að vera fyrstur. Hef þetta frá mömmu, segir pabbi.

Eftir úthugsað plan og fullkomlega framkvæmt leikskipulag varð ég fyrstur í salinn. Ég settist í besta sætið.

Hjúkk. Það rann af mér taugaspennan og ég sökk í sætið og krakkaði toffee crispið open.

2 mínútum síðar settist feitasta manneskjan í salnum BEINT fyrir framan mig!!!!!

Þegar ég segi beint, þá meina ég BEINT í sætinu fyrir framan mig. Hún hlussaðist í sætið og hallaði því alveg aftur (enda ekki annað hægt sökum þunga). Við erum að tala um að hausinn á henni var í sirka 60cm fjarlægð frá miðjusvæðinu mínu (shaven haven).

GREIIIIIT. Hún hélt á tveim stórum popppokum. TVEIM. Hún var örugglega jafn lengi með þá og ég með toffee crispið.

Svo var svitalykt af henni.

Ég er ekki að skálda þetta né ýkja. Ég sver það.

Ég segi nú bara, hvar var hatturinn. Það var það eina sem vantaði til að fullkomna versta "fyrirframansitjara" ever.

Þetta kennir manni bara að slaka á og vera ekki svona stressaður í biðröðum. Bara láta örlögin ráða. Geri það næst....je ræt....gæti aldrei gert það. Er of stressaður.


Bíó

Það er bíó í kvöld. Ekkert minna. Er það ekki annars það sem fólk gerir í kreppu?

Valið stóð á milli Year one með black og cera, ice age 3 3D og hangover.

Year one er of þunn og verður bara downlóduð og skoðuð heima fyrir.
Hangover segja allir að sé snilldarmynd. Of miklar væntingar og ekki í stuði fyrir þannig húmor.
Ice age 3 var það heillin. Einfalt og þægilegt til að melta og það sem vann mig yfir var þetta 3D dæmi. Hef aldrei prófað það.

Dómur birtist í kjölfarið.

Púngurinn verður í pössun hjá gamla settinu á meðan.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband