Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

11

Vöknuðum öll þrjú kl 11 í morgun!

Talandi um að sofa út.

Erum að éta morgunmat og svo bara af stað útí daginn.


Sv-æfing

Sofið frameftir, golfæfingar frá 12-17, heimsókn til ma&pa frá 18-22, borðað og horft á Tígurinn.

Ekkert flóknara en það.

Óli kom í smá session uppúr hádegi og fór frammúr björtustu vonum. Hann er byrjandi en samt helvíti góður bara.

Tígurinn var steddí bara. Ekkert vesen. Money in the bank.

Á morgun bara sirka það sama.

Svo þriðjudagurinn smá afslöppun, eða minna golf, til að hvíla aðeins fyrir miðv-fimmtud-föstud og laugardag sem eru tileinkaðir Meistaramótinu GKG.


Toffee Crisp

Djöfull er Toffee Crisp gott. Kókómjólk og TC to save the day. Nuthin like it.

Þetta bar er framleitt í Bretlandi og kom fyrst á markað 1963.

Það var áberandi á árunum '80-'90 og glöggir muna enn eftir slagorðinu þeirra

"Somebody, somewhere is eating a Toffee Crisp"

Djöfull er þessi somebody líklegur til að vera ég.

Mæli með að fólk prófi þessa TC og Kókómjólk samsetningu. Hún er golden og garenteruð til að geðjast.


wind

Ekkert meira pirrandi en góður golfari sem kvartar endalaust yfir höggunum sínum.

Maður þarf oft að passa sig á þessu. Maður gerir strangari kröfur til höggana og hefur aðrar væntingar um útkomu en aðrir síðri golfarar.

Það er oft sem maður spilar með lakari golfurum sem hrósa lélegum höggum hjá manni þegar maður sjálfur er brjálaður inní sér.

Þá er bara að bíta í tunguna og segja takk.

Mér varð hugsað til þessa þar sem ég horfi á Tigerinn spila á AT&T mótinu.

Hann er alltaf að kenna vindinum um léleg högg. Það er svo lame.

Svo er annað, ENGINN hefur áhuga að vita af hverju höggið fór eins og það fór.

Öllum er skítsama. Þannig má sleppa því gjörsamlega að lýsa hvað fór úrskeiðis og slíkt. Fólk hugsar bara um sjálft sig.


morron

Á morgun verður tekinn svipaður dagur. Æfing í 3-5 tíma og svo chill.

róló

Í dag var bara einn af þessum dögum. Æfing frá 10 til 15 svo bara familí chill.

Kíktum á pedro og co. Svo tókum við laugarvegsgöngu.

Núna er bara dinner og svo hrynjum við íða. Pottþétt.


Hús og dýr

Fórum í húsdýragarðinn kl 10 í morgun og vorum til 14. Þessi garður er svo mikil snilld. Þetta er í fyrsta sinn sem við förum þarna inn og hefðum átt að vera löngu búin að því.

Sebas fór hamförum um allt svæðið og er gjörsamlega búinn á því.

Kíktum svo á gamla settið og sátum þar í suðupotti á pallinum hjá þeim. Þvílíkur hiti og ég í gallabuxum.

Pabbi var eitthvað að pæla um þessa bóndabrúnku sem ég hef áður talað um. Ég hélt að allir vissu hvað það væri! Og hneykslaðist á því.

Hann spurði mig þá af hverju ég vissi það sjálfur, hvort ég hefði séð marga nakta bónda upp á skíðkastið!


nef,háls og eyru

Þið kannist við leikin um að taka nefið af börnum. Þar sem maður þykist taka nefið og lætur þumalinn á milli tveggja putta og bara....oh ég er með nebbann þinn.....

Sebastian finnst þetta gaman og er farinn að spinna við leikinn.

Hann er farinn að taka augu og eyru af fólki. Hann tekur einnig kinnar og munna af vegfarendum hægri og vinstri.

Soldið morbit en hann fílar þetta.


Midnight sun

Ég, petler, tönnin og Stólafur fórum í miðnæturgolf í gær sem var snilld. Fórum á ónefndan völl er kenndur er við berg.

Þetta var hin mesta skemmtun. Þeir tveir siðastnefndu eru byrjendur en fóru samt hamförum á vellinum.

Ég tók bara þrjár kylfur með mér og var bara að jolla með þeim til gamans.

Tók ásinn, sexu og pútter.

Það merkilega við þetta er að ég fékk tvo fugla, þ.a.m. tap-in fugl á lokaholunni.

Sigurvegari kvöldsins var samt tvímælalaust tönnin sem tók hvað mestum framförum á vellinum.

Þessar 9 holur tóku heila 3 tíma en hey, góðir hlutir gerast hægt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband