Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

sæti

Endaði í 7-9 sæti af 24 í meistaraflokk. Grátt svæði miðað við að ég var með áttundu bestu forgjöfina.

Næsta mót takk fyrir.

Move on.


Clueless

Bara eitt um þetta að segja.

VANDRÆÐALEGT

Farinn á lokahófið að drekkja sorgum mínum.


Montage

Fór að hjóla í fossvoginum og svo í nauthálsvík. Tók mig bara eitt lag að komast frá íbúðinni í víkina. Champagne supernova með Oasis. Djöfull þaut ég áfram. Sem vindurinn.

Settist niður í nauthálsvík og naut góða veðursins.

Hjólaði til baka og keypti mér TC&KK í N1 í leiðinni.

Þaut svo niður brekku á sirka 277km hraða. Þurfti svo að taka á því upp brekku til að komast heim. Soldið hetjulegt.

Það fyndna við það var að ég sportaði Ipoddinum mínum og akkurat þá, kom eightís lag. Mér leið eins og þetta væri svona eightís montage hetju móment í kvikmynd.


3.dagur í meistaramóti GKG

Var rock solid í dag. Með allt inni og ekkert úti eins og skáldið sagði.

par,skolli,par,skolli,fugl,skolli,fugl,par,par = +1
par,par,par,par,par,skolli,par,fugl,par = E

Póstaði skor uppá +1 í dag sem er einu höggi frá vallarmeti.

Ég fæ 5 högg þarna þannig að þetta eru 40 punktar sem er 0.4 í lækkun. Kominn niður um 0.5 sem sagt í þessu móti.

Hitti 9 brautir(75%), bara 11 grín(61%) og notaði 29 pútt.

Vippaði tvisvar í sem var ljúft. Komin með þrjú þannig í mótinu.

Fyrir utan þessi vipp í holu þá var högg dagsins högg númer 71. Var staddur á gríninu á átjándu og var þannig staðsettur að ég hefði þurft að pútta útaf gríninu, uppí kargan, útaf gífurlegum halla frá hægri til vinstri á gríninu.

Ég tók því upp pw og vippaði af gríninu fyrir framan skarann sem var mættur til að horfa á okkur. Fólk tók andköf þar sem vippið var fullkomið og sleikti holuna. Skildi eftir auðvelt tap-in fyrir pari og 72 höggum.

Sennilega eitt erfiðasta högg dagsins til framkvæmdar en ég exekjútaði það fullkomnlega. Bara spurning um heppni og rétt hopp til að kúlan færi oní fyrir jöfnun á vallarmetinu.

Ég er í 4.sæti fyrir lokadaginn og fer því út í næst síðasta holli á morgun.


Grín

Á morgun fer ég út kl 12:10 í næst síðasta ráshóp í meistaraflokknum. Sem er góður tími. Eitthvað annað en að fara út kl 07 fyrsta daginn (allt of snemmt) og síðan í dag kl 17 (sem er AAAAlltof seint).

Við vorum til 22 að spila. Búkurinn er ekki vanur því að vera í þessu rugli svona seint og ég tók heldur betur eftir því. Var þreyttari.

Svo voru grínin líka orðin svo viðbjóðslega loðin. Enda klukkan orðin svo margt. Þvílíkur munur að spila á nýslegnum grínum og svo þessum loðkuntum.

Annars er ég bara kátur með daginn. Mjási kominn í hús, almenn veðurblíða og ég skoraði ágætlega í golfinu.

Helber hamingja.


Hringur 2 í meistaramóti GKG

Spilaði ver í dag en samt á betra skori!

Pósta skor uppá +4 í dag sem er einu betra en í gær.

par,skolli,par,fugl,skolli,par,par,TRIBBLE,par = +4
par,par,fugl,skolli,par,par,par,par,par = E

Belgaði sirka 4 högg en var bara refsað einu sinni. Fór meira að segja næstum holu í höggi á níundu eftir belgað áttu járn.

Átti bara tvö góð upphafshögg í dag. Samt komst ég upp með það, bara refsað um eitt högg í kjölfarið, á fimmtu.

37 punktar sem er lækkun um 0.1 og vonandi verður þetta skalað sökum lélegs skors í dag. Ég var actually á næst besta skorinu!

Hitti bara 5 brautir(42%), 9 grín(50%) og 31 pútt með bara eitt þrjúpútt og eitt vippað í fyrir fugli á fjórðu.

Mjög léleg tölfræði sem endurspeglar það sem ég segi með að ég var að spila ver í dag. Svo var ég líka óheppinn í dag. Í þremur höggum í dag sló ég í snarrót sem snéri kylfuhausnum aðeins og ég hitti þ.a.l. grínið ekki. EN...ég var samt að komast upp með þetta.

Svona er golfið bara.

ps. tribblinn kom á áttundu útaf: Ágætt upphafshögg, 120mtr í stöng í upphalla og mótvind og ég tek létta níu. Er of graður og miða beint á pinna sem er alveg hægra megin á gríninu. Drifta aðeins til hægri og lendi á slæmum stað í glompu. Boltinn fer yfir grínið úr glompunni. Vippið tilbaka rúllar endalaust niður brekkuna. Og svo easy þrípútt.


Mjási Mjá

Við náðum í Mjása áðan við mikla kátínu viðstaddra. Hann er kominn í íbúðina og búinn að þefa af öllu. Strax búinn að fyrirgefa okkur þetta ferðalag og kominn í réttan gír.

Þau ætla í sund á meðan ég berst við gkg völlinn í dag á öðrum hring í meistaramótinu.

Mjög súrrealíkst að fara ekki út fyrr en kl 17 á eftir. Búinn að vera í allan dag að bíða eftir hringnum.

Áður en við fórum á hafnir að ná í mjása þá komum við við í hagkaup í von um að nýja skífan frá Ingó og veðurguðunum væri komin út. Þetta er nefnilega stuð diskur sem skemmtilegt er að hafa í bílnum í ferðalögum.

Diskurinn ekki kominn í hillur enn þannig að hann verður bara keyptur á morgun.

Ingó og veðurguðirnir spyrja flestir sig á þessum tímapunkti! Siggi að gefa eftir? Hvað varð um mr. cutting edge hard core indí fílínginn?

Alveg róleg....hann er enn til staðar. En ég virði samt hressleika og fjör. Hence.....Ingó and the VG.


Rock Star Supernova Mixalot í djúkaranum

Hver man ekki eftir Rock Star Supernova þáttunum sem Magni tók þátt í.

Það var nokkuð gaman að fylgjast með þessu og ég fílaði Lukas Rossi í strimla.

Hann vann og þeir gáfu út skífu og fóru í tónleikaferðalag. Svo ekkert meir.

Þessi diskur er sæmó sæmó. Nokkur ágæt lög þarna verð ég að segja. Og soldið skrýtið að hann hafi ekki fengið meiri athygli en ella.

Ég setti inn mix af því besta af plötunni í djúkarann hér til hægri.

Þar kemur m.a. fram hljóðvers útgáfa af Headspin laginu hans Lukas Rossi sem er að sjálfsögðu hápunktur skífunnar.

Setti svo líka útgáfuna hans Lukas Rossi á sviðinu í þættinum inn. Hún er persónulegri.

Hún er kyngismögnuð.

Það væri gaman að grafa upp eitthvað um Lukas og sjá hvort hann gæfi út eitthvað meira bitastætt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband