Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
19.7.2009 | 22:59
Myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2009 | 21:56
GÓS
Fór í mót á GÓS, golfvelli Blönduósar. Þetta var sterkasta golfmótið þarna í langan tíma þar sem ég, Heiðar Davíð, Svanþór og Binni tókum þátt ásamt fleirum góðum spilurum.
Vallarmetið sem Heiðar setti í gamla daga sat enn. Par vallar, eða 70 högg. Menn voru brattir og ætluðu að gera atlögu að því.
Það var snilldar blíða. Allavega fyrstu holuna. Svo kom brjálað rok.
Þar sem þetta er bara 9 holu völlur þá var maður alltaf að rekast á stjörnuhollið. Binna, Heiðar og Svanþór. Maður fiskaði upplýsingar um stöðu og ávallt var það einn eða tveir undir pari hjá binna og Heiðari.
Á meðan ég var einn yfir mestmegnis, leit ekki vel út fyrir mig.
Þetta var skemmtilegt og spennandi.
Þetta endaði þannig að Heiðar tók þetta á +2, svo Svanþór á +3 og ég og Binni á +4. Ég átti bara vipp inná síðasta grínið eftir þegar þeir löbbuðu framhjá og gáfu mér upp stöðu. Ég þurfti því að vippa í holu af 7 metra færi til að fá fugl og jafna við Heiðar í fyrsta sæti.
Steindauður skolli og jafn í þriðja sæti með Binna. Við fórum í bráðabana. Högg af 85 metrum á móti vindi inná níunda grínið. Næstur holu myndi vinna þriðja sætið.
Ég tók léttan PW og dró kúluna of mikið og hún feyktist brjálæðislega og endaði um 20 metra of stuttur til vinstri. Binni tók bara létta áttu og endaði á gríni og hafði betur.
Þetta var nánast ljóðrænt því síðast þegar ég tók þátt í móti þarna og spilaði með Binna, þurtfum við í bráðabana og hann tók mig þá líka. Það var árið 1993. Sextán ár síðan!
Þetta var frábært mót. Mikill fjöldi og góður félagsskapur. Binni vann svo punktakeppnina með 41 punkt held ég. Ég lenti í fjórða sæti og fékk 5000kr úttekt í golfbúðinni í hafnarfyrði. Ég endaði á 36 punktum, akkurat á forgjöf, eftir að mótið var skalað upp um 3 högg. Enda völlurinn mjög erfiður, og ég tala nú ekki um í svona roki. Grínin lítil og með fáránlega miklu landslagi.
En völlurinn samt í góðu ásigkomulagi og vel hirtur af Jóni beina.
skolli,par,par,skolli,fugl,par,par,par,par = +1
par,par,skolli,par,par,dobbúl,fugl,par,skolli = +3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2009 | 21:33
Update
Fórum í bústað til Péturs og co á miðvikudaginn. Það var frábær tími. Slöppuðum af og spiluðum á vellinum glanna.
Síðustu nóttina fór rafmagnið skyndilega og sögur af morðóðum byssumönnum fóru á kreik. Af frumkvæði Péturs og undirritaðs. Taðs. Stelpurnar náttúrulega að pissa á sig af hræðslu.
Fórum svo á dósina á föstudeginum.
Tókum hring um kvöldið þar sem Hafsteinn, pabbi Péturs, vann soninn í höggleik í fyrsta sinn. Það var gaman að impra á því við pétur á sirka tveggja klukkutíma fresti alla helgina.
Svo var smá skrall seinna um kvöldið.
Á laugardeginum var svo tekin fjölskyldu stemming á þetta. Við röltum um slíkt. Við sáum ljótan gamlan amerískan kagga rúnta sirka 5 sinnum framhjá okkur. Við vorum ekki lengi að leggja saman tvo og tvo. Þarna var morðóði byssumaðurinn mættur.
Svo sáum við hann á röltinu á undarlegum stöðum það sem eftir var. Það tók svo botninn úr þegar hann stoppaði okkur útá götu og tók í höndina á okkur og kynnti sig. Reyndar ekki beint sem morðóða byssumanninn en ég var of hræddur og upptekinn við að míga á mig til að geta munað nafnið.
Þetta var mjög skemmtileg helgi og frábært að hafa fengið gistingu hjá Sísu og Hafsteini.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2009 | 15:22
dós
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 08:25
bústaður
Við erum að fara í bústað til pedros og co. Kíkjum á þau núna í dag og sofum tvær nætur.
Brunum svo á föstudaginn öll saman á Blönduós á húnavöku og stuð.
Ég tek settið með því ég er svo mikið nörd. Kíki hring á vellinum glanna rétt hjá bústaðnum þar sem Pedro er með frípassa þar.
Svo er stefnt á hring með Binna Bjarka á laugardeginum og kannski mót á sunnudeginum á Blönduósvelli ef ég verð ekki of timbraður.
Ég sem ætlaði að slappa af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 08:22
holtið á hvítum straujað
Fór í grafarholtið í gærkveldi með Kristni, Andra og Atla. Spilaði bara vel. Ég fæ 5 högg í forgjöf og var kominn einn undir eftir 14 brautir sem var framar vonum.
Á þessum tímapunkti var komin nótt og drullukalt. Þá byrjaði maður að gera mistök þar sem sveiflan var orðin köld og stirð.
Djöfull eru sumar brautir þarna miklu mun lengri frá hvítum. Shitshen blitsen.
Allt annar völlur, sérstaklega á seinni níu.
Ég var kominn heim kl 01 og drulluþreyttur. En þetta var fínt að testa völlinn frá hvítum í fyrsta sinn. Góð æfing fyrir íslandsmeistaramótið í næstu viku.
Stefni svo að taka annan æfingarhring á mánudaginn og svo á miðvikudeginum. Mótið hefst svo á fimmtudeginum í næstu viku.
Völlurinn er í frábæru standi. Grínin frábær mörg hver. Sum síðri en samt fín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 15:21
Hallgr
Byrjaði að lesa bók eftir Hallgrím Helga og snarhætti því eins og skot. Djöfull er hann leiðinlegur rithöfundur. Alltaf að reyna að vera svo ógéðslega töff í hverju orði.
Er núna því byrjaður að lesa Mikael Torfa. Fyrsti kafli er sæmó.
Finnst bara eitthvað svo erfitt að lesa íslenskar bækur. Fæ alltaf smá aulahroll. Svona svipað og þegar maður sér íslenskt leikrit eða þátt.
Er að gefa þessu smá séns þar sem ég hef ekki fundið neitt annað áhugavert aflestrar.
Orðið svo slæmt að ég er byrjaður að endurlesa ævisögur sem ég á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2009 | 17:27
Hjúkk
Tók hring með Óla í dag. Kom inn á -1 frá gulum og þvílíkur léttir að spila aftur góðan hring eftir þennan fjórða hring í meistaramótinu.
par,skolli,par,par,par,skolli,par,fugl,par = +1
par,par,fugl,skolli,par,par,ÖRN,par,par = -2
Nokkuð sáttur við þennan örn á sextándu. Átti fallegt upphafshögg yfir brúnna. 222mtr í stöng og fullkominn blendingur beint á stöng en stoppaði í röffinu vinstra megin við braut. Óheppinn. Pitchaði svo í holuna þaðan úr háu röffi. Svalur á því.
Óli tók þessu alvarlega og vippaði í á sautjándu í staðin fyrir fugli. Hann svaraði vippinu mínu.
Þetta reiknast sem 39 punktar ef þetti teldi til lækkunar.
70 högg, 9 brautir(75%), 13 grín(72%) og 31 pútt.
Það er búið að ganga frá mótinu og ég lækkaði um 0.4 samtals. Ekkert skalað. Bömmer.
Í öðrum fréttum er það helst að ég er ENN ekki búinn að fá fugl á fokkin fjórtándu brautina í allt fokkin sumar. Er það eðlilegt? Fokk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2009 | 22:33
chillness
chillness in da breiness í dag
vaknaði, popppunktur (rerun), miðbær 12-15 með mat á café parís, heim í siestu, grill hjá perlu, heim í nethring, bólið.
Uppskrift af góðum degi.
Djöfull er ingó að geraða gott í getzinum gráa útum alla borg. Honum er blastað nonstop og fólk bara..."so last season". operation don´t give a hyenas ass.
Á morgun verður hringur spilaður í góðu tómi með ólmeister von dóseinchester.
Ég spái vallarmeti. Kalt mat.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2009 | 11:48
ingó and the VG
Keypti góðar stundir með ingó og veðurguðunum. Hann er frábær. Ef þú fílar hressleika og létt gamlamanna popp í bílinn þá er þetta málið.
Við misstum nefnilega af þessum hresslögum þegar þau komu fyrst út hérna á íslandi.
Erum núna að fíla þau í botn. Lög eins og bahama, drífa og undir regnbogann.
Við þrjú í bílnum öskrum öll með í viðlögunum.
Er nefnilega alveg búinn að gefast upp á að reyna að kynna fyrir Maríu minn bolla af músíkk í bílnum. Hef löngum tíma eytt í að spila mína cutting edge tónlist fyrir maríu og hún annað hvort stingur hausnum út úr bílnum eða fer í fýlu. Þannig að það er bara hressleikinn í bílnum hér eftir.
Hún er náttúrulega spænsk, þannig að allt verður að innihalda danstakt að sögn svo hún fíli það. Rythma til að dansa við. Annars er þetta ekki áhlustandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar