Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hamstur

María og Sebas dömpuðu mér á Lauro Golf kl 07:55 í morgun. þar dúsaði ég til kl 19 í mesta sólskini ever. Besti dagurinn hingað til, logn og brjálaður hiti og sól. Sem þýðir bara eitt.......bóndabrúnka dauðans.

Æfði til 10:45 og fór þá 18 með Gabriel, Graham og Antonio, vini Graham.

Ég vann af þeim 10 evrur. Sökkers. Spiluðum Medal og ég kom inn á +2. Solid spilamennska, eitthvað annað en Gabbe sem hefur ekkert spilað að ráði síðustu 6 mánuði. Hann kom inn á +17!

Sem er skrýtið því góðu höggin hans er rosaleg. Hann átti tvö drive í dag yfir 300 metra. Hann slær 200 metra með fimmu. Gífurlegur kraftur í honum. En því hann er í svo lélegu formi að góðu höggin eru few and far between. Hann byrjaði t.d. á fimbúl,par,tribble,par o.s.f.e.götunum. Sem er náttúrulega fáránlegt og óafsakanlegt.

Þar sem við kláruðum þetta kl 15 þá ákváðum við Gabbe að taka nokkrar holur í viðbót. Tókum 10 stykki þar sem ég endaði á fugli. Mun ekkert spila meira hérna á spáni fyrir brottför og því flott að enda á fugli.


Tívolí

Fórum í Tívolí í dag og höfðum mikla skemmtun af. Kemur á óvart magnið af tækjum þarna og hve gífurlega stórt svæði þetta er. Mæli eindreigið með að fólk fari þarna ásamt því að fara í aguapark og dýragarðinn. Þetta þrennt er algjört möst þegar komið er til costa del sol.

Ég verð alltaf svo spenntur við komu í slíka garða og var að fara úr límingunum. Strax búinn að plana hvaða tæki ég ætlaði í. Ég sporaði hratt inní garðinn með einbeittan brotarvilja en, fattaði svo skyndilega eitt. Ég stoppaði, hallaði hausnum hægt niður á við og sá þá minn yndislega son.

Kynslóðaskipti takk fyrir.

Eyddum deginum í að fara með honum í barnatæki. Ég sat á hliðarlínunni en hafði mjög gaman af.

Auðvitað fór ég nú ekki tómhentur heim því ég náði samt að læða inn tveim tækjum. Eitt af þeim var 60mtr hátt falltæki, sem er bara stöng uppí himininn og svo pompað niður. sækó.

Hef oft prófað svona og kannski minnistæðast þegar ég, pétur og sverrir fórum í slíkt tæki í stokkhólmi. Man ekki hvort það var hærra en þetta í dag virtist allavega nógu hátt. Þvílíkt útsýni yfir strandlengjuna. Náði að anda henni inn í sirka 1 sekúndu. restinni var eitt í að einbeita sér að pissa ekki í brókina.

Frábær dagur.


Kafteinn kolbeinn

Vek athygli á skemmtilegum hóp á fésbók sem helguð er Kolbeini Kaftein. Hópurinn heitir Milljón Marglyttur. Hér eru nokkrir klassískir frasar eftir þennan snilling.

Krambúleraðir krummar og kremkexétandi krókódílar!

Fari það í fimmtán fagurlimaðar flyðrumeyjar frá Fáskrúðsfirði og trilljón trítilóða trjónukrabba frá Trékyllisvík!!!!!!!!!!!!!

Fari það í hundrað þúsund hrokkinhærðar hámerar frá Hornafirði

Soldið önugur en engu að síður maður að mínu skapi.


Myndir

Skellti inn nýjum myndum í albúm 18.

Þeir sem ekki eru með lykilorð, biðjið bara um það. Leikur einn.


Robert Rock

Djöfull er drengurinn að gera góða hluti á evrópska túrnum. Hann var jafn í efsta sæti fyrir síðasta hringinn sem nú fer fram.

Einhver áhugamaður er í forystunni en hann á pottþétt eftir að chóka, enda ekki atvinnumaður dauðans eins og ROBERT ROCK.

Bara að minna fólk á að hann heitir ROBERT ROCK.

Er að pæla í að breyta nafninu mínu í ROBERT ROCK.

Ef ekki ROBERT ROCK þá kannski bara Ziggy Rock eða Robert Ingvar......uuuu nei, kannski ekki.

ROBERT ROCK


Barca

Spánarmeistarar.

Annar titillinn kominn í hús

Two down, one to go.

Tveir niður, einn til að fara.


wífí

Keppinn tengdur loksins. Gamli var þá með wifi eftir allt saman. Ekki að spurja aððí.

Við fórum í júró partí í gær og sáum ísland enda ofar en við héldum og spán gjörsamlega niðurlægð með næst neðsta sætinu.

Fólk hérna hélt virkilega, eins og íslendingar flaska oft á, að Soraya og spænska liðið myndi keppa um sigurinn.

Allir eru þvílíkt vonsviknir hérna og þetta mun pottþétt enda hennar söngferil.

Hér í húsinu er þetta náttúrulega ekki rætt þar sem það kæmi ílla út fyrir los antonios. Þau eru bara þannig. Það sama með að real tapaði í gær og barca urðu spánarmeistarar. Ekki orð um það og los antonios forðast mig í þeirri von um að sleppa við öll slík málefni.

Þau eru soldið spes.

Eftir að júróvision lauk þá var singstar tekinn upp og við kepptum fram til 3 um nóttu. Í blokkarhverfi með opinn glugga. Ég spurði hvort þetta væri í gúdderað af nágrönnunum og þau bara, "hmmm ég veit ekki, hafði bara ekkert pælt í því" og fór svo og náði í snakkið. Dæmigerður spánverji, hugsar ekkert um aðra.

Mér var því alveg sama, þau um það.

Vorum sem sagt hjá vinafólki okkar og needless to say þá rústuðum við þeim. Þau voða brött því þetta var þeirra leikur og við ekkert að flagga því að við áttum svona líka. BEM. algjört rúst. Leikar enduðu 14-0 okkur í vil. Þau unnu ekki einu sinni. Og vildu svo ekkert sérstaklega tala um það (hmmm ætli tengdó séu víst ekki ein um að vera svona spes).

Spánverjinn! Kapitúli útaf fyrir sig.


7 saeti

Ég spái saeti 7 í kv0ld. Enda er thad fallegasta saetid.

ps. ekki enn búinn ad redda mínum t0lvum, hence, thessir útlensku stafir.

Erum á leidinni í júrovision partí á eftir thegar tengdós koma heim úr kirkju. Lofudu ad passa fyrir okkur svo vid kaemumst kl 21:30, virdist ekki aetla ad ganga upp. and so it begins.


Búslódarfjall

Vid tókum á thví í gaer. Fluttum allt draslid med 7 bílferdum á 7 klukkutímum. D0mpudum bara úr t0skunum hérna í villunni og fórum til baka og fylltum í t0skurnar.

Kata hefdi verid stolt af okkur.

Mj0g leidinlegt process.

María var svo dugleg í dag og gékk frá thessu fjalli í stofunni á medan ég var í golfi. Sweet.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband