Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
22.5.2009 | 11:38
Lentur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2009 | 17:37
Going, going, gone
Er búinn að pakka og tilbúinn í ferðina. Keypti Ipod Classic 120gb í Fnac og er að hlaða kvikindið. Hef reyndar ekki tíma til að fylla hann og nota því minn gamla góða Creative Muvo 1gb í vélinni.
Lendi á fróni kl 01:45
Er einhver til í hring á GKG á morgun?
Síðasta færslan héðan frá Spáni í bili.
Sjáumst á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2009 | 19:40
Poolside
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 19:33
sundlaugarpartí
Þá eru Zandra og Gabriel farin. Þau komu hingað kl 14 og fóru kl 21. Alvöru sundlaugarpartí stemming með telepizza, eftirrétt og læti.
Ég og Gabriel náðum persónulegu meti að skalla á milli í sundlauginni, 64 sinnum á meðan að Zandra sólaði sig.
María og Sebas komu svo kl 17:30 og við átum pizzur og eftirrétt sem Zandra útbjó. Át yfir mig og er viðbjóðslega útþaninn og nálægt því að æla.
Þetta var þrusustuð og góð leið til að kveðja þau því ég sé þau ekki aftur fyrr en í sept, kannski.
Ég er HELbrunninn allstaðar nema á hálsi og ofar, handleggjum og fótum. Því þar var bóndabrúnkan núþegar til staðar og öllu vön. Allstaðar annar staðar er ég mjög rauður og með Aloe vera slykju yfir til að róa brunann.
Sebastian lék á alls oddi. Var svo ekki sáttur við að fara í bólið núna og orgaði og veinaði. Hann er þagnaður loksins og mun sennilega steinsofa í alla nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2009 | 11:08
creative
Creative Zen 16gb spilarinn minn er dáinn. Ég er currently að brása netið til að finna staðgengil. Það er ekkert þarna úti sem mér líkar.
Hef skoðað Zune, Archos og svo hikandi Ipod Classic 160gb en allir hafa sína galla.
Ég hef óbeit á Ipod dótinu og hef ekki snert slíkt sökum hve frekir þeir eru. Þeirra fílósófía er að reyna að stjórna neytendanum. Þú mátt hlusta á tónlist en BARA í gegnum forritið okkar Itunes. Bara nokkrar gerðir af tónlist (mp3,wav). Allskonar takmarkanir sem þeir setja.
Því miður virðist Ipod Classic vera sá eini sem kemur til greina. Shit hann kostar um 50þ smakkerúnís í tollinum á Íslandi. Ertu ekki að jóka (eins og maría segir). Borga ekki cent meira en þrjátíu og eitthvað þúsund. Það er hámark.
Sjúgum til hvað ég geri. Á meðan þá nota ég creative muvo 2 gb, gamli góði. Hann virkar ennþá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2009 | 10:59
Jakki
Kem til Íslands á morgun. Hæ Hó og Jibbí Jei.
Það verður stuð en líka erfitt þar sem María og Sebas koma bara 23.júní. Veit ekki hvernig það á eftir að spilast út. Heng örugglega bara á skype.
Ég tók mér frí í morgun til að pakka og slíkt en svaf þess í stað alveg til 12. Skiptir engu máli þar sem ég pakka yfileitt á undir 10 mín.
Fáum Gabbe og Zöndru í heimsókn á eftir og munum snæða pizzu, poolside. Zandra bakaði svo köku sem ég mun klína í andlitið á mér, þ.e. ef þetta er súkkulaði kaka, ef ekki þá smakka ég þetta bara og sé svo til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 20:56
Rex
Við erum hér ein í villunni uppí fjöllunum. Það eru varðhundar í hverri einustu villu hérna því meirihluti fólksins býr bara hér um helgar og inní borg á virkum.
Þetta gerir að verkum að þessir andskotar eru sígeltandi ef minnsta fluga prumpar og stundum ekki sofandi fyrir þessum fíflum. Svo er náttúrulega öngvir eigendur hér til að sussa á þá.
Maður venst þessu sennilega, efast reyndar að mjási geri það, en mikið eru þetta heimsk og leiðinleg dýr.
Hundurinn hér heitir Kampa og er mjög leiðinlegt, stórt og heimskt dýr. Ekki það að allir hundar séu þannig, en þessi jú. Ég og hann eigum ekki samleið. Samband okkar byrjaði á röngum fót þegar Sebas var lítill og kampa gelti uppí eyrað á honum.
Skemmst er frá því að segja að ég klikkaðist og elti fávitann sirka þrjá hringi í kringum húsið þangað til að María stoppaði mig. Ég náði honum ekki og hann leit á þetta sem leik. Fokker. Ég sver það, ég ætlaði að hjóla í hann.
Eftir þetta hefur samband okkar verið stirrt og hann óttast mig því ég horfi í augun á honum og leik aldrei við hann.
Hann er svipaður og lögregluhundurinn Rex í útliti.
Anyway, hann klikkast fyrir utan húsið þegar hann sér Mjása bregða fyrir inní stofu. Mjási gerir þetta viljandi, enda á mínu bandi. Hann er einn af okkur. Ekki Rex.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2009 | 17:15
kóng-u-ló
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2009 | 17:05
Poolside
Við buðum Gabriel og Söndru (sem heitir Zandra) í poolpartý hérna í villunni.
Koma á morgun og við grillum í tilefni þess. Þau baka köku og almenn ánægja mun ríkja. Vona bara að tengdó krassi ekki partíið.
Skellum okkur í laugina og böðum okkur í sólinni. Maður verður að vinna aðeins í þessu tani áður en maður kemur á frónið.
bóndabrúnkan lifir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2009 | 17:02
Langur dagur
enn á ný langur dagur í dag þar sem Maria dömpaði mér á La Cala þar sem ég sló nokkur hundruð boltum.
Gabriel kom svo og við tókum kveðjuhring þar á Evrópuvellinum. Ég byrjaði vel.
Örn,skolli,par,skolli,par,skolli,par,skolli,par = +2
par,par,par,par,dobbúl,dobbúl,par,par,fugl = +3
Samtals 5 yfir par sem eru 34 punktar, eða rétt undir forgjöf sem er fínt miðað við að ég var ekkert sérstaklega á boltanum í dag.
Fínt að dræva meter frá gríni á fyrstu holunni sem er par 4 og vippa svo í fyrir erni. Ekki slæmt.
Og dásamlegt að enda þetta svo á fugli. Hélt að í gær hefði verið síðasti hringurinn minn hérna en við læddum inn einum í viðbót. Sáttur.
Fjárfesti í 55 titleist proV fyrir 65 evrur. Við vorum gjörsamlega gáttaðir því þessir boltar eru nánast nýjir. Hef aldrei séð "notaða" bolta jafn flotta. Gabriel spilar eingöngu með nýjum boltum keyptum í búð en var öfundsjúkur samt sem áður. Snilldar kaup. Ætla að kaupa um 20-30 í viðbót og þá er maður sett fyrir Íslandsförina (ekki það að ég ætli mér að týna þetta mikið af boltum).
Æfðum svo smá eftir þetta og málið, eins og við segjum í sveitinni, dautt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar