Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Kaghaup

Tók leit næter á þetta og verslaði í Hagkaup garðatorgi Bara af því að það var opið. Var að reyna að forðast freistingar og slíkt og prísaði mig sælan yfir að hafa sloppið með að kaupa bara draum og lion bar. Og kók.

En kókið keypti ég bara til að hafa sem vatnsflösku á settinu þannig að það afskrifast. mun jafnvel kannski bara hella því niður. Enda er þetta batteríssýra og ég ekki með pitsu til að borða (sem er jú, það eina sem krefst kóks til drykkjar)

Það hjálpaði ekki að hafa Kötu systir með í för sem var að ota að mér allskonar óhollu. Hún toppaði þetta svo með því að fara í ísbúðina við hliðina á og keypti sér banana ís. Ég beið með henni í röðinni en viti menn. Stóðst freistinguna og keypti mér ekki especialidad de pedro, sem er súkkulaði bragðarefur með banana og dobbúl þrist.

Kom út sigri hrósandi.

Sit núna og sötra nýmjólk og japla á draumi með tómt lion bar bréf mér við hlið. Úúúúúúhhhhh the agony.


gkg

tók þriðju nóttina í röð vakandi til 4. Í þetta sinn ekkert vín heldur ipod og almenn bachelor stemming hjá keppanum.

Vaknaði því bara kl 10:30 og tók bara hring á gkg kl 12. Tók 5 tíma hring þar sem ég spilaði með 3-7 boltum. Nokkur upphafshögg, nokkur innáhögg, nokkur vipp og nokkur pútt.

Stoppaði svo á einum gríninu og púttaði í dágóða stund. Vippaði á öðru í dágóða og bönkeraðist á annari holu í gódáða stund.

Er hægt að hafa það betra? Þetta er bara eins og að vera kominn aftur á dósina. Enginn á ferli og get dólað mér óafreittur útá velli. Hleypti bara tveim hollum fram úr.

Brakandi.

Er sennilega búinn að redda mér bíl þessa nokkru mánuði sem ég verð hérna. Leigi bara gamlan volvo af Bjarna á 25 smakkerúnís por mes. Vonandi er geislaspilari í honum, annars er ég doomed. nei, bíddu, þá nota ég bara ipoddinn.....YESSSSSSSSS. Vona að það sé ekki spilari í bílnum


Íbúðin

Er fluttur inn í íbúðina sem Bjarki útvegaði mér. Snilldin ein verð ég að segja.

Allt til alls og meira að segja Play3 á staðnum.

Mjög sáttur og til í tuskið.

Nálægt öllu sem ég þarf á að halda, nánast í miðjunni þar sem ég mun vera að flakka á milli Bása, Hraunkots, garðabæjar og pedros/tannar íbúðar.

Á morgun er ræs kl 8 til að vera mættur um 9 í hraunkot. Fötur og stutt spil og svo tek ég hring á gkg. Neither rain nor sleet mun aftra mér eins og skáldið sagði.


Helgarpassi

talandi um að livin for the weekend. Það var tekið á því um helgina. Ég kom á aðfaranótt föstudags, tók strax hring með pabba, hitti svo strákana um kvöldið og tók á því. Svo daginn eftir smá golf með strákunum og tekið aftur á því um kvöldið.

Ég vaknaði kl 15 í dag, vel skelaður en í góðum höndum Pedros sem útbjó þriggja hæða samlara með allskonar gúmmílaði. Tvö stykki.

Þetta var klassísk helgi með allt of mörgum klassískum kódak mómentum. Fullkomið tveggja daga frí fyrir átökin framundan.

Það urðu til svo mörg góð móment á þessari helgi sem ég því miður get ekki opinberað hér í ótta við að fá the claw í heimsókn.

Núna er það bara að vænda dávn heima hjá the folks. Kate Moss að koma með herinn í mat og almenn afslöppun þangað til á morgun þegar ég mun rífa golfvelli höfuðborgarinnar upp. Með rótum.

ps. ég er enn í djamm fötunum.


Hraun

Fór útá Hraunkot áðan til að tékka aðeins á aðstöðunni. Fórum þrír félagarnir og slógum nokkrum boltum. Frábær aðstaða.

Tókum svo stutta spilið. Grínið þarna er VIÐBJÓÐSLEGT. Hræðilegt. Þarna mun ég aldrei æfa púttin aftur. Fínt svæði þarna til að æfa lengdarstjórnun í innáhöggum en til að pútta. Gleymdu því.

Er að mastera Ipoddinn. Smá byrjunar erfiðleikar en þetta er allt að koma. Þess má geta að það er bara þjóðsaga með að maður þurfi að nota Itunes. Maður notar bara Winamp og þetta svínvirkar. Bara soldil vinna í því að hafa allar uppl. réttar. Ef það er ekki gert kemur þetta allt krambúlerað inná Ipoddinn.


yfir til þín

Í öðrum fréttum er það helst að ég gleymdi golfskónum mínum á Spáni. Ótrúlega gáfaður. En til allra lukku hafði ég pakkað vara skónum mínum með settinu, en þeir eru gatslitnir.

Nú svo má nefna að það hlakkaði í mér að koma hingað með bóndabrúnku dauðans og láta alla dáðst að henni. Koma með fashionable late entrance í öll partí og rífa mig úr bolnum svo brúnkan myndi blasa við nærstöddum.

Sá draumur var drepinn í fæðingu þegar pabbi náði í mig útá völl. Hann er brúnni en ég. nöff sed.


SÆÆÆÆÆÆLLLL

Já góðan daginn.

Spilaði hring með pabba á GKG í GALE FORCE vindi. Sem var frábært. Skemmtilegt að spila svona sirkus golf og mjög krefjandi í þessum vindi.

Þetta var lærdómsríkt, óhætt að segja.

Ég var ekki að fatta þessi grín. Ég vill nú ekki koma fram sem einhver algjör vælukjói og vibbi en eru menn að grínast með þetta!

Ég var flawless frá teig uppað gríni en þegar kom að því að vippa inná og pútta þá var ég á útopnu. Hef ekki hugmynd um hvernig kúlan mun haga sér í vippum og innáhöggum og í púttunum er þetta bara happa glappa. Maður getur ekkert séð út hvernig línan brotnar og kúlan mun rúlla. Maður verður nánast bara að loka augunum og vona það besta.

Var þetta virkilega svona áður en ég fór út eða er ég orðinn svo spilltur og góðu vanur?

Fyrstu holurnar voru kúltúrsjokk og voru eftirfarandi.

par,skolli,skolli,skolli,skolli,skolli,par,par,skolli = +6

Ég var bara ekki að geta komið kúlunni ofan í holuna. Spilamennskan upp að gríni var fín annars.

Svo vandist ég örlítið.

par,skolli,par,skolli,fugl,skolli,par,par,fugl = +1

Samtals +7 og fimm höggum frá forgjöf sem ég er bara sáttur við miðað við þetta menningarsjokk sem þessi grín eru.

Þegar maður setur langt pútt í þá kemur það getu ekkert við. Bara spurning um að vera heppinn.

Ég var með voppin 35 pútt, 10/12 brautir hittar og bara 9/18 grín í regú.

Í hnotskurn: ég þarf að fara venjast þessum grínum og þeirra innákomu til að eiga séns í þessa gutta, ASAP.


GKG

Ég á teig kl 14 á GKG. Reyndar sem Rósa M Sigursteins, en það tekur enginn eftir því.

Hlakka gífurlega til.

Ef ég skora ílla þá vísa ég í Jet lag.


offó

Má til með að deila með ykkur visku ensku kennara Maríu. Þó að María sé enginn séní í ensku þá er hún lang best þarna í tímunum, að meðtöldum kennaranum.

María stendur ekki á sér og leiðréttir kennarann í sífellu, sem fer ekkert sérlega vel í konuna.

Konan fer þá í vörn og segir í sífellu, "no offó segir það", "nokkuð viss um að offó segir það".

María bara what!

Nei, þá er hún að vísa í Oxford orðabókina.


Flugið

Já, alveg SALÍ rólegur á öllu gamla fólkinu sem ferðaðist með mér í vélinni. Það var bara eins og það væri fjöldamæting hjá elliheimilinu Grund. Og að sjálfsögðu voru allar ráðstefnur haldnar akkurat þar sem ég sat. Sat í gangasæti og fékk að kenna á því.

Líkamslyktin maður, ég bíð þess ekki bætur. Var í sífellu að halda niðrí mér andanum og þykjast hreyfa mig til að hreyfa við loftinu í kringum mig.

Kódak mómentið kom þegar hálftími var til lendingar og kveikt var á beltisljósinu, ÞÁ stóðu allir upp.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband