Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
15.4.2009 | 19:04
Litle did Rupert know....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 18:06
form
Það er alveg á kristaltæru að síðan ég gékk úr La Cala klúbbnum og þ.a.l. spila ekki jafn mikið, hefur formið hrakað mjög.
Þá meina ég leikformið. Þegar ég var félagi og spilaði sirka 5-6 sinnum í viku þá var ég að leika í kringum parið. Núna spila ég bara 2 í viku en æfi því mun meira. Skorið núna er sirka 3-4 höggum lakara að meðaltali á þessum hringjum.
Þrátt fyrir mun meiri æfingar þá er bara svo mikilvægt að spila golf eins og það kemur úr kassanum. Ég er hins vegar mun betri á reinginu. Án djóks. Slæ mun fallegri högg og mun nákvæmari. Pútta betur og vippa. En þetta er ekki að skila sér nógu mikið á hringjunum.
Kannski þetta smelli einn daginn. Vonandi, en mig grunar að maður þurfi einfaldlega að spila minnst 9 holur alla daga til að vera í topp formi. Auk þess að æfa að sjálfsögðu eins og ég geri núþegar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 16:04
Ford
Fór með bílinn í skoðun ásamt að láta laga þrjá hluti. Flautan var biluð, húddið opnaðist ekki og bremsurnar farnar að ískra.
Alsherjar skipting á olíum og síum plús þetta kostaði 245
Ég var leystur út með gjöfum frá verkstæðinu og almennt sáttur með þjónustuna. Þeir þekkja mig nefnilega þarna sem tengdason Antonio Varón sem er vel liðin og virtur. Svo skemmir ekki hve fallegur ég er.
Graham pikkaði mig upp frá verkstæðinu í morgun og saman fórum við á lauro að spila. Mér gengur ekki vel þessa dagana og vann einungis seinni níu en tapaði fyrri og heildarskori. Tapaði 4.
Þegar ég ætlaði að borga hringinn voru bara skitnar 10 í veskinu. Ég leit á það í morgun og get svarið að ég sá 50 seðil. Þannig að ég þurfti í ofanálag að fá lánað hjá Graham fyrir hringnum sem voru 20. Skulda honum því 14. Blast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 22:32
kaka
Eitt soldið skrýtið. Sebastian er farinn að kalla fjórða hvern hlut kúkur. Ég vissi ekki hvað var í gangi þangað til að ég sá fóstrurnar segja þetta hægri og vinstri.
Þegar börnin sjá eitthvað á gólfinu sem er ulla þá segja spánverjarnir ekki ulla, heldur kúkur.
"oj, Sebastian ekki taka þetta, þetta er kúkur."
Soldið extreme finnst mér. Ó-Ó eða ulla er perfekto. Spánverjinn gæti sagt El ó-ó eða El ulla. Kúkur er svo ljótt eitthvað.
Það er ýmislegt sem Sebas hefur pikkað þarna upp sem maður er ekkert allt of hrifinn af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2009 | 22:27
Völlurinn
Búinn að teikna Bellavista völlinn í vasabókina mína. Þetta virðist við fyrstu sýn vera styttri völlur en aðrir sem ég hef spilað. Nokkrar stuttar par 4 og þessar par 3 eru ekkert of langar fyrir utan eina.
Samt eru þarna nokkrar með soldið tricky upphafshögg. Stuttar en mjög þröngt op fyrir ásinn. Challenge.
Google earth getur nú reyndar stundum blekkt. Miðað við fyrri reynslu þá virðast brautirnar vera þrengri á netinu en í raun. Sem er fínt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 15:16
Hostel
Bókaði hostel og verðið kom mér á óvart.
Bara 32,5 nóttin og þar sem við verðum þarna í tvær nætur þá er kostn. per persona 32,5.
Var búinn að reikna með 60 kostn í gistingu.
Reyndar er þetta bara eitthvað lásí hostel og heitir eftir eigandanum.
Hostel Ignacio
Ég hringdi og get svarið að það var sjálfur Ignacio sem svaraði.
Þetta verður algjört low class en svo lengi sem það er rúm þarna (tvö aðskilin rúm) og sturta er mér sama. Mun vera í golfi allan daginn hvort sem er.
Þetta verður þó allavega ekki gay friendly eins og í Barcelona það er víst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2009 | 10:45
jæja hér
Við Gabriel erum búnir að bóka okkur í tveggja daga mót á laugard og sunnudag í Huelva sem er rétt hjá portúgal.
Bókum hótelið á eftir og allt klappað og klárt. Þetta verður kostnaður uppá sirka 60 hótel + 40 bensín + 60 mótsgjald + +25 æfingarhringur.
Þriggja tíma keyrsla og leggjum við í hann á föstudagsmorgun og tökum æfingarhring seinna um daginn.
Campeonato de Huelva de Golf heitir mótið og fer fram á Bellavista vellinum (golfbellavista.com)
Sennilega síðasta stóra mótið mitt áður en ég kem til Íslands.
Ég fæ 4 í hcp þarna, þetta er par 70 og rúmlega 5800 metrar.
Hérna er skorkort:
http://www.golfbellavista.com/Datos%20del%20campo/TARJETAS/Tarjeta%20recorrido%201.pdf
og hérna er lýsing á vellinum:
http://www.golfbellavista.com/Hoyos.aspx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 21:53
Omegle
Hey, ef þú vilt tala við ókunnuga þá er það nýjasta hæpið.
www.omegle.com
Mjög fyndið. Ég prófaði þetta og lenti í mjög stuttum samræðum fyrstu 5-6 skiptin sem gengu útá "hi", "hi", "a/s/l" og samtalið búið. Einn kínverkur og annar frá Brasilíu.
Svo loks lenti ég á einum sem var skoskur 16 ára unglingur sem fílar dauðarokk. Var á svipuðum nótum og ég, hangandi heima, leiddist og rakst á þessa síður og ákvað að prófa að tala við fólk útí heimi.
Ég hafði þetta nú bara stutt, því þetta er soldið vírd. Þakkaði honum bara pent fyrir að finna upp Golf og Glasvegas (sem honum finnst of mainstream, töffari). Og, já, ég minntist á landsleikinn Sko-Ísl og í kjölfarið lýsti að sjálfsögðu hatri mínu á Darren Fletcher.
Við kvöddumst sáttir og ég endaði á að óska honum vel að lifa.
Svona er þetta þegar manni dauðleiðist, þefa upp nýja tónlist á netinu eða bara brása netmöskva internetsins. Svo að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 20:16
Sittu fallega
Hvernig situr maður fallega? Hvernig borðar maður fallega?
Þetta eru tvær af milljón spurningum sem þjóta á ofsahraða í heilanum á Sebastian.
Þegar Sebas byrjar að ókyrrast í sætinu sínu og standa upp og slíkt þá bið ég hann um að sitja fallega. Hef þetta líklega frá pabba eins og marga aðra frasa.
Greyið Sebas hefur ekki hugmynd um hvernig maður situr fallega.
"Ætli ég eigi að setjast aftur niður og setja upp zoolander svipinn og strike a pose?"
Nei, hann er nú reyndar alveg með þetta á hreinu. segi bara sona. Hann veit að hann á að setjast þá niður og borða matinn sinn.
Hann er algjör gullmoli. Hann er á svo skemmtilegum fasa núna. Reytir af sér brandarana. Hann verður tveggja ára núna 19.apríl.
Time is fun when you´re having flies
Scot me up Beamie
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 12:06
Kidneys dingo
Jæja þá. Öndin tók þetta með solid endaspretti. Segi fyrir mitt leyti að mér líkar ekkert sérstaklega vel við Angel Cabrera, eða AN HEL eins og kanarnir segja þegar þeir reyna við spænska framburðinn.
Fór að æfa í morgun þrátt fyrir lítill eldmóð. Kom sjálfum mér svo á óvart með að sveifla sem aldrei fyrr.
Tók fyrst hálftíma pútt, allt í.
Svo 1 og hálfan á reinginu og sveiflan í toppformi.
Vippaði í 50 mín. Fine.
Lauk morgun sessioninu með pútternum og var vel á pendúlnum.
Fékk neyðar símtal frá Gabriel þar sem hann er búinn að missa sjálfstraustið í púttunum. Hann var ávallt töframaður á pútternum. Keypti sér nýjan aðeins þyngri fyrir hægu grínin og er gjörsamlega búinn að missa tötsið.
Hann púttar vel á æfingargríninu en útá velli púllar hann og ýtir kúlunni tvist og bast. Skólarbókardæmi um sjálfstrausts missi. Ég ráðlagði honum bara að drullast til að hugsa um hvernig hann var fyrir pútter skiptin, hugsa um hve aggressífur og solid hann var og dúndra bara kúlunni í holuna. Taka sér stöðuna og pútta á punktinn sem hann velur.
Velja annan hvorn pútterinn og stick to it. Tror po han. End of story.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar