Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
19.4.2009 | 21:49
Sebastian Sigursteinsson Varón
Sonur minn er tveggja ára í dag. Hann lengi lifi, húrra,húrra,húrraaaaaa.
Hann fékk gjafir og slíkt hjá tengdó í dag. Þegar ég spyr hann hve gamall hann sé þá svarar hann "DOS".
Hann hljóp á móti mér og hoppaði í fangið þegar ég skreið inn í kotið. Það var ljúft. Hann var æstur að sýna mér allt nýja draslið sem hann hafði fengið að gjöf. Hæst bar stafrófshjól og bíll.
Hann var í fangi mínu þangað til hann þurfti treglega að hverfa í bólið. Notaði svo öll trixin í bókinni til að kalla á mig til sín. Vatn, piss, náði að opna skúffu og fylla rúmið að nærfötum Maríu. Allskonar trix í erminni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 21:43
Golf
Lélegt skor endurspeglar það sem ég hef áður sagt. Ég spila ekki nógu mikið golf. Ég hef allavega enga aðra skýringu á þessu. Það eina sem ég hef breytt er að ég æfi meira og spila minna og skorið hefur farið hrakandi.
Mér finnst ég vera mun betri spilari. Ég er solid af teig, solid járn og ágætur í kringum grínin. En samt erum við að tala um 1-4 högg á hring sem kosta mig högg.
Í dag var ég t.d. á +4 eftir 11 og nokkuð sáttur við ágæta spilamennsku á erfiðum grínum. Tók svo eitt upphafshögg sem fór aðeins of mikið til vinstri og bakvið drasl, þurfti að vippa til baka inná braut. Þetta var erfiðasta braut vallarins, löng par 4 í mótvindi og ég átti ekki möguleika að ná gríni þaðan. Tók því bara nettan blending í lay-up. Lenti um 3 metra frá holu í innáhöggi og tvípúttaði. Steindauður dobbúl útaf einu upphafshöggi.
Næsta var 200m par 3 sem spilaðist aðeins á móti vindi. Mistök nr 2 þar sem ég tók aðeins of mikið á með tré þristi og endaði pin high hægra megin inní trjám. Þurfti að þræða nálina með 8 járni pönsi og var bara heppinn að vera inná gríni, en um 20 metra niðrímóti pútt. Steindautt þrípútt fyrir dobbúl.
Fljótt að gerast en sem betur fer held ég ávallt jafnaðargeðinu og vippaði í fyrir fugli á næstu.
Lippaði út fyrir fugli á næstu þrem og var að spila frábært golf. Endaði svo hringinn á trippúl. Par 3 uppímóti þar sem ég tók járn þrist í bönker (vantaði hálfan meter uppá að fara yfir sandinn og eiga hið fullkomna högg). Sköllaði kúluna útí skóg. Þræddi tréin en náði ekki inná grín. vipp og tvö pútt fyrir trippúl.
Það er fín lína á milli velgengni og failure. Þessi þrjú pútt hefðu mátt detta og þessi hálfi meter hefði mátt vera styttri. Þá liti þetta öðruvísi út. Þá hefði þetta verið topp 10 frammistaða í þessu móti.
En.....svona er golfið. Eftir stendur að ég þarf að spila meira og ætla því að bæta þriðja hringnum við á viku. Mánud-fimmtud-og laugardaga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 21:24
Huelva
Kominn heim eftir ferðalag til Huelva. Fór á föstudaginn og enduðum á gistiheimili Ignacios eftir 3 tíma plús 1 í tíningi. Fundum ekki þetta god forsaken þorp og ráfuðum allt í kringum Huelva í einn tíma.
Tókum svo æfingarhring og vorum sammála um að þessu völlur væri snilld. Rosalega vel hirtur völlur þar sem grínin voru sörprím. Feyki hröð og skuggalega true.
Settum upp leikplan og málið dautt.
Spiluðum svo á laugardaginn og í dag, í smá rigningu og vindi fyrri daginn en blíðu í dag. Ég spilaði solid, vel spilað golf en aftur með þessum 2-4 lélegum höggum sem kosta gott skor.
+9 í gær með back to back dobbúl og +10 í dag með back to back dobbúl og tripple á lokaholunni. Hljómar ílla, og er ílla.
Grínin komu mönnum greinilega í opna skjöldu á mótinu því besta skor eftir fyrsta dag var +1 svo tveir á +4. Ég var í 21.sæti eftir fyrsta dag en endaði í 22.sæti af 57 eftir daginn í dag.
Þarna voru nokkrir plús fgj menn en þetta var nú samt ekkert svakalega sterkt mót miðað við önnur. Það voru tveir á +4, einn á +5, fjórða sæti á +10 og svo þéttur pakki upp eftir því.
Skorið endurspeglar erfið grín og pinnastaðsetningar frá helvíti. Þeir fengu margar kvartanir fyrri daginn var mér sagt útaf því að flestir pinnar voru á erfiðasta mögulega stað gríns, sem voru djöfulleg að slá inná. Þannig hélt maður að í dag hlyti þetta að vera þægilegra en svo var ekki. Einhvern vegin fundu þeir enn erfiðari staðsetningar.
Ég elska svona challenge, snilldin ein.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 06:24
Bellavista
Jæja, er farinn til Huelva til að taka þátt í tveggja daga móti á Bellavista Golf. Tek æfingarhring í dag um kl 14 og svo byrjar mótið á laugardaginn.
update kemur á sunnudagskvöld.
Bið ykkur vel að lifa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 22:58
Ástþór Magnússon
Smellið hér til að hlusta á viðtalið við Ástþór á rúv
Er Ástþór hunsaður snillingur eða bara rugludallur?
Eru ekki flestir maestros mannskynssögunnar soldið kúkú? Og eru svo betur metnir eftir þeirra lífdaga og þegar nægur tími er liðinn til að sjá heildarmyndina í baksýnisspeglinum.
Mæli með að fólk hlusti á þennan link af ofan. Þetta er viðtal við Ástþór á ruv þar sem hann er í senn klikkaður, pirrandi en líka með góða punkta. Ég er stundum sammála honum. En í 99% tilfella á móti honum sökum hátterni hans og framkomu, sem er vægast sagt dónaleg og barnaleg.
Af hverju er ekki búið að gera húsleit hjá XD útaf spillingunni? Veit reyndar lítið um málið en þetta lyktar af spillingu, nóg til að rannsaka þetta allavega.
Ástþór sendi meil varðandi aðstoð Íslands við innrásina í far-away-kinistan og var handtekinn eftir 4 klst og tölvur og rusladallar gerðir upptækir. Ekki sama Ástþór eða Séra XD.
Jú líklega útaf því að hann er frekar dónalegur og fyrirferðamikill. Af sömu ástæðu hugsað ég að honum sé ekki boðið í sjónvarpsviðtöl og slíkt þegar frambjóðendur allra hinna listana eru viðstaddir.
Dæmum hann eftir 150 ár þegar nægur tími er liðinn til að meta aðstæður og sjá allt þetta rugl í samhengi. Sjáum hversu ruglaður hann er þá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2009 | 20:14
Flex
Myndiru frekar kaupa rúm ef þú sæir konu fæða barn í rúminu?
Hélt ekki.
Hér á Spáni er auglýsing frá Flex sem sýnir konu fæða barn heima hjá sér í þessu yndislega rúmi. Það sést nánast allt, sullið og allt.
Eru þeir eitthvað heimskir. Halda þeir VIRKILEGA að neytendur kaupi þetta rúm frekar við að sjá barn fæðast í rúminu.
Húkkurinn í þessu var að rúmið væri svo þægilegt að maður vildi jafnvel fæða barn á því.
Locos
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 19:58
Mjási
Hvernig förum við að því að flytja Mjása aftur til Íslands? Heimsferðir vilja ekki flytja dýr og við eigum bókað flug með þeim í sumar.
Hjálp
Er einhver sem flýgur með Iceland Express eða eitthvað beint flug til spánar sem getur tekið hann tilbaka?
Hjelp
Jilpen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2009 | 12:35
ÐÆÞ
Mér dettur ekkert fyndið í hug. Ekkert gáfulegt og ekkert fróðlegt. Þannig að ég gríp bara til örþrifaráða og leita í eitthvað sígilt og eitthvað sem á alltaf við á góðri stundu.
Hvað er brúnt, hreyfist og vekur lukku hvert sem það fer?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2009 | 09:50
Hvað er fyndnara en kettir með húmaníska eiginleika
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 19:46
Leyndarmálið upplýst
Þá er það á hreinu. Svona er þetta gert. Smellið á neðangreindan hlekk til að komast að leyndarmálinu á bakvið tæknina sem stýrir músinni.
http://2006.1-click.jp/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar