Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Slash

Er að hlusta á fyrstu Slash´s snakepit plötuna sem heitir It´s 5 o´clock somewhere. Maður sér alveg hvernig sirka 3-5 lög hefðu getað orðið Guns klassíkerar með hjálp frá Axl.

Þarna er smá neisti sem snillingurinn Axl hefði getað prjónað við og búið til tímalausa slagara.

En svo er ekki og þessi plata sökkar feitt.


Kjósa að gjósa

Nú skylst mér að fólk sé að undirbúa sig undir kosningar á Íslandi. Djöfull er ég feginn að vera fjarverandi. Það er ekkert leiðinlegra en að velta þessu fyrir sér. Á endanum er þetta allt saman skítapakk upp til hópa sem hugsar bara um sín four more years.

Fyrir mér er ekki hægt að kjósa stjórnmálaflokk. Maður er alltaf bara sirka 50% og í mesta lagi 60% sammála málefnunum. Það gengur ekki.

Fyrir mitt leyti yrði ég að vera sirka 90% sammála hóp fólks til að styðja hann.

Ég myndi frekar bara vilja kjósa manneskjur á þing. Það yrði tímafrekara því maður þyrfti að kynna sér persónuna og þær yrðu þá nokkrar slíkar sem þyrfti að stúdera. En það yrði samt þess virði.

Tók eitthvað próf á netinu sem sagði mér að ég væri um 50% sammála Samfylkingu, 45% sammála Sjallanum og Frjálsa og restin minna.

Óásættanlegt.


krípí gaur þarna fyrir aftan

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=315046

...and it´s a bittersweet simphony that´s la haaf.

Þá er það á hreinu að Liverpool vinnur ekki ensku úrvalsdeildina þetta árið. Þeir eru samt á virkilega góðu stað í þróuninni og munu rústa þessu á næsta ári. Það er á hreinu.

Þessi ósigur er svolítið bittersweet fyrir mig. Jú, LP tapaði titlinum EN Arshavin setti fernu og ég er með hann í fantasy HELL YEAHHHHH

Skammtíma vellíðan en hey, ég hef nú alltaf verið manneskja til að kunna betur við hamingju dagsins í dag heldur en morgundagsins, sbr sykursnúðaát og slíkan ófögnuð.


It's Five O'Clock Somewhere

Er að endurlesa sjálfsævisögu Slash, fyrrum gítarleikara GNR. Taumlaus skemmtun og ég þreytist ekki að lesa um svaðilfarir þessara töffara.

Ég las líka á sínum tíma sjálfsævisögu Axl Rose og athyglisvert er að bera þessar bækur saman. Axl reynir að dissa Slash en Slash virðist vera mjög sanngjarn og talar mikið um hve Axl er mikill snillingur en talar líka um allt sem miður fór hjá Axl.

Eins og allir vita andar köldu á milli þessa tveggja snillinga, aðallega þó frá Axlarbirninum því Slasher gæti ekki verið meira sama.

Slash var (og kannski er) dópisti og fylliraftur sem er með "couldn´t care less" attitude en var ávallt mikill fagmaður og kom aldrei of seint á tónleika og var alltaf til staðar við upptökur á tónlist. Alltaf til staðar en oftast wasted og rokkari í húð og hár.

Axl var lítið í sukkinu miðað við Slash,Duff og Steven/Matt og einangraðist því soldið frá þeim. Hans galli var að vera hyper emotional og taka öllu smávægilegu of alvarlega. Hann var ekkert of wasted en þess í stað mætti ávallt of seint (allt að þrem tímum of seint á tónleika) og oft mætti bara yfir höfuð ekki á staðinn. Stjörnustælar.

Axl er klárlega betri lagahöfundur eins og sést ef borin er saman nýja Guns platan og Velvet Revolver og sóló ferill Slash. En Axl er samt maðurinn sem eyðilagði GNR því hann vildi meira píanó og syntha þegar hinir vildu bara Rokk og ról. Axl byrjaði líka að taka frekju ákvarðanir og skipa öðrum fyrir verkum.

Ég veit ekki hvor fær mitt atkvæði. Báðir hafa cons, Slash er dópisti og Axl er ególómaniac. Báðir hafa pros, Slash er fagmaður og vinnur vinnuna sína þrátt fyrir að vera wasted og Axl er betri lagahöfundur og klárlega hjarta GnR.

hmmmmmm.....soldið farið að minna á plötukynningar Sigurjóns Kjartansonar.


mini golf

Það er skemmst frá því að segja að María vann mig í mini golfi. Can´t catch a break here........

Hún fór holu í höggi þrisvar á meðan ég fékk 3-5 högg á sömu holum. Hún er náttúrulega viðbjóðslega heppin og ég mun lögsækja staðinn í kjölfarið fyrir að mismuna.....mér.

Skorin eftir 18 holur voru 53-56 henni í vil. Sebas rak lestina með 3546 högg.

Þetta er flottasti mini golf staður sem ég hef séð. Fer ekkert fyrir honum og hef keyrt þarna framhjá milljón sinnum án þess að taka eftir honum. María hins vegar sá hann og dreif okkur öll þangað í tilefni afmælis Sebastians.

Það var steikjandi hiti og ég í peysu. Gat ekki farið úr henni því bolurinn undir var með þrem blettum, súkkuðulaði, sulta og súkkulaði. snyrtó.

ps. þegar ég kom heim þá var hvítur blettur á peysunni. Við höldum að þetta sé fuglaskítur.


þetta fannst mér sniðugt

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=314915

Nýjar myndir

indeed. Á myndabloggi hér til vinstri eru komnar nýjar myndir í albúm 15. Við erum að tala um sirka 30 eðal myndir af m.a. mini golfinu í dag, sundspretti mæðginana í gosbrunninum og ammæli Sebas hjá tengdó.

Slatti af myndum og allar heimsklassa. Þeir sem ekki eru með lykilorð hika ekki við að senda mér beiðni og það kemur að vörmu spori.

Við fórum í mini golf og fengum okkur djús eftir hringinn

 


Úln

Er heima að hvíla. Spilaði seinni hringinn með úlnliðin mjög sáran. Er enn að drepast í honum. Held að þetta sé bara ofnotkun. Vona það. Þá ætti þetta að hjaðna á nokkrum dögum.

Er að reyna að koma Mjása til Íslands án árangurs. Hringdi í Icelandair cargo en þeir geta ekki neitt, heimsferðir vilja ekki flytja dýr og ekki SAS heldur.

Held áfram að reyna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband