Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
12.4.2009 | 22:26
Shingo Katayama
Shingo´s the man. Klárlega sigurvegari mótsins. Fær allavega verðlaun fyrir sval-leika.
Kenny Perry tekur þetta núna þegar tvær holur eru eftir. Steindautt.
Það sem ég tek frá þessu móti er hve golf er skemmtilegt og hve svalur Shingo er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 21:13
Getur það verið....
Tígurinn er að fara taka þetta.
Þetta er ROSALEGT
update
uuuuu kannski ekki....hann chókaði með skolla og skolla á síðustu tveim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 19:51
Tiger vs Phil
Horfi nú á The Masters á netinu sem aldrei fyrr. Þetta er rosalegt einvígi á milli Tigers og phil. Maður er ekkert mikið að horfa á fyrstu menn, bara þessa tvo.
Vona að Kenny Perri, Angel Cabrera (öndin) né Campbell taki þetta.
Held að sjálfsögðu með Tiger. Svo er ég heitur fyrir Shingo Katayama en hann er ekki að fara sigra. Hann er samt eitursvalur. Eitur svalur. Er Japani með kúreka hatt beygðan upp og ávallt tanaður í hipp og kúl fötum.
Ekki ósvipaður mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 15:07
Þúsan
Fór á Lauro Golf að æfa á meðan María og Sebas fóru með los tengdós á síðustu páskaskrúðgönguna.
Þeir eru nýbúnir að opna nýtt range þarna sem lítur vel út. Allt gott um það að segja nema að reingið er í uppímóti sem er ekki beint þægilegt. Maður sér ekki boltan lenda ef maður er með 9 járn eða meira sem er fáránlegt. Uppí mót og svo smá niður í mót. Rid-to the-dikk-to the-júlös.
Þetta er fínt fyrir pw og neðar. That´s it.
Hvað eru menn að henda pening í svona framkvæmdir og skíta svo uppá bak með það sem er í raun það mikilvægasta varðandi svona range. Reingið sjálft. Men ó men.
anyway, þeir bæta það upp með að vera með snilldar stutta spils aðstöðu. Var soldið í bönkernum í morgun og að vippa almennt.
ps. rólegur með yfir 1000 heimsóknir í dag. Er þetta eitthvað hitamál eða........bara almenn skynsemi fannst mér. Datt ekki í hug að fólk hefði aðra skoðun á þessu en ég því að sjálfsögðu eru mínar ávallt réttar og bestar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 08:39
Svona á að gera þetta
Ekkert íslenkst "þetta reddast" dæmi. Áður fyrr hefði þetta ekki verið tekið svona traustum höndum. Núna eftir allt sem á undan hefur gengið er málið leyst á öruggan máta og engar áhættur teknar.
Þetta líkar mér.
Þarna er bara verið að útiloka að þetta fari í vitleysu og ekkert beðið eftir því að einhver meiðist, eins og var íslenski mátinn. Þetta er framför.
Áfram lögreglan
![]() |
Þurfti að kalla á sérsveitina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
11.4.2009 | 21:50
Mammút saves the day
Loks kom eitthvað sem mér fannst gott á þessari hátíð. Mammút er hreinlega eina bandið á landinu sem er að gera eitthvað gott rokk. Fullt af böndum að reyna, en bara eru ekki áhugaverðar. Ýmist of mónótónískar pælingar, ílla flutt eða bæði. Líki þessu soldið við Sóldögg gæjann sem var í Rockstar.
Þegar átti að frumsemja lag og flytja,voru allir með einhvern húkk í laginu sínu og eitthvað sem maður greip. Ekki Sóldaggargæjinn, bara mónótónískt power rokk með engu ívafi og án alls sjarma. Þannig er 95% af íslensku tónlistar senunni.
Þeir sem verða vinsælir eru vanalega bara PR-aðar grúppur (vel kynntar) og/eða það myndast nokkurskonar múghugsun á bakvið eitthvað og fólk heldur að það sé svalt og fylgir með í blindni til að tilheyra hípinu.
Ég batt vonir við Agent Fresco eftir að hafa heyrt þetta eina góða lag þeirra. Því miður voru öll hin ekki góð.
Mammút rokkar en vantar samt aðeins uppá þéttleika á tónleikum. Vantar bara smá BOOM á réttum stöðum, eins og þegar viðlag byrjar. Smá meiri keyrslu og málið telst dautt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2009 | 19:41
Masters á netinu
Ég horfi á þetta á sopcast, en þá þarf að niðurhala því forriti og vesen.
annar möguleiki er að horfa á þetta á neðangreindum linkum
http://www.justin.tv/sportstime2/popout
http://www.justin.tv/frankcal20/popout
http://www.justin.tv/sticktv
eitthvað af þessum linkum, sumt virkar annað ekki. Annars er Stöð 2 að sýna frá þessu líka skylst mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 17:07
aldrei.is
Hafði kveikt á tónleikunum aldrei fór ég suður í gærkveldi. Mikil þvílíkar endemis leiðindar mjúsíkk. Beið spenntur eftir Sing fang bous því hann er svo rosalega hæpaður á senunni heima á fróni. C-R-A-P. jafnvel Crap-it-í-crap.
Múm voru leiðinleg
Dikta þéttir en finnst bara 1-2 lög skemmtileg með þeim. Þau voru ekki spiluð.
Dr. spock tóku eina lagið sem mér finnst fínt með þeim. Júróvisjón smellinn þeirra. Búið.
Beið svo spenntur eftir FM Belfast. Ef eitthvað hefur verið hæpað í strimla þá er það þessu hljómsveit. Hafði ekkert heyrt af henni og fokkin EITThvað hlaut að vera spunnið í þetta. Nei, nei, viðbjóður. Mjög óspennandi og ófrumlegt.
Get svo svarið það. Er þetta rjómi íslenskrar tónlistar? nei, ég bara spyr.
Þegar og ef þessu golfi lýkur einhvern tíman þá ætla ég sko að stofna hljómsveit og fokkin sýna fólki hvernig góð,skemmtileg og fokkin frumleg tónlist er gerð. Get ekki annað en ímyndað mér að það sé leikur einn þegar þetta crap er til samanburðar.
Hey, það er ekki nóg að vera bara hipp og kúl og hanga á kaffihúsi og vera með palestínu trefil.
Vill annars hrósa www.aldrei.is fyrir snilldina einu að hafa þetta live á netinu. Kúdos.
Bíð núna eftir Agent Fresco og Mammút. Plís, don´t let me down.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 14:42
Stabíll
Er aftur orðinn semí stabíll sem er frábært. Kom inn á +6 í miklum vindi og það skilaði mér í annað sætið og 30 in da house.
Þessar 30 fóru í að kaupa Bridgestone B330 og B330S. Langar að prófa þessar kúlur. Langar líka að prófa Srixon Z-star. Þeir segjast vera sambærilegir Titleist Prov en eru ódýrari. Gat keypt 9 kúlur á 33 af B330 og B330S í staðin fyrir bara 6 Prov á 30.
Sjáum til hvort maður finnur einhvern mun.
par,skolli,skolli,par,skolli,par,par,par,par = +3
par,par,par,par,par,par,dobbúl,par,skolli = +3
Tók þarna 10 pör í röð og er mjög ánægður með bæði ásinn og pútterinn. Eins og ég sagði þá var mikill vindur en ég lét það ekki stoppa mig. Ég dró upp ásinn á allt sem hreyfðist og fór létt með það. Það var sérstaklega gaman að vinna boltann í vindinum ýmist til hægri eða til vinstri.
Langt síðan að ég virkilega nýt þess að taka upphafshögg. R7!!!!!!!
Hitti allar nema tvær, og þessar tvær kostuðu mig bara einn skolla. Sehr Gut.
Pútterinn (Billy Piper) var líka mjög solid. Strokan frábær en átti því míður 4 þriggja meters pútt fyrir fugli sem bara voru vitlaust lesin hjá mér. Strokan góð hins vegar. Hefðu átt að detta, allavega 1-2.
Það var erfitt að hitta flatirnar í þessum vindi en mér tókst að hitta 66,6% af þeim sem er bara fínt.
Fékk 32 punkta sem ætti að duga í gráa svæðið. Þetta verður pottþétt skalað upp um 3 punkta því sigurvegarinn var bara með 34 punkta!
Dobbúllinn kom eftir að ég tók slæma ákvörðun á par 5 og ætlaði að skera of mikið af horni brautar sem var OB. Lenti þar og týndi boltanum (fann hins vegar dauðan kött). Fann svo annan dauðan kött þegar ég var að hjálpa öðrum að leita á annari braut. wassap eiginlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 19:48
netið
Dagur tvö á Masters, ekkert merkilegt að gerast. Tígurinn er rólegur og hefur ekki verið að pútta sem skildi.
Er að horfa á masters til hægri á skjánum og svo á hljómleikana "aldrei fór ég suður" í beinni vinstra megin á skjánum.
María og Sebas skruppu niðrí bæ að horfa á skrúðgöngurnar. Voru farin þegar ég kom heim eftir æfingar.
Tónleikarnir eru í beinni á neðangreindri slóð
http://wms.vodafone.is/aldreiforegsudur
og masters er á neðangrendri slóð (reyndar bara 15 og 16 hola en hitt byrjar kl 22 á spænskum)
http://channelsurfing.net/watch-masters-holes-15-16.html
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar