Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
13.11.2009 | 10:24
Peter Gabriel
Verð að viðurkenna að með árunum fer aðdáun mín á Peter Gabriel stig vaxandi. Þetta byrjaði með því að ég sá myndina City of angels, sem er og verður ein af mínum uppáhalds myndum. Þar var I grieve með PG og áhuginn kviknaði. Fílaði samt bara nokkur lög þá með honum. En núna eru svo mörg sem ég fíla í hans reportoire.
Platan Up 2002 er t.d. snilld. Klassíkerar eins og sky blue, no way out, I grieve, Barry williams show, more than this og rest er fín.
Flestir þekkja hann sem sledgehammer og steam gæjann, en sá stíll er alls ekki það sem ég fíla við hann. Það eru þessi rólegu epic stórverk sem gera hann að meistara.
Svo á hann comercial verk eins og In your eyes, don´t give up og solsbury hill sem allir kannast við.
Mæli með honum. Helvíti gott t.d. að kúpla í hann eftir harða æfingu í ræktinni þegar skal teygja á líkama. Soothing og fallegt stöff.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2009 | 09:11
Hommar
Það var stillt á FM í bílnum í morgunskutlinu. Þar var verið að ræða við homma og hann var að ræða við þrjá hommska kandidata til að fara út að borða með.
....oooooooog við grípum inní samtalið...
..."kettir eru ógeðslegustu dýr veraldar, þeir sleikja á sér endaþarminn."
"þeir eru nú ekki einir um það" Svo heyrist nervus hlátur beggja megin línunnar.
Ég slökkti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2009 | 20:43
Farvel TM R7 Ltd
Var á æfingu með afrekshópnum og þar sem ég er orðinn svo fáránlega sterkur eftir allar þessar armbeygjur þá sprengdi ég ásinn minn fallega.
Hann er ónýtur.
Tók högg og sprengdi hann! Það kom sprunga.
Hann er ekki árs gamall þannig að þetta er óeðlilegt.
Kannski að kuldinn hafi eitthvað með þetta að gera en samt.
DJÖFULL ER ÉG FRIGGIN STERKUR.
fallegi, fallegi ásinn minn. Ég er dapur. Mun syrgja í nokkra daga.
Fer á morgun til Hlynsa og læt hann í málið. Eins gott að Taylor Made reddi mér nýjum ás sem fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2009 | 15:59
Bróðir
já, ég verð bara að viðurkenna að mér líkar alltaf betur og betur við Bróðir Svartúlfs. Í fyrstu fannst mér þeir óskipulagðir og ekki höfða til mín. Núna virðist þetta bara vera nokkuð heilsteypt og grípandi. Það er vel.
Ég VIL fá meira af góðri tónlist.
Ég skil ekki af hverju tónlistarmenn geta ekki tekið hugmyndafræði Lennons sér til fyrirmyndar og gefa bara út lag á viku fresti eða svo. Hvað er vandamálið. Af hverju vera að fela sig í ár eða tvö og gefa svo út 10 lög í einu. Gefa bara lag út á nokkra daga fresti og fokkin málið er dautt.
Plata/skífa/diskur fullur af lögum er dautt fyrirkomulag. Bara dæla út lögum, takk.
Mæli annars með að fólk strími Bróðir Svartúlfs á gogoyoko og tékki á þessu sjálft. Annað lagið er náttlega frægast en svo eru hin bara ágæt líka.
http://www.gogoyoko.com/#/artist/Brodirsvartulfs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2009 | 12:29
Millenium vs. LOTR
Áhugaverður punktur sem Pedro kom með í kommentakerfinu varðandi myndirnar frá Stig Larsson og LOTR. Ákvað að pósta þessu því mér fannst þetta valid punktur sem þó átti sér valid svar.
PEDRO
Hætti að lesa við LOTR en þær voru mjög langar og vandaðar þannig að fjöldin er varla vandamálið, kannski frekar gæðin segirðu?
Pétur 12.11.2009 kl. 11:43
SIR
Peter Jackson klippti efnið niður eins og brjálæðingur en myndirnar voru samt 11klst og 23 mín!
Þessar tvær myndir frá Stig eru 4klst og 32 mín. Og verða líklega ekki meira en 6klst og 50mín þegar sú þriðja bætist við.
Þarna sérðu muninn á þessum þrílógíum. Nafni þinn gaf sér nánast helmingi lengri tíma til að koma plottinu frá sér á hvíta tjaldið. Og myndirnar eru meistaraverk fyrir vikið.
Ég segi fyrir mitt leyti að ég væri alveg til í að sitja fleiri mínútur yfir þessari millenium trílógíu og fá ítarlegri myndir og betra stöff fyrir vikið.
SIR, 12.11.2009 kl. 12:24
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2009 | 09:10
just lift me up
Sebas er svo mikill músíkkant eins og pabbi sinn. Í bílnum heimtar hann alltaf don´t bring me down með black eyed peas. ,,papa, papa, láta aaaaaaaa,aaaaaaa" (þetta er viðlagið). Svo ýmist tekur hann lúftgítarinn eða trommar á fullu. Eða reyndar skiptist hann á, allt eftir því hvaða partur er í gangi hverju sinni.
Hann hefur átt sín uppáhalds lög í gegnum tíðina alveg síðan við vorum á rúntinum á costa del sol.
Hann tekur ástfóstri við lög og gjörsamlega yfirspilar þau. Ég er kominn með ógeð af þessu black eyed lagi. Hann fær ekki nóg.
Það er orðið svo slæmt að þegar ég skrifa diska til að hafa í bílnum þá verð ég að hafa sirka 3 aukalög á þeim fyrir hann. Tvö með black eyed peas og eitt með Bon Iver. Sama þótt ég skrifa kannski harðasta Indie rokk disk sögunar, þá eru alltaf þrjú fyrstu lögin fyrir Sebas. Annars setur hann upp massíva skeifu.
Svo kemur að því að ég þarf að neita honum um lagið og venja hann á nýtt lag. Það er erfitt transision faze. Og ég óska engum að vera með okkur feðgum í bíl þegar það kemur Veto á uppáhalds lag Sebas. Hann er nefnilega harður og trúr sínum tónlistarsmekk.
ps. minni svo á næst síðasta lagið í djúkaranum hér á hægri hönd þar sem Sebastian syngur Starálfur með Sigur Rós......flawless
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2009 | 09:02
Hinn hraði heimur færibanda
Sá ,,stúlkan sem lék sér að eldinum" eftir Stig Larsson í gærkveldi. Það er sama sagan með þessa mynd eins og þá fyrstu. Fín mynd en hefði átt að vera tvær myndir. Þessar þrjár bækur eru í raun 6 góðar myndir, ef við lítum bara á söguna og það sem í henni er. En til að gera þetta markaðsvænt þá þarf þetta víst að vera eigi lengra en þrjár myndir, svo segir hin heilaga ritning þrílógíunnar. Spurjið bara matrix og LOTR.
Fyrir vikið var aldrei nein stund í myndinni til að byggja neinar senur upp. Aldrei neitt build up. Það var bara vaðið úr einu í annað.
Svipað og ef ég myndi kötta 15 lög upp, taka viðlögin og skeyta þeim saman í eitt 4 mín lag. Þá vantar brúnna sem leiðir inn í viðlagið og svo svölu break off mómentin sem gefa laginu karakter.
Blomkvist var frábærlega túlkaður sem fyrr en Salander er aftur alltof nice og brothætt miðað við bækurnar. Þeir halda bara sömu línu og fyrsta myndin, sem er þó fine.
Aðal beefið sem ég á við myndina er senan þegar hún er máluð. Hefði getað verið stórkostleg sena. Drungaleg og virkilega getað málað scary mynd af Salander. En nei, hún var þurr og léttleikandi. Meira að segja með syngjandi fuglum í bakgrunninum!
En hey, þó ég taki það neikvæða hér fyrir þá breytir það því ekki að þetta er massa skemmtun og ég get ekki beðið eftir síðustu myndinni. Sem hlýtur að fara detta í bíó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2009 | 22:00
4k for José
Hljóp 4k og vangefið sáttur með það. Minnir ekki til þess að hafa hlaupið svona langt áður. Allavega langt síðan. Eftir 1 og hálfan var þetta frekar erfitt, sennilega þessi múr sem maður skellur á. En svo var þetta bara spurning um að einbeita sér að önduninni.
Veit ekki hvort þetta er heimsþekkt bragð en svo hugsaði ég líka bara með efri líkamanum. Ekki þeim neðri. Varð svo þungur í löppunum en hugsaði þá bara um lungun, hve auðvelt væri að anda. Svo lengi sem það er í kay, gæti maður hlupið endalaust.
Svo sakaði ekki að hafa likkuna í botni. Á síðasta kílómetrunum datt ég inn í tilfinninga monsterið, Bleeding me. Þarna er allur skalinn tekinn. Við erum að tala um að ég tók Rocky á þetta. Kýldi útí loftið og svona. Stemming að hafa likkuna í botni. "I´m bleeding meeeeeee". Blod på tannen.
Tók svo annan daginn í hundredpushups.com í þriðja dálk eftir hlaupið. Erfitt en hafðist.
Mun sem sagt taka útihlaup mánu-miðviku og föstudaga. Svo eru golfæfingar á mánud-þriðju(fitness) og fimmtudögum. KJEEEPPINN situr ekki auðum höndum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2009 | 16:30
hjalti
En svo bara er þetta frekar catchy.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2009 | 13:08
say anything '89
djöfull fíla ég say anything með John Cusack. Mynd frá '89. Þessi þar sem hann heldur á ghettoblasternum fyrir ofan hausinn á sér og spilar peter gabriel. Ef eitthvað er Kljeeeesik þá er það sú mynd.
memorable quotes:
Lloyd Dobler: She's gone.....I gave her my heart, she gave me a pen.
Diane Court: Nobody thinks it will work, do they?
Lloyd Dobler: No. You just described every great success story.
Lloyd Dobler: I don't want to sell anything, buy anything, or process anything as a career. I don't want to sell anything bought or processed, or buy anything sold or processed, or process anything sold, bought, or processed, or repair anything sold, bought, or processed. You know, as a career, I don't want to do that.
Lloyd Dobler: What I really want to do with my life - what I want to do for a living - is I want to be with your daughter. I'm good at it.
Lloyd Dobler: And one more thing - about the letter. Nuke it. Flame it. Destroy it. - It hurts me to know it's out there. Later."
Sennilega einn besti endir á mynd sem ég hef séð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar