Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

bleyja

erum að berjast við að venja sebas af bleyju. Hann fílar það ekki. Tökum bleyjuna af heima og erum dugleg við að spurja hvort hann vilji á klóstið. Hann bara pirrast og neitar.

Hann kom til mín áðan og bað um að fá bleyjuna aftur. Núna er hann inn í herbergi, þögull. Spurning hvað sé í gangi. hmmmm

Í öðrum fréttum er það helst að María fór í world class og sagði mér að sjá um matinn. Hún lýsti í smáatriðum hvernig ég átti að taka kjötið úr ískápnum, gera mini bollur úr því, blanda saman við egg og láta svo brauð í vatn eða eitthvað álíka. Var ekkert mikið að hlusta.

Er búinn að panta pitsu.


post data

þessi mynd gerði akkurat það sem ég vildi. Því fær hún fjórar og hálfa af fimm stjörnum. Mínusinn er fyrir aðeins of mikla væmni og samheldnisboðskap og kannski smá skort á húmor. Gæti jafnvel farið niður í bara fjórar.

Hefði getað verið pínu fyndnari. Samt helvíti skemmtileg mynd og eins og leikmaðurinn segir, ,,góð afþreying".

Boðskapurinn skaut aðeins skökku við í mínum kokkabókum þar sem ég styð ávallt þá hugsun að bjarga frekar mannkyninu örugglega í staðin fyrir að taka major áhættu fyrir bara kannski 4 líf. Fórna fjórum til að vera viss um björgun alls mannkyns! Að sjálfsögðu. Engin spurning. Myndi meira að segja fórna mér sjálfur bara til að make-a point.


Stórmynd

Fórum í bíó í gærkvöldi öllum að óvörum, ekki síst okkur. Skildum punginn eftir í Garðabæ. Sáum 2012 og hún er góð stórmynd. Svona ekta sem maður verður að sjá í bíó. Það er alltaf eitthvað sem hreyfir við mér að sjá endalok mannkynsins. Það skapast nokkurs konar samhugur og fólk horfir öðruvísi á þig þar sem maður stendur þarna í biðröð til að kaupa drasl til að skúffa í andlitið.

John Cusack deyr í endan......djók, en það er mikið drama(in a good way). Áhrifamesta senan er sennilega þegar menn átta sig á því að "The end of days"[hugsar sigursteinn með Swartzenegger röddinni sinni] er að verða að veruleika og svarti píanistinn talar við strákinn sinn. Þá munaði litlu að ég beygði af.

John Cusack heldur áfram að vera bara John Cusack með sínum minimaliska leik. Hann er góður í því. Lítil svipbrigði og fátt sem kemur honum í opna skjöldu.

Það var helvíti gott þegar þau hlupu til að redda sér stórri flugvél til að komast til Kína. Þau sjá Antonov vélina massívu og strákurinn segir, "wow, that´s a big plane", og stóri stolti rússinn segir svo um mann hríslast kaldur hrollur, "IT´S RUSSIAN". Ég tók fagn á þetta. Hrópaði upp yfir mig ,,JEEEEEE" og air lamdi loftið. Fólk snéri höfðum. Ekki allir að fíla þessa senu jafn mikið og ég. Kemur ekki nógu svalt út þarna í youtube clippinu hér að neðan, en engu að síður.

Svo þegar myndin var búin tók ég allan pakkan á þetta. Sami pakki og tekin var þegar maður var ungur og sá Karate kid og rocky. Í staðin fyrir að berja systur mínar og slíkt, þá sá ég um að koma mér og Maríu sem fljótast út úr bíóinu á undan öllum. Ímyndaði mér að allt væri að farast fyrir aftan mig. María horfði nett pirruð á mig.

Við vippuðum okkur inn í bílinn og í laugarásbíó skapast alltaf svo mikið bíla öngþveiti, sem var akkurat sem ég þurfti til að halda áfram með þessa ímyndunarveiki. Ég prjónaði mig í gegnum bílana og kom okkur út á vegin, rétt í þann mund sem jörðin hrundi fyrir aftan okkur. (María orðin meira pirruð)

Svo setti María mér stólin fyrir dyrnar þegar ég þaut áfram inn í Garðabæ á 110km hraða en ætlaði að þykjustuni snarhemla til að stoppa og hjálpa bílnum sem var útí vegarkanti með sprungið dekk. Því skv. boðskapi myndarinnar átti maður aldrei að skilja neinn eftir.

Þar sem Maríu líkaði það ekkert of vel, þá tónaði ég mig aðeins niður en stóðst þó ekki mátið og skrúfaði niður rúðuna og hrópaði ,,BJARGI SÉR HVER SEM BEST GETUR!!!!!"


stellingar

Hvað varð um uppáhaldsstellinguna mína segi ég nú bara? Crouching Tiger, hidden dragon! 

Eða klassíkerinn Horizontal Ninja, þegar maður er kominn lárétt í rúmið og skilur ekkert af hverju það hafi minnkað um heilan meter á nó time!

Persónulega er ég 60% í Crouching Tiger....15% í Horizontal Ninja, 15% í hvíldarstöðu eitt í Boot camp og rest fer í að hreyfa sig úr einni stellingu í aðra.

sleep


drastic

tók æfingu í gær en sleppti útihlaupi og sessioni. Varð eftir eftir æfingu og tók sirka klst í vipp og pútt enda veitir ekki af.

Var að pæla í af hverju kylfingar negla alltaf vippunum sínum í átt að holu þegar þörf er á að vippa í. Til dæmis þegar menn eru í holukeppni og verða að setja í til að tapa ekki leik.

Maður sér þetta oft í holukeppnum og slíku. Menn vippa aggresíft og ætla sko að gefa þessu séns.

Mér finnst það alltaf vera ólíklegri aðferð heldur en að taka bara venjulegt vipp eins og menn gera vanalega og hafa æft.

ég meina....alltaf þegar ég vippa þá reyni ég að setja í holu hvort eð er. Ég þarf ekkert að breyta strategíunni við utanaðkomandi breytur, eins og yfirvofandi holutap. Ég vippa alltaf með að markmiði að fara í holu, sem þýðir að ég vippa með að markmiði að kúlan verði ekki of stutt.

Ég held að líkurnar minnki við að negla vippinu til að vera viss um að kúlan nái og maður sé ekki of stuttur.

Frekar að taka bara sama vippið og þú hefur æft milljón sinnum, reyna alltaf að setja í holu og treysta bara á það sem þú hefur æft.


valkvíði og workout

Sebas kominn heim og það var farið beint í tölvuna. Í þetta sinn var það söngvagborg 4 sem heillaði. Ekki út af efninu heldur bara og eingöngu út af því að Söngvaborg 4 byrjar á S. Sem er, eins og glöggir lesendur hafa fattað, stafurinn hans Sebas.

Latibær var kældur, sem er vel. Enda sér hann glanna glæp í hverju horni.

í öðrum fréttum er það helst að ég er á leiðinni á æfingu hjá gkg þar sem við verðum vídeóaðir í bak og fyrir. Sveiflan verður svo greind í þaula og unnið í göllunum.

Spurning hvort ég taki svo nett skokk eftir æfinguna í myrkrinu á ægissíðunni. Hendi mér í blautt grasið og taki session workout. Það er aldrei að vita, kannski sirka 5% líklegt á þessum tímapunkti.


bada búm

þú veist hvað þeir segja um drykki. Þú kaupir þá ekki, þú leigir þá. Enda er ég búinn að vera skila þeim í allan dag.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband