Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
20.11.2009 | 09:53
Rockson under way
Eins og alþjóð veit er ég byrjaður á skáldsögu sem kannski mun verða tilbúin fyrir næsta jólaflóð, eða þarnæsta. Inn um lúguna hjá okkur var að detta inn rit sem heitir bókatíðindi. Þar er að finna helstu bækur á markaðnum í dag og lýsing á þeim.
Dios mio hvílík leiðindi. Ég er samt hæst ánægður með hve úrvalið er viðbjóðslega lítið og lélegt hérna á Íslandi. Betra fyrir mig sem tilvonandi útgefanda.
Þetta eru allt formúlubækur og wannabe arnaldar/danBrown. Með eitthvað löggugengi, helst einn aðalkall, einn kómík relief kall og eina konu, að leysa morðgátu. Bókunum er oftast lýst sem drungalegum morðráðgátum síðla kvölds á kalda íslandi.
...ooooog við grípum inní lýsingu á random bókum;
...Í snyrtilegri íbúð í Reykjavík finnst fáklæddur maður liggjandi í blóði sínu. Óminnislyf í jakkavasa vekja grun um íll áform og vísbendingar leiða lögregluna á slóð dulins ofbeldis og hrottalegra sálarmorða....
...Einar blaðamaður fyrtist við þegar hann er sendur vestur á firði um hávetur en fyrr en varir er hann kominn á kaf í ískyggilega atburðarás sem skekur friðsælt samfélagið...
...Á skrifstofu íslenska sendiherrans í Berlín situr vafasamur viðskiptajöfur með iðrin úti og flugbeittan veiðihníf á kafi í maganum....hver átti sökótt við þennan mann? Það er lögregluliðið úr aftureldingu sem leitar hins seka.....
...Rannsóknarlögreglunni berst bréf með dularfullum vísbendingum. Jónas, lausráðinn rannsóknarmaður, er sendur í Litlu-Sandvík til að kanna málið....
Jú jú gott og vel. Það er sagt að fólk vilji oftast lesa um eitthvað sem gæti verið þeirra líf. Eitthvað nálægt þeim, tengt umhverfi og slíkt. En what the frigg men! Er enginn sem bíður uppá eitthvað skemmtilegt?
Það er klárlega komið að Sigursteins Þætti Rúnarssyni. Eða Rockson eða Indriði Arnalds....ekki búinn að ákveða pseudo nafnið sem ég kem fram undir.
Ég myndi ekki nenna að skrifa um svona stöff eins og 90% af höfundum á Íslandi gera. Ég get lofað því að þetta verður ekki drungaleg bók, án allra Erlenda og án leiðindaformúlu. Er reyndar kominn stutt á veg með plottið enda nýbyrjaður en þetta stefnir í multiplatinum bestseller starring annað hvort Josh Hartnett eða einhverjum hávöxnum myndarlegum karlmanni....tillögur?
ps. ég er ekki að segja að ég hafi ekki legið slefandi yfir dan brown og slíkt. Ég fíla alveg my occasional formúlu bækur don´t get me wrong. Var bara að hneykslast yfir ófjölbreytninni á íslenskum markaði, that´s all.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.11.2009 | 09:05
Mr. Earthquake
Það eru alltaf hræðileg mistök að gleyma að gefa Mjása að borða. Hann vekur mann upp á nóttinni sínkt og heilagt og oft tekur það mann dágóða stund að átta sig á honum. Maður hugsar ,,er kveiknað í?", ,,er tumi fastur í brunninum?" og í raun allt annað en um matinn hans Mjása.
Loks fattar maður þetta og staulast á lappir, finnur pokan og hellir hávasama matnum í skálina á meðan hann sveimar í kringum mann þakklátur.
Svo vaknar maður aftur þegar hann skríður uppí, eða öllu heldur, stekkur upp í rúm á nýjan leik og hjúfrar sig til fóta hjá Maríu. Því hann veit að Mr. Earthquake veitir honum ekki nægan frið til að sofa. Ég er nefnilega alltaf á ferðinni, hann er löngu búinn að læra það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2009 | 08:59
skilvirkni
Sjaldan verið jafn skilvirkur í morgunsárið og nú. Byrjaði á því að setja í uppþvottavélina og vaskaði svo upp goddam pönnurnar. Fæddi og klæddi Sebas á meðan við horfðum á pocoyo, kom þeim í vinnu og leikskóla og er á leiðinni í sturtu.
WASSSSAAAAAAAA[hugsar sigursteinn með negra röddinni sinni og ímyndar sér krosslagðar hendur með gengjamerkjum, eða bara budweiser auglýsinguna]
ps. er að fara hengja upp þvott. Þetta er ekki grín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2009 | 21:52
Undercover
hvað er í gangi með skjá einn. Búið að vera lokað á stöðina í tvo daga núna. Einhver bilun segja þeir. Frábær byrjun á áskriftarsjónvarpi.
Ég er með kenningu.
Þetta er undercover stöðvar tvö gaur sem komst inn í innsta hring skjásins og beið þar eftir orði frá stóru köllunum á stöð tvö. Kallið kom í gær, og kallið var að taka stöðina úr loftinu. Planið heppnaðist og nafn Skjás eins er heldur betur að hrapa í virðingu hjá fólki.
Og ekki halda að eitthvað svona gerist ekki á litla saklausa Íslandi! Það er allt morandi í svona stöffi. Fólk er svo saklaust og treystir öllum. ,,Þetta reddast" mentalitetið er of sterkt ennþá.
Whatever, er bara fúll að hafa misst af fabulous fimmtudegi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2009 | 21:37
solid
var mættur kl 18 útí hraunkot til að æfa. Spjallaði við Keisarann og hann lánaði mér tvær blade kylfur til að prófa, wishion og maltby held ég að þær heiti. Wishion kylfan lúkkaði kúl og var betri fannst mér. Crisp contact og leið vel með þessa blade kylfu. Mun svo prófa Titleist mb nýju og Mizuno mp60 eftir áramót.
Tók svo æfingu með strákunum. Við lok æfingar var haldið shoot out, sjö gæjar og sá sem var fjærst skotmarkinu datt út. Tíminn rann reyndar út og í lokin voru bara ég, Simmi og Henning eftir. Loka skotmark, sá sem var næst ynni. Ég og Simmi vorum mjög svipað frá en Henning fjærst. Það stóð styr um hver væri næstur en Derrick fór bara og lét okkur um að útkljá málið. Við tókum eitt skotmark í viðbót og hann klíndi uppvið pinna. Ekki ég.
Tók svo klst í viðbót eftir æfingu og er nú bara nokkuð sáttur við sláttinn. Solid stöff. Enda solid gaur.
Tveir tímar og ekki svo kalt eins og oft áður. Jákvætt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2009 | 15:32
Hero
Erum við að tala um að þið séuð heppin að þekkja mig eða hvað.
Hér er ég orðin hetja í svíþjóð.
http://www.tackfilm.se/?id=1258644437810RA47
Mæli með að fólk tékki á þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2009 | 09:03
Pocoyo að neðan
Pocoyo er lang vinsælast hjá Sebas. Þetta er svo mikil snilldar teiknimynd. Á meðan hann hlær að öllu þá hef ég bara gaman að fylgjast með Pato(önd) og Elí(eliphante). Það eru svo skemmtileg svipbrigði hjá þeim.
Þetta strímum við non stop á morgnanna af youtbue. Ég með seríós í þykkmjólk en hann með seríó í mjólk.
Fékk einu sinni gott ráð frá einum pung. Veldu eitthvað sem ÞÉR finnst líka skemmtilegt til að horfa á með barninu þínu. Ekki sætta þig við eitthvað leiðinlegt barnaefni, þá leiðist þér og verð ekki eins miklum tíma með barninu fyrir vikið.
Pocoyo er teiknimynd frá Spáni en BBC hafa líka pikkað þetta upp og fengu meira að segja Stephen Fry til að tala fyrir þulinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2009 | 08:53
Rútína
Sebas vekur okkur oftast rétt í kl8. Þá hrópar hann ,,papá! Sebastian búinn að lúlla!", ef það virkar ekki þá hendir hann papá út og setur mamá í staðin. Hann veit að þá er þetta komið.
Þegar maður staulast inn til hans, stendur hann yfirleitt með útbreiddan faðm og bíður eftir að maður taki hann, skælbrosandi.
Rútínan er að fara beint í sófann og horfa á Pocoyo á meðan papá klæðir kallinn. Svo smá seríós og svo út á Gullborg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2009 | 20:47
nau nau....var að kveikja á loldogs, engu síðri en lolcats
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar