Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Opel

Setti Getzinn á verkstæði og fékk lánsbíl í staðin. Glænýjan Opel Vectra. Sjálfskiptan með alvöru græjur og alvöru hestöfl. Ég stillti bassann í botn, þrykkti Silversun Pickups í tækið og gjörsamlega rokkaði út í myrkrið.

Þeir segja að viðgerðin taki um tvo tíma. Ég vonast eftir að hún taki um tvö ár eða svo. Svo ég geti hlustað almennilega á silversönnið sjáðu.

Búinn að gefa þessu kvikindi svo mikið malbik að éta á þessum tæpa klukkutíma að .........[insert funny joke].


obligi

Fór í barnaafmæli í dag hjá Perlu. Reyndi að hemja mig í kökuáti. Mistókst.

Fyndið hvað það er alltaf lítið af færslum á sunnudögum hjá mér.

Hvað ætli liggi þar að baki? Ekki drakk ég einn drykk yfir alla helgina. Ekki þynnka sem sagt. Mér gæti ekki verið meira sama. That´s folk all.


tansanía

Það var ammælisboð hjá Maríu í kvöld. Húsið fylltist af spænskumælandi fólki. Það voru kökur og brauðtertur og læti. Pungurinn komst í þetta allt saman og er núna eins og tasmaníudjöfull útum allt hús. Fer vanalega að sofa kl 20:45 eða svo.

Það er bara gaman að prófa þann pakka líka. Ekkert svo sem þess til fyrirstöðu að gefa honum tækifæri á að fá skitu og æla rest eftir öll hlaupin. Það er bara heilbrigt og að mér skilst mjög íslenskt fyrirbæri, þ.e. að gúffa í sig kökur.


KJ sigurvegari

Það varð jafntefli milli KJ og GC í könuninni. 15 á móti 15 atkvæðum. Svo kom eitt rugl atkvæði sem var gert ógilt sökum max 30 atkvæðareglunni.

Það má með sanni segja að hinn sanni sigurvegari sé Kevin James, aka KJ, aka Doug, aka Fatty McButterpants.

Hví? Því sá underdog hefur ekki fengið sama exposure og George í seinfeld. Ekki jafn frægur og því flestir sem ekki hafa séð nógu mikið til hans.

Þannig má segja að miðað við frægðarstatus þá var þetta landslide.


KJ

Go KJ, koma zo. Nú vantar bara þrjú atkvæði í viðbót og könnunin mun slútta. Öll til KJ og hann vinnur. 2 til KJ og eitt til George og það verður jafntefli.

www.kaka.is

Fékk köku frá Bjarna Bjarna, aka Gull Gulls. Hann á bakaríið www.kaka.is sem heitir reyndar eitthvað annað og flottara en þarna inni er hægt að panta sér kökur og láta myndir á kökurnar og slíkt. Örugglega hægt að gera þetta á mörgum stöðum EN þessar kökur hans eru viðbjóðslega GÓÐAR.

Hann tók sér bessaleyfi og skrifaði eitthvað stöff á kökuna. Eitthvað sem hann henti inn í google translator og út kom fyndinn texti.

Það sem er líka fyndið er að kaka.is þýðir Kúkur.is á spænsku. Ætli það verði ekki aðalbrandarinn í partíinu.


Krónukort

Snilld að versla í krónunni. BARA útaf því að á kerrunni er kort af hvar allt er. Annað var það ekki.

Dubai

O to the mothafriggin MG hvað ég er að horfa á vel spilað golf. Þessir gæjar eru on fæææjaaaa. Síðasta mót Evrópumótaraðarinnar og Westwood og Rory eru að berjast um titilinn. Þessir gæjar ásamt McGowan eru að sulla 10mtr púttum hægri og vinstri, bókstaflega.

Er að stríma þessu á veetle.


Desember

Það er fyndið með þessa nýju íslensku mynd, Desember, sem skartar lay low og Tómasi. Hún er klárlega ekki að gera gott mót. Af hverju segi ég það. Bara að lesa þessa dóma sem hún fær.

raunsæ og vel gerð segir einn dómurinn. Vel útfærð og eitthvað crap sem ég man ekki segir annar dómur.

Alltaf þegar talað er um að mynd sé vel gerð þá er hún yfirleitt óspennandi. Eða, bara, þegar gagnrýnandi fer í kringum heitan eldinn og segir ekkert um hvort hún sé skemmtileg eður ei. Þá veistu að þú ert á crap mynd.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 153213

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband