Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
13.10.2009 | 12:44
væll
Komiði sælir allir réttlátir. BC fór alveg með mig í morgun. Dios mio ég get ekki ímyndað mér hvernig hægt sé að fara í BC tíma og svo beint í vinnu! Forgettit.
Æfingin í dag var erfið. Mikið um upptog sem er ekki mín sterkasta grein. Fann hvernig eftir tíman að efri hluti líkamans var að plana að myrða mig með strengjum þannig að ég fór til þjálfarans og bað hann um að sýna mér sérstakar teygjur til að vinna á því.
Ég teygði í 30 mínútur extensivlí. Það skiptir engu máli, ég er núþegar helaumur og finn að ég á ekki eftir að geta rinsað á mér hárið í sturtu. Sem btw er ekki hægt í augnablikinu því ÞAÐ ER EKKERT HEITT VATN Í VESTURBÆNUM.
Hvað er málið með ÞAÐ! Einhver leiðsla sprungin og ég dúsi hér í svita mínum, sem er mjög fallegt.
Svo er ég orðinn svangur. En ég fæ mig ekki til að opna ísskápinn. Spurning um að panta pitsu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 22:09
Frasarugl
I´m thinking about my dog Bill, when you gonna bring it, when you gonna bring it?
Það hafa örugglega margir heyrt þessa línu jacks white eins og ég á sínum tíma. Ég hélt þetta lengi vel þangað til ég sá hið rétta.
I'm thinkin' about my doorbell, When ya gonna ring it, when ya gonna ring it.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 22:06
Er hægt að vera svalari en Travis Barker!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 19:31
Squeekí clean
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 14:59
Starf
Var á fundi varðandi líklegt starf. Gékk bara vel. Ég er vel kunnugur þessum geira og fitta vel þarna inn.
Það verður fínt að fá aftur smá rútínu inní þetta. Svo ég tala nú ekki um smá capital í húsið af minni hálfu.
Síðast þegar ég kom með pening inn í búið var......tja....fyrir tveim árum, nóvember 2007. Geri aðrir betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2009 | 13:18
KjötHleifur
Mæli ekki með því að sofna með Meat Loaf á fóninum. Maður vaknar með hausverk og óþægilega þörf til að fara í kalda sturtu.
Þessi lög eru svo action packed. Mikið um að vera. Myndi sennilega tilheyra theatre rokk senunni ef ég væri sá aðili sem fyndi upp slík nöfn fyrir hið opinbera.
ákvað að kynna mér hann aðeins þar sem ég hef bara heyrt I´d do anything for love slagarann.
Þessar þrjár Bat out of hell skífur eru mjög fyndnar. Þvílíkt drama í gangi alltaf hreint. Ekki eitthvað sem ég myndi setja á fóninn án þess að hugsa mig tvisvar um. Engar skyndiákvarðanir þegar kemur að Meat Loaf takk fyrir.
En ég skil vel af hverju hann hefur selt svona marga bílfarma af Bat out of hell. Þrusu gott stöff ef þú ert í mittissíðum leðurjakka eða bara eldri en fertugt.
Ég man að þegar ofangreint lag var á hátindi frægðar sinnar þá var bara einn sem gat náð að herma eftir kjöthleifnum með ásættanlegum árangri. Ásgeir nokkur Blöndal. Hann náði honum nokkuð vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 09:37
Titleist
Járnin sem ég ætla að kaupa koma á markaðinn um miðjan Desember. Við erum að tala um nýju Titleist MB. Fallegra verður það ekki. 3-P.
http://www.titleist.com/golfclubs/irons/MB.asp
Svo mun ég fá mér þrjá Titleist wedga. Var að hugsa um 52°,58° og 64° með eins litlu bounsi og hægt er. Á núna Ping tour wedga með of miklu bounsi og það er pirrandi.
Sennilegt að maður fari í þetta uppúr áramótum. Kíki kannski líka á Mizuno bleidin og Ping S57 í leiðinni en ég er mjög hrifin að þessu Titleist lúkki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2009 | 19:56
stundum er þetta eina svarið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2009 | 18:35
golfleti
búinn að liggja uppí rúmi í allan dag og stríma golf, bæði madrid masters og svo núna presidents cup.
Hef sjaldan tekið jafn mikinn letigolf dag. Á ekki eftir að getað sofnað í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar