Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Golf æfingar

Nú byrja æfingar aftur 2.nóv hjá afrekshóp Gkg. Þetta fer fram í kórnum og svo í hraunkoti held ég.

Þrjár æfingar í viku en ég næ nú ekki að mæta á allar sökum vinnutíma. Næ alltaf allavega einni, stundum tveim.

Spurning hvernig þetta spilast út því síðast þegar ég vissi þá fóru golf og Boot camp ekki vel saman.

Mér skilst samt að með tímanum þá minnkar vanlíðan eftir BC tíma og þá verður maður sneggri að jafna sig. Mikið hlakkar mig til þegar það kikkar inn.


Kringlan

Okkur feðgunum finnst ekkert skemmtilegra en að spranga um í kringlunni. Ég sleppi honum lausum og hann hleypur um. Hleypur í raun frá einu tækinu í annað.

Hann þræðir þessa bíla sem staðsettir eru út um víð og dreif.

Mér finnst það fínt. Ég dóla bara á eftir honum og leyfi stráknum að ráða för.

Hann heilsar helmingnum af fólkinu sem hann mætir og það kemst ekki hjá því að heilsa. Því hann fer í raun fyrir það og horfir í augu þess og brosir út að eyrum.

Þú þarft að vera þokkalegur hálfviti til að heilsa ekki undir þeim kringumstæðum. En, það er alltaf einn. Og honum er blótað í sand af mér. Kannski ekki ösku.


Graffiti

Ég labba stundum og næ í bílinn til Maríu útá Vesturborg. Ég labba þá innan um húsaraðir og hverfi.

Á einum stað er niðurníddur bílskúr allur útkrassaður með gengjamerkjum og öðrum graffiti tjáningum.

Maður bara fölnar af hræðslu.

Reyndar var blóðið fljótt að koma tilbaka þegar ég las actually hvað stóð þarna.

,,Fanta Lemon"
,,KR bestir"
,,Ég borða dós"

Þeir eru harðir hérna í vesturbænum.


Hilton

Þá er orðið opinbert að ég fékk vinnu á Hilton sem vaktsjóri í gestamóttökunni. Ég byrja á morgun.

Ég er fáránlega hæfur í þetta starf því ég er með 5 ára reynslu í þessu, hí gráðu og þjónustulund dauðans.

Þetta er vaktavinna þar sem ég vinn frá 8-20 fjórtán daga mánaðar. 5 daga eina vikuna og svo tvo hina. Að ég held.

Nægur tími til að æfa golf inn á milli.

Enginn næturvinna, sem var dealbreaker hjá mér. Hefði ekki tekið þetta annars. Ég mun samt fara á 1-3 þannig vaktir bara til að kynnast því sem þar fer fram.

Byrja á morgun að vinna í fyrsta sinn í tvö ár. Engin smá viðbrigði. Verður örugglega erfitt, en vonandi fljótt að venjast.


Fleginn köttur

Þar sem ég var staddur í mátunarklefanum í útilíf, heyrði ég kattaröskur. Svona týpískt sem maður heyrir í kvikmyndum þegar kettir eru að slást.

Nema þetta var bara konstant. Í raun fáránlega hátt og fáránlega skrækótt. Maður fékk svona auka hjartslátt því maður skynjaði hættu. Enda stórhættulegt að lenda á milli tveggja katta í slag.

Eftir samskipti mín við afgreiðslustelpuna með buxurnar spurði ég hátt og snjallt hvort það væri verið að flá ketti hérna inni.

Hún leit á mig.

Tjáði mér svo að þetta var lítið barn í fangi móður sinnar þarna í 5 metra fjarlægð.

Nógu nálægt til að foreldrarnir heyrðu vel og greinilega í hálfvitanum í vangefnu buxunum með kvennasniðinu líkja barni þeirra við fleginn kött.

Ég yfirgaf búðina


Rapp textar

Þú GETUR ekki klúðrað lagi sem inniheldur jafn sterkan og innihaldsríkan texta sem þennan:

,,The dope boys in da building, wassap, the dope boys, wassap, the dope boys,wassap."

Hvað þá þessu:

,,So, don't touch me nigga, you might burn yourself (Ha)
Don't touch me nigga, you might burn yourself"

En hvað segiðið þá um þetta:

"Rich Boy sellin' crack fuck niggas wanna jack
Shit tight no slack just bought a Cadillac"

Þetta er blákaldur veruleiki rapparans!


Byrjaðu í dag að elska

Átti eina bestu endingu á draumi ever.

Senan var eftirfarandi:

Það voru fjórir einstaklingar í sjónum uppvið höfnina að troða marvaða og einn kennari stóð uppá bakka. Hann var sem sagt að kenna þeim eitthvað og þessir fjórir voru að fylgjast með honum.

Einn þessara fjögurra var söngvari geirfuglana, bandið sem átti lagið ,,byrjaðu í dag að elska". Sá sem lítur alveg út eins og Egill í silfur egils. Ætli hann heiti ekki Halldór Gylfason.

Anyway....skyndilega segir kennarinn ,,þetta er komið gott í dag og allir mega fara uppúr. Nema Halldór....."

Og myndavélin súmmar að Halldóri.

,,....þú mátt synda til Svíþjóðar!"

Halldór setur upp svip sem túlka má með orðunum ,,what the Fökk" og er eitt spurningarmerki í framan.

Akkurat á þessu augnabliki vakna ég.

Priceless móment.

Ég vaknaði með bros á vör.


Lee for girls

Fór í útilíf að tékká golfbuxum. Var að klæða mig í þær í mátunarklefanum þegar ég tók eftir því að allt var öfugt. Hef aldrei lent í því áður. Við að hneppa tölunni þá þurfti ég að nota vinstri sem var skrýtið.

Svo við að renna upp þá var sama uppá teningnum. Tók sirka tvöfalt lengri tíma. Ekkert mál bara soldið skrýtið.

Buxurnar pössuðu alveg en það var fjarri lagi að ég nennti að kaupa þær svona þroskaheftar.

Ég kom úr klefanum og rétti stelpunni buxurnar og hafði orð á þessum skringilegheitum.

Ég sagðist eiga fjórar svona nákvæmlega eins heima og hef notað í golfinu hingað til. Nema hvað ekki svona öfugsnúnar. Henni gat ekki verið meira sama.

Hún vissi nú ekkert um af hverju þetta væri öfugsnúið og hafði lítinn áhuga á, en þessar buxur eru í kvennasniði sagði hún.

Þar sem ég er svo sniðugur þá spurði ég hana háalvarlegur hvort hún ætlaði að segja mér að ég hafi verið spígsporandi um allar trissur í allt sumar eins og Tjélling!

Hún brosti.

Mission accomplished.

....and the joker strikes again.


Travis

Er að hlusta á Travis Barker og hans remix á ýmsum lögum frá allskonar senum.

Mæli með þessu.

Það sem hann bætir við í lögin er að sjálfsögðu extra trommur frá helvíti og svo gítar layers frá......himnaríki? Whatever. A little electric guitar-i-on-i-on.

Hann remixar Umbrella með Rihanna, Busta Rhymes(don´t touch me nigga), Eminem, Flo Rida og fleiri.

En besta lagið er klárlega Crank That með Soulja Boy. Það sama og vídeóið sem ég setti inn hér að neðan. Reyndar er Throw some D´s með Rich boy ágætt líka.

Tékkit

http://www.youtube.com/results?search_query=travis+barker+remix&search_type=&aq=f


Basement Artie

Arthur: ,,We´re quite the team Douglas. Like Jake and the fat man. Needless to say....I'm Jake."

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband