Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Brandara Ari

Páfinn, George Bush, Kanye West og ungur skólastrákur eru í flugvél saman. Skyndilega heyrist í kallkerfinu að vélin muni hrapa og bjargi sér best sem hver getur.

Við þetta fer allt í kaós og vélin stingur sér niður á ógnarhraða.

Vandamálið var að það voru einungis þrjár fallhlífar í vélinni.

Kanye West var fljótur til og grípur eina fallhlíf og segir.

,,Yo, I´m really happy for you. I´m gonna let you finish. But I deserve one fallhlíf ´cos I´m the greatest artist of all time, and my fans need me".

Stekkur svo út.

Því næst hrifsar George Bush eina fallhlíf og segir.

,,Ég á eina fallhlíf skilið því ég er besti, áhrifamesti og gáfaðasti leiðtogi sem uppi hefur verið."

Stekkur svo út.

Þá er bara ein eftir.

Páfinn segir við unga skólastrákinn með stóískri ró.

,,ég er gamall maður og á skammt eftir ólifað. Þú ert ungur og átt allt þitt líf fyrir höndum. Tak þú síðustu fallhlífina og far í friði."

Skólastrákurinn segir þá við Páfann.

,,alveg rólegur, það eru enn tvær fallhlífar eftir fyrir okkur báða. Því besti, áhrifamesti og gáfaðasti leiðtogi sem uppi hefur verið tók skólatöskuna mína."


Hvernig dvergar urðu til

Hvernig dvergar urðu til

Það voru tveir vinir sem bjuggu saman á grundarstíg. Það var sunnudagsmorgun og Guðmundur var núþegar vaknaður, borðandi seríós yfir formúlunni. Friðjón vaknaði við lætin í formúlunni og ætlaði einnig að hella sér morgunmat í skál.

Hann komst að því að Guðmundur hafði klárað alla mjólkina. Hann varð fúll.

Friðjón: ,,gummi! what da fokk! þú kláraðir alla mjólkina! drullastu útí búð að kaupa meira."

Guðmundur: ,,chill phil! farþú. Ég þarf ekkert á mjólk að halda. FEIS!"

Friðjón: ,,mófó! koddu þá allavega með mér, skreppum saman"

Guðmundur: ,,ok"

Svo skruppu þeir saman.

Þannig urðu dvergar til.


net

dagur tvö í 12 tíma footloose vaktavinnu. Ég stend sirka 11 tíma af þessum 12. Það tekur á að standa í spariskóm með bindi. Finn blóðpoll í iljunum því það hefur allt runnið niður.

Á morgun kemur fyrsti alvöru gesturinn. Massa fylgdarlið. Ég er undir þagnareið. Ég get bara sagt eitt......Milfar kikna í hnjánum við það eitt að sjá gestinn.

María er í fertugsafmæli og ég er hjá pabba og pungurinn nýsofnaður. Hann er búinn að passa litla í dag og svo pínu á morgun líka. Gott að eiga góða að.


Pétur jóhann

Er byrjaður að vinna og dagurinn í gær var sá fyrsti. Bjargi mér allt sem heilagt er hve erfitt er að byrja vinna fyrir manninn aftur.

Grúling 12 tíma vaktir.

Eftir það fór ég svo beint á Pétur Jóhann standup með pabba. Þvílík vonbrigði. Manni finnst hann fyndinn þegar hann er bara hann. Eðlilegur, glaður, og hress. Þarna var hann öfugt við það.

Þyljandi upp handritið, aggresívur og öskrandi.

Ekki eins og við fílum hann.

Minnið mig á að fara aldrei aftur í leikhús. Þetta er svo mikið crap.

Nánar um það síðar. Er að verða of seinn í vinnuna. Famous last words.


KJ on SK1

King of Queens var að byrja á skjánum. Ég bið fólk ekki að dæma þessa guðdómlegu seríu af því sem sést þarna í vetur.

Þetta er fyrsta serían og hún er síst.

Þeir eru að reyna of mikið. Of augljósir brandarar og slíkt.

Ágætt en ekki þessi klassíski KJ sem ég vitna oft í.

Þarna eru karakterar sem seinna feisuðust út sökum ófyndni. Systir Carrie, einn vinur KJ og slíkt.

anyway.


Tíðni

sit hér og dæli inn færslum þar sem nú hefst vinna 12 tíma á dag og ekki veit ég hvernig tíðni færslna verður eftir það.

Ekki kannski það vinsælasta að vera hangandi á netinu í vinnunni.

Og mun ég því ekki gera það.


Vöðvar

Ég er farinn að finna mun á styrk eftir 4 vikur í Boot camp. Pínku meira þol og svo finn ég hvernig vöðvarnir eru actually farnir að virka á ný.

Að standa upp og slíkt er mun auðveldara. Hljómar lame, hljómar eins og maður hafi verið eitthvað couch potato.

Svo var ég á leiðinni í háttinn þegar María tekur eftir einhverju. Hún bara....."hvað er þetta?"

Ég bara...."hva....þetta? (og bendi á upphandleggsvöðvana). Þetta eru byssurnar elskan, byssurnar."

Þá tekur greinilega ekki nema 4 vikur í upphífingum og slíku til að vekja aftur upp til lífsins þessar líka fjallmyndarlegu byssur.

Þegar maður er að hlaða svona í byssurnar reglulega þá er ekki seinna vænna en að skora kannski á Pétur í eitt stykki sjómann. Maður getur kannski loks farið að veita honum smá samkeppni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband