Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Brandarinn sem aldrei varð

Fór í ljós þar sem ég á þriggja mánaða kort. Ég spurði konuna hvenær það myndi renna út og hún sagði mér að það yrði ekki fyrr en 27. desember.

Hún sagði þetta og brosti til mín, svona alveg eins og hún væri að fara hlægja. Ég brosti á móti, hugsandi, því það var eitthvað við þessa dagsetningu sem kallaði á brandara. Veit ekki af hverju.

En mér datt ekkert í hug og henni ekki heldur. Við létum því bara nægja að brosa og brandarinn varð aldrei að veruleika.

En það var pottþétt brandari þarna ef vel var að gáð.


siggi.is

hvet alla sem vetling geta valdið að heimsækja hina veraldarvönu og geipi framsæknu heimasíðu........www.siggi.is

Djöfull er hún skemmtileg.

Einhver flugáhugamaður að byggja flugvél.

Greit. Gat þetta ekki verið at least remotely skemmtileg síða.

Slæm kynning fyrir mig.

Ekki þó jafn slæm og www.petur.is Mæli með flipanum ,,hugleikið"


Fatl

Við erum öll heima í dag. Ég í vaktafríi, María að hvíla bakið og pungurinn sökum hósta (virðist samt ekki vera með hita og líður ágætlega).

Búið að vera kósí.

Fór á rúntinn með Pedro og Emilio Vasques. Sáum mikið af fötluðu fólki í miðbænum, enda eitthvað stórt sundmót hér í gangi. Það var verið að taka sjónvarpsviðtal við eitthvað lið og við flautuðum. Svo 200mtr neðar var annað viðtal í gangi, við flautuðum aftur.

Bara svona til að hafa gaman af þessu.


Labbi

Tók labbitúr í gærkveldi í staðin fyrir bíóferð. Labbaði í 1klst og 10 mín um vesturbæinn með Skin á fóninum. Endaði svo í Peter Gabriel.

Báðir vanmetnir listamenn, sérstaklega skin. Peter er aðallega frægur fyrir sledgehammer vídeóið sitt hjá öllu þessu mainstream liði. En hann á perlur inn á milli s.s. Don´t leave, sky blue og eitt að mínum uppáhaldslögum I grieve.

Skin hefur sent frá sér tvær sólóplötur eftir skunk anansie verkefnið. Báðar mjög góðar. En þú þarft að fíla þessa sérstöku rödd hennar til að þetta gangi. Sum lögin eru viðbjóður, eins og lag 1 og 2 af seinni plötunni en ég fíla aðallega rólegu lögin hennar.

Svo við snúum okkur nú að labbitúrnum. Þá var þetta helber snild. Ég labbaði mjög rólega og bara naut þess að sikk sakka um öll gömlu húsin í vesturbænum. Náttúrulega skemmtilegasta hverfi Íslands til að labba um.

Ég var með gripmasterinn á fullu allan tímann. Svissaði yfir úr hægri í vinstri ótt og títt. Frábært tæki til að þjálfa the forearm flexors (kann ekki ísl. heitið).


Jákvæður

Er orðinn leiður á allri neikvæðni(svo sem þessu væli mínu hér). Ég hef farið á mbl,dv og vísi dags daglega en þarf yfirleitt að kötta framhjá sirka 70% fréttana sem eru of neikvæðar fyrir minn smekk.

Þá er ég ekki bara að tala um icesave og íslenska hrunið heldur líka allar þessar viðbjóðslegu fréttir af myrtum og misnotuðum börnum, fjöldamorð í austrinu og allt slíkt sem er bara leiðinlegt að lesa um.

Ég hreinlega vill ekki sjá þetta.

Nenni ekki að fylla minn dag af neikvæðni og áhyggjum.

Hvað er þá eftir?

Íþróttafréttir og slúður um fræga fólkið.

Sem er fine, en slúðrið er soldið shallow and pedantic.

Þess vegna vill ég proudly presenta..............www.happynews.com

rakst á það í dag eftir að hafa hugsað um þetta. Veit ekki hvort þetta er eitthvað sem ég á eftir að tékká dags daglega en er samt þess virði að hafa bakvið eyrað.


Slash

Ég og tjéllingin erum búin að dúlla okkur heima í allan dag. Hún heima sökum bakverkja(of stór brjóst), djók.

Hún fór til mömmu Hörpu í nokkurs konar heilun slash nudd og kom betrumbætt úr því. Samt ekki löguð. Það tekur tíma.

Er að reyna plata Pedro í bíó í kvöld þar sem ég þarf að komast smá út á meðal fólks. Bendir samt til þess að hann beili á því.


Arthur´s King of Queens Golden moments

"I learned Ping Pong on the streets, you either got good or you died."

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband