Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sevilla framhald

......það var sem sagt úrhelli með þrumum og eldingum þegar ég, með regnhlíf í hendi, tíaði upp, stillti mig af, lagði regnhlífina til hliðar og njúkaði kúlunni nokkra kílómetra áfram eftir brautinni að virtist. Eitt besta högg sem ég hef slegið miðað við aðstæður. Skildi eftir um 130 metra að pinna og tók þvínæst níu og rétt náði inná grín sökum metrataps útaf rigningu. Átti því langt pútt fyrir höndum en auðvelt par engu að síður.

Góð byrjun en við tók 20 mín. bið á öðrum teig sökum úber slow mó spilamennsku og regns. Hringurinn hjá okkur stóð yfir í SEX klukkustundir!!!!ég hef aldrei spilað lengri hring.

Í heildina spilaði ég ágætlega en með nokkrum mistækum höggum. Til að mynda fann ég 6 af 9 vötnum á vellinum og meira að segja tveir boltar í vatn á sjöttu braut en náði samt að bjarga dobbúl með tveim vítum.

Það var frekar erfitt að spila í þessu þrumuveðri en ég var með ágæta rútínu og hélt mig vel undir regnhlífinni. Fór einungis undan henni til að slá höggin sem tók sirka 10 sek.

Fyrri níu spilaði ég á +6 útaf þessum vötnum en svo fann ég gírinn á seinni. Vendipunkturinn kom á elleftu sem er par 3. Ég fade-aði fimmu járn og skildi eftir mikkels lobb þar sem bönker var á milli mín og pinnans og ég hafði einungis um 1 metra af gríni til að vinna með. Ég smurði kúluna hálfan meter við pinnan og náði pari. Eftir það var ég on fæjer. Fugl á næstu og var svo á +7 fyrir átjándu en fann lokavatnið þar ekki að spurja að því og endaði á dobbúl og niðurstaðan +9 á fyrsta hring. Hljómar ílla en var bara frekar gott skor miðað við veður og erfiðan völl. Þetta skilaði mér í 16.sætið af 101 spilurum.

Gabriel kom inn á +13 og var ekkert sérlega sáttur við 33.sætið.

Við drifum okkur uppá hótel og tókum allt kvöldið í að þurrka allt draslið okkar með hárþurrkunni sem var inná baði.

Sunnudagurinn var svipaður. En í staðinn fyrir bara suddaregn og þrumur þá var líka kominn vindur í spilið. Ég fann samt bara 2 vötn af 9 en var engu að síður á lakara skori. Í þessum vindi og regni þá voru högg númer tvö (innáhöggin) frekar löng og strembin. Þessi völlur krefst þess að köflum að vera sæmilega langur af teig. Kom inn á +13 með því að para 6 af 8 síðustu holunum á meðan Gabriel kom inn á +12. Það má því segja að fyrri níu hjá mér eyðilögðu alla von um að enda á topp tíu eins og ég ætlaði mér. Sei la ví.

Ég endaði í 23. sæti af 101 manns og Gabriel endaði í þrítugasta og eitthvað. Þarna voru guttar með +2 og +1 í forgjöf þar á meðal kunningi okkar hann Nick frá Belgíu. Það segir allt sem segja þarf að hann kom inn á +9 fyrri daginn eins og ég. Hann endaði samt á topp tíu vegna góðs endaspretts. Þetta var þannig veður að allt gat gerst, það skipti lítið hvaða forgjöf þú varst með, bara hve vel þú náðir að halda þér þurrum.

Á heildina litið þá var þessi ferð brilliant. Að fá að spila þennan völl þrisvar fyrir bara 60€, einn bjútifúl dag en tvo sudda daga, er brilliant. Venjulegt verð er í kringum 110€ fyrir einn hring. Við skemmtum okkur konunglega og nutum þess í botn. Draumur í dós.

Jákvætt: Hef sjaldan drævað jafn vel og langt. Hef aldrei púttað jafnvel.

Neikvætt: Járnahöggin soldið sheikí, var að draga boltann of mikið til vinstri með járnunum. Þarf meira konsistensí með járnunum.

Ég fór því á reingið í morgun og grítti um 200 kúlum með 5-6-8-pw járnum.


Sevilla

Fór á fimmtudaginn til Sevilla að spila í golfmóti á Real Club de Golf de Sevilla sem er reitaður þriðji besti völlur Spánar og á topp 10 í Evrópu. Það er bara eitt orð yfir þennan völl. Damn....

Völlurinn er hannaður af Jose Maria Olazábal og er lang, lang besti og flottasti völlur sem ég hef séð og leikið.

Mættum á svæðið kl ca 18 á fimmtudagskveldi og ætluðum að krúsa inn á svæðið og taka smá pútt og chipp. Vorum strax stoppaðir við innganginn af öryggisvörðum og beðnir vinsamlega um að snúa við. Við útskýrðum að við værum hér komnir til að taka þátt í móti um helgina og fengum þá strax að heyra að hinn opinberi æfingardagur fyrir mótið væri einungis á föstudeginum og ekkert múður. Ég sá þá ástæðu til að kveikja á sjarmanum og eftir smá spjall hleypti hann okkur inn og við komnir í paradís golfarans.

Til að gera langa sögu stutta þá.......Huge æfingargrín einungis fyrir vipp og pitch. Annað stórt æfingargrín fyrir pútt. Stór bönker til að vippa inná vippgrínið og svo flott reinge í góðu standi. Klúbbhúsið er af dýrari gerðinni þar sem sturtu aðstaðan er kúl. Risastandur fyrir framan pro shoppið þar sem stór plasma snertiskjár sýnir brautirnar og allar vegalengdir. Maður bendir bara á skjáinn og velur t.d. einhvern stað á brautinni og færð að vita lengd af tíboxi og svo að gríni. Maður sér vindhraðann og átt og bara Damn....þvílík upplifun.

Ég og Gabriel hittum þarna Belgískan strák sem við þekkjum og ákváðum að taka saman æfingarhring snemma á föstudeginum. Fórum út 10:30 í blússandi sólarviðri og kallinn að spila þrusuvel. Ég fæ 6 högg í forgjöf á þessum velli sem þýðir að hann er í erfiðari kantinum. Þennan æfingarhring kom ég inn á +5 höggum sem þýðir 37 punktar eða lækkun um 0.1. Ekki slæmt miðað við fyrsta hring á þessum velli. Fuglaði fyrstu brautina og nokkuð sáttur.

Við vorum þarna að æfa til kl 19 um kvöldið og það voru sólbrunnir og sællegir kappar sem komu örþreyttir á hótelið til að hvíla lúin bein.

Við vöknuðum snemma á laugardeginum og opnuðum gluggan og sáum himininn kolgráan. Mættum á völlinn og það byrjaði að rigna sem hellt væri úr fötu. Við gerðum okkur bara klára og gíruðum okkur inn á að spila í blautu veðri eins og sönnum skandinavíubúum sæmir. Við áttum teig með stuttu millibili og þegar dró nær þá var búið að hellirigna í þónokkurn tíma og 3 þrumur og eldingar lostið niður í þokkabót. Fólk var farið að tala um að fresta þessu eitthvað en við fréttum það eftir á að það kom víst skipun af ofan að vallarstjórinn vildi alls ekki fresta mótinu því hann vildi sjá hve mikið völlurinn þoldi af vatni með stórt mót í gangi. Okay....labrats....anybody....

Það var ekkert rok en bara úrhelli þannig að þegar mitt nafn var kallað þá dreif ég mig útá teig með regnhlíf í hendi, tíaði upp, stillti mig af, lagði regnhlífina til hliðar og.............framhald síðar.....orðin algjör langloka.....


Europro

Æfði í morgun og fylgdist svo með Europro atvinnumönnunum í mótinu. Eftir daginn eru aðeins tæplega helmingur að spila á pari eða betur. Besta skor eftir fyrsta hring er -7 sem er nokkuð gott miðað við léleg grín. Þarna sjást skor uppá 86 og 87 sem vekja upp ánægjutilfinningar hjá mér.

Þetta eru gæjar um 20-35 ára og allir súper smart klæddir.

Ætla að reyna að kíkja á tölfræði frá þessum mönnum að móti loknu til að geta borið saman það sem ég skora þarna og meðaltölur hjá atvinnumönnunum. Ætli meðalskor sé ekki í kringum +2 í dag.

Á morgun förum við að skoða íbúð í Fuengirola og svo verður brunað af stað til Sevilla eftir mat.

Þannig að það verður eitthvað lítið um blogg næstu daga. Svo kem ég með stríðssögur eftir helgina.


Rigganigging

Þvílíkt úrhelli. Rigning dauðans í dag og ekkert golf fyrir vikið. Tókum því bara rólega og skutluðum SebSig á leikskólann, fórum svo á kaffihús og ætluðum að lesa bækur en höfðum nóg fyrir stafni við að fylgjast með fólki, öllu þessu skrítna fólki sem til er. Ekki stafur lesinn.

Fórum svo í smá kringlurúnt síðdegis til að ná allri orku úr litla pung fyrir svefninn. Það tókst.

Núna er bara að fá sér eitthvað að borða og horfa svo á eitt stykki bíómynd þegar pungur er sofnaður. Valið stendur á milli Wall-e, tropic thunder, step brother eða þá bara einhvern þátt með KJ og carrie úr king of the Queens (verður sennilega kj og frú því maður nennir ekki núorðið að horfa á sjónvarp lengur en 1 klst í senn.)

Rigning í kortunum næstu daga og ljóst verður að mótið í Sevilla verður tæpt. Kíkjum allavegana á borg hitans, verðum bara í regngalla og veseni.

ps. Seb borðar betur núna, eitthvað tímabundið bara held ég, kannski útaf einhverri ertingu í hálsi.


brauðfætur

Æfði í morgun og fann að líkaminn er veiklulegur. Ekki sami kraftur. Fór svo að spila kl 17 með Gabriel og gat varla labbað af þreytu. Greinilegt að í þessu eina kílói sem hvarf var ekki bara fita því miður, bara eitt orð sem lýsir þessu fullkomlega.

Mal-nu-triti-ón. kj style

Gat samt alveg spilað sæmilega.

Er að fara á fimmtudaginn til Sevilla að keppa í kaupþingsmóti þeirra spánverja. Mótið fer fram um helgina en við fáum æfingarhring á föstudaginn. Þetta er á Real Club de Golf de Sevilla sem er einn af topp 10 á spáni. fjöldinn allur af huge mótum hafa farið þar fram eins og open de espana og fleiri djúsí ones.

Er búinn að teikna völlinn upp og mæla hann út á google earth eins og ég geri ávallt með nýja velli. Svo koma nákvæmar lengdir inn þegar maður fer æfingarhringinn. Chema ,aka ollie, aka Olazabal hannaði völlinn sem er um 6600 metrar að lengd og par 72. Layoutið er rosalegt, og miðað við það sem maður sér á google earth þá er þetta úber flottur völlur.

Það er vonandi að endúransið verði komið aftur á föstudaginn því það væri synd að fara í mótið með svona brauðfætur, veiklulegur andskoti.


Nick Faldo

EU tapaði Rydernum sem er ágætt. Þetta var orðin soddan einstefna. Ég held að ástæðan fyrir tapinu sé að hluta til Nick Faldo að kenna.

Jú, Poulterinn spilaði vel en ég held að Darren hefði líkað spilað vel en munurinn liggur í því hvernig þeir eru utan vallar. Það var augljóst að ekki var sami andi yfir EU mönnum og í fyrri keppnum. Hvað vantaði. Stemmingu. Þar hefði stemmings maðurinn Darren komið sterkur inn.

whatever.....kannski voru þeir bara yfirspilaðir, punktur.

Það sárvantaði Harrington, stenson og jimenez í gær. Þeir voru fjarverandi. Ef þeir hefðu verið góðir hefðum við tekið þetta.


Evrópa vann Ryderinn

Ég skrapp upp eftir til að æfa smá og spjallaði við kapteininn þar sem tjáði mér að Evrópa hafði unnið Ryder Cup - inn.

Fyrsta daginn var staðan 6-6. Annan daginn spýtti usa í og staðan orðin 14 og hálf á móti 9 og hálfu stigi evrópu. Það var því á brattan að sækja í gær, síðasta daginn, fyrir evrópu en greinilegt var að rétti andinn sveif yfir vötnum. Eu vann 16 stig síðasta daginn á móti 8 stigum usa og hafði því betur sem nemur 25 og hálfu stigi á móti 22 og hálfu.

Olé, olé, olé, olé. Áfram ási.

Vonandi gengur Evrópu jafnvel og okkur í alvöru Rydernum í dag. Þeir þurfa 7 af 12 vinningum í dag sem er alls ekkert óvinnandi vígi.

Það er alvöru professional mót að byrja núna í La Cala. Allt morandi í ungum breskum stóðhestum sem halda að þeir séu bestir í heimi. Varla auðan blett að finna á reinginu í morgun. Fór svo niður í klúbbhús þar sem pro-am mótið var að byrja og allt á fullu. Þetta mót er á Europro mótaröðinni sem Ivobank sponsar. Þetta er nokkurskonar þriðja deild ef Evróputúrinn væri fyrsta deild.

Öllum hér í húsinu líður hálfskringilega því ég er enn undarlegur í líkamanum eftir þessa matareitrun þar sem ég missti eitt kíló. Maríu líður hálfskringilega líka og Sebastian er enn með hósta og vesen útaf leikskólanum. helv....sýklabæli.

btw. Sebastian vill eiginlega ekkert borða, ef einhver veit um eitthvað bulletproof ráð til að fá börn til að borða þá væri það vel þegið. Drengurinn harðneitar flestu. Gúmmí er hættur að virka.

 


ryderinn í hnotskurn

Harrington er búinn að vera mjög sterkur í púttunum. Westwood búinn að vera góður. Furyk búinn að vera afleitur, sérstaklega í púttunum.

Sergio er búinn að spila ágætlega,ekkert brilliant en samt góður. Nick Faldo ákvað að hvíla hann í morgun og Westwood!!!!!!!

djö....er hann vangefinn. Eins og ég sagði, ef eu tapar þá er það BARA honum að kenna.

Það sárvantar Darren Clarke og ollie (aka. chema, aka Olazábal)


Leiðrétting!!!

Hann var á pre Q móti sem þýðir að með því að komast þar áfram er hann einungis kominn inn á fyrsta stig úrtökumóts PGA mótaraðarinnar. Hann er ekki kominn á annað stigið.

Þetta er svo vinsæl íþrótt þarna úti að það þarf úrtökumót til að komast á úrtökumót.

 

Ég sé að það er búið að leiðrétta fréttina, degi siðar.

til hamingju mbl með að ná þessu rétt í þetta sinn.


mbl.is Sigmundur áfram, Örn ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múkki

Síðasta nótt var ein sú versta í sögu lífs míns. Ég vakti mest alla nóttina og ældi og ræ...aði rúmlega einu kílói. Við teljum að þetta sé útaf djúsglasi sem ég fékk mér eftir sigurinn í gær, það voru klakar í glasinu sem gætu hafa verið eitthvað dúbious.

Allavega þá er ég hættur að æla núna en skitan heldur áfram og almenn vanlíðan er í hávegum höfð. Líður viðbjóðslega ílla.

dísus hvað ég ældi miklu í nótt.....svo þegar allt var búið þá var það bara gall og loft, sem að sjálfsögðu var verra.

Ég kemst mjög líklega ekki í síðasta daginn í Ryder cup á morgun. Missi af singles og hef látið vita núþegar. En þar sem það er enginn varamaður þá verður þetta annaðhvort auðveldur sigur fyrir usa eða þá mér líði betur um morguninn og ég mæti sökum hve harður ég er.

Allavega þá er ég rúmlega einu kílói léttari og er á lyfjum svo ég geti horft á alvöru Ryderinn á netinu.


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband