Leita í fréttum mbl.is

Sevilla framhald

......það var sem sagt úrhelli með þrumum og eldingum þegar ég, með regnhlíf í hendi, tíaði upp, stillti mig af, lagði regnhlífina til hliðar og njúkaði kúlunni nokkra kílómetra áfram eftir brautinni að virtist. Eitt besta högg sem ég hef slegið miðað við aðstæður. Skildi eftir um 130 metra að pinna og tók þvínæst níu og rétt náði inná grín sökum metrataps útaf rigningu. Átti því langt pútt fyrir höndum en auðvelt par engu að síður.

Góð byrjun en við tók 20 mín. bið á öðrum teig sökum úber slow mó spilamennsku og regns. Hringurinn hjá okkur stóð yfir í SEX klukkustundir!!!!ég hef aldrei spilað lengri hring.

Í heildina spilaði ég ágætlega en með nokkrum mistækum höggum. Til að mynda fann ég 6 af 9 vötnum á vellinum og meira að segja tveir boltar í vatn á sjöttu braut en náði samt að bjarga dobbúl með tveim vítum.

Það var frekar erfitt að spila í þessu þrumuveðri en ég var með ágæta rútínu og hélt mig vel undir regnhlífinni. Fór einungis undan henni til að slá höggin sem tók sirka 10 sek.

Fyrri níu spilaði ég á +6 útaf þessum vötnum en svo fann ég gírinn á seinni. Vendipunkturinn kom á elleftu sem er par 3. Ég fade-aði fimmu járn og skildi eftir mikkels lobb þar sem bönker var á milli mín og pinnans og ég hafði einungis um 1 metra af gríni til að vinna með. Ég smurði kúluna hálfan meter við pinnan og náði pari. Eftir það var ég on fæjer. Fugl á næstu og var svo á +7 fyrir átjándu en fann lokavatnið þar ekki að spurja að því og endaði á dobbúl og niðurstaðan +9 á fyrsta hring. Hljómar ílla en var bara frekar gott skor miðað við veður og erfiðan völl. Þetta skilaði mér í 16.sætið af 101 spilurum.

Gabriel kom inn á +13 og var ekkert sérlega sáttur við 33.sætið.

Við drifum okkur uppá hótel og tókum allt kvöldið í að þurrka allt draslið okkar með hárþurrkunni sem var inná baði.

Sunnudagurinn var svipaður. En í staðinn fyrir bara suddaregn og þrumur þá var líka kominn vindur í spilið. Ég fann samt bara 2 vötn af 9 en var engu að síður á lakara skori. Í þessum vindi og regni þá voru högg númer tvö (innáhöggin) frekar löng og strembin. Þessi völlur krefst þess að köflum að vera sæmilega langur af teig. Kom inn á +13 með því að para 6 af 8 síðustu holunum á meðan Gabriel kom inn á +12. Það má því segja að fyrri níu hjá mér eyðilögðu alla von um að enda á topp tíu eins og ég ætlaði mér. Sei la ví.

Ég endaði í 23. sæti af 101 manns og Gabriel endaði í þrítugasta og eitthvað. Þarna voru guttar með +2 og +1 í forgjöf þar á meðal kunningi okkar hann Nick frá Belgíu. Það segir allt sem segja þarf að hann kom inn á +9 fyrri daginn eins og ég. Hann endaði samt á topp tíu vegna góðs endaspretts. Þetta var þannig veður að allt gat gerst, það skipti lítið hvaða forgjöf þú varst með, bara hve vel þú náðir að halda þér þurrum.

Á heildina litið þá var þessi ferð brilliant. Að fá að spila þennan völl þrisvar fyrir bara 60€, einn bjútifúl dag en tvo sudda daga, er brilliant. Venjulegt verð er í kringum 110€ fyrir einn hring. Við skemmtum okkur konunglega og nutum þess í botn. Draumur í dós.

Jákvætt: Hef sjaldan drævað jafn vel og langt. Hef aldrei púttað jafnvel.

Neikvætt: Járnahöggin soldið sheikí, var að draga boltann of mikið til vinstri með járnunum. Þarf meira konsistensí með járnunum.

Ég fór því á reingið í morgun og grítti um 200 kúlum með 5-6-8-pw járnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Phil

Pétur (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Ned

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 30.9.2008 kl. 19:14

3 identicon

ha ha eru tetta stóra nef og stærra nef

Kata (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:31

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

he-hermaur

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 30.9.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 153118

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband